Keppir á einu stærsta hermikappakstursmóti heims Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2022 10:53 Hákon Darri Jökulsson og bíllinn sem hann mun nota á FIA Motorsport Games í Frakklandi. Hákon Darri Jökulsson, mun í þessum mánuði keppa fyrir Íslands hönd á FIA Motorsport Games í Frakklandi. Mótið er eitt stærstu alþjóðamótið þar sem keppt er í hermikappakstri en Hákon segir það samfélag hafa stækkað mjög hér á landi. Keppnin í FIA Motorsport Games fer fram í íþróttahöll við Formúlu 1 kappakstursbrautina í Marseille. Þar verður búið að koma fyrir fjölmörgum kappaksturshermum og sem hinir rafrænu ökuþórar munu nota. Hákon fer til Frakklands á vegum Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) og GT Akademíunnar. Í samtali við Vísi segist Hákon, sem er tvítugur, hafa stundað hermikappakstur frá árinu 2016. Hann hafi fyrst keppt á Íslandsmótinu árið 2019 og hafi verið mjög virkur í hermikappaksturs-samfélaginu hér á landi síðan þá. Samfélagi sem Hákon segir að hafi vaxið mjög á undanförnum árum. Stækkaði mjög á tímum Covid „Þetta gerðist þegar það festust allir inni og enginn mátti gera neitt. Það átti líka við mótorsportið. Fólk fór að færa sig svolítið í hermikappakstur og gat þannig keppt við aðra í gegnum netið,“ segir Hákon. Hann segir sambærilega þróun hafa átt sér stað víðsvegar um heiminn og vinsældir hermikappaksturs hafi aukist mjög. Eitt sem fólk gerði hér á Íslandi var að halda nokkurs konar partíkappakstur, þar sem fólk hittist á stafrænum kappakstursbrautum og hafði gaman í nokkra klukkutíma. Nokkrar slíka samkomur má finna á Twitch-rás GT Akademíunnar. „Þetta leiddi til mikillar stækkunar í samfélaginu,“ segir Hákon. Hákon sjálfur upplifði þessa stækkun þegar hann fékk gjafabréf í GT Akademíuna frá frænku sinni. Í kjölfar heimsóknar hans til Akademíunnar árið 2019 fékk hann boð um að taka þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti í hermikappakstri. Það var svo í fyrra sem Hákon lenti í öðru sæti á Íslandsmóti og leiddi það að endingu til þess að Hákon mun keppa í Frakklandi í lok mánaðarins. Hákon heimsótti kappakstursbrautina í Nurburgring árið 2020. Hákon notast við stóra álgrind sem hann hefur fest sæti við, stýrismótor, petala og margar aðrar græjur. „Þetta eru vissulega mjög dýrar græjur,“ segir Hákon. Hann ákvað að verja miklum peningum í búnaðinn vegna þess hve mikið hann stundaði hermikappakstur en ítrekar að nýliðar þurfi ekki að vera óttaslegnir. Til að byrja sé nóg að kaupa búnað sem hægt sé að setja á skrifborð og er ekki dýr. Það sé sérstaklega gott fyrir ungt fólk sem eigi ef til vill ekki mikið milli handanna. Hákon segist hafa æft sig stíft fyrir aðdraganda keppninnar í Frakklandi og hann hafi keyrt brautina sem keppt verður á á næstum því herjum degi í þ3já til fjóra mánuði. „Þetta er mikill undirbúningur og við erum að vinna stíft að því að fá stuðning frá fyrirtækjum á Íslandi,“ segir Hákon í samtali við Vísi. Hákon segist hafa fengið mikinn stuðning frá GT Akademíunni en nú á fimmtudaginn fer fram styrktarkeppni í hermikappakstri hjá fyrirtækinu þar sem markmiðið er að safna fyrir keppnisferðalagi Hákonar. Rafíþróttir Akstursíþróttir Leikjavísir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti
Keppnin í FIA Motorsport Games fer fram í íþróttahöll við Formúlu 1 kappakstursbrautina í Marseille. Þar verður búið að koma fyrir fjölmörgum kappaksturshermum og sem hinir rafrænu ökuþórar munu nota. Hákon fer til Frakklands á vegum Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) og GT Akademíunnar. Í samtali við Vísi segist Hákon, sem er tvítugur, hafa stundað hermikappakstur frá árinu 2016. Hann hafi fyrst keppt á Íslandsmótinu árið 2019 og hafi verið mjög virkur í hermikappaksturs-samfélaginu hér á landi síðan þá. Samfélagi sem Hákon segir að hafi vaxið mjög á undanförnum árum. Stækkaði mjög á tímum Covid „Þetta gerðist þegar það festust allir inni og enginn mátti gera neitt. Það átti líka við mótorsportið. Fólk fór að færa sig svolítið í hermikappakstur og gat þannig keppt við aðra í gegnum netið,“ segir Hákon. Hann segir sambærilega þróun hafa átt sér stað víðsvegar um heiminn og vinsældir hermikappaksturs hafi aukist mjög. Eitt sem fólk gerði hér á Íslandi var að halda nokkurs konar partíkappakstur, þar sem fólk hittist á stafrænum kappakstursbrautum og hafði gaman í nokkra klukkutíma. Nokkrar slíka samkomur má finna á Twitch-rás GT Akademíunnar. „Þetta leiddi til mikillar stækkunar í samfélaginu,“ segir Hákon. Hákon sjálfur upplifði þessa stækkun þegar hann fékk gjafabréf í GT Akademíuna frá frænku sinni. Í kjölfar heimsóknar hans til Akademíunnar árið 2019 fékk hann boð um að taka þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti í hermikappakstri. Það var svo í fyrra sem Hákon lenti í öðru sæti á Íslandsmóti og leiddi það að endingu til þess að Hákon mun keppa í Frakklandi í lok mánaðarins. Hákon heimsótti kappakstursbrautina í Nurburgring árið 2020. Hákon notast við stóra álgrind sem hann hefur fest sæti við, stýrismótor, petala og margar aðrar græjur. „Þetta eru vissulega mjög dýrar græjur,“ segir Hákon. Hann ákvað að verja miklum peningum í búnaðinn vegna þess hve mikið hann stundaði hermikappakstur en ítrekar að nýliðar þurfi ekki að vera óttaslegnir. Til að byrja sé nóg að kaupa búnað sem hægt sé að setja á skrifborð og er ekki dýr. Það sé sérstaklega gott fyrir ungt fólk sem eigi ef til vill ekki mikið milli handanna. Hákon segist hafa æft sig stíft fyrir aðdraganda keppninnar í Frakklandi og hann hafi keyrt brautina sem keppt verður á á næstum því herjum degi í þ3já til fjóra mánuði. „Þetta er mikill undirbúningur og við erum að vinna stíft að því að fá stuðning frá fyrirtækjum á Íslandi,“ segir Hákon í samtali við Vísi. Hákon segist hafa fengið mikinn stuðning frá GT Akademíunni en nú á fimmtudaginn fer fram styrktarkeppni í hermikappakstri hjá fyrirtækinu þar sem markmiðið er að safna fyrir keppnisferðalagi Hákonar.
Rafíþróttir Akstursíþróttir Leikjavísir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti