Lífið

Frum­legt smá­at­riði á fast­eigna­ljós­mynd svín­virkaði

Snorri Másson skrifar

Fjallað var um smáatriði á fasteignaljósmynd sem tákn nýrra tíma í Íslandi í dag á miðvikudag. Í eldhúsinu í íbúð á Njálsgötu er heimilislegt skilti með áríðandi skilaboð til verðandi kaupenda: „Kaupið íbúðina.“

Segja má að sú örvænting sem drífi seljanda til að koma svona skilaboðum fyrir sé lýsandi fyrir þann viðsnúning sem orðið hefur á fasteignamarkaði að undanförnu. Þar hefur seljendamarkaður að mörgu leyti breyst í kaupendamarkað og um þetta er fjallað í innslaginu hér að ofan.

Upphaflega var það Margrét Erla Maack fjölmiðlakona sem vakti athygli á myndinni á Twitter-síðu sinni en þar var sjálfur seljandinn ekki lengi að bregðast við. Hann endurbirti færsluna og skrifaði: „Það er nokkuð ljóst að þetta touch mitt gerði gæfumuninn - Njálsgatan er seld.“ 

Smáatriði á fasteignaljósmynd hefur vakið athygli á netinu.Remax

Tengdar fréttir

Fjárfestar telja að Seðlabankanum takist að kæla hagkerfið

Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hefur komið hratt niður síðan peningastefnunefnd kom saman í ágúst, bæði í gegnum lækkun á óverðtryggðu kröfunni og hækkun á þeirri verðtryggðu. Það er lýsandi fyrir væntingar fjárfesta um að Seðlabankanum sé að takast að kæla hagkerfið með aðgerðum sínum. 

Íbúðaverð fer víða lækkandi og hér á landi hafa líkur á „leiðréttingu“ aukist

Íbúðaverð í mörgum löndum er farið að lækka nokkuð hratt að raunvirði, meðal annars á hinum Norðurlöndunum, samhliða kólnandi markaði og hækkandi fasteignalánavöxtum. Veruleg hækkun íbúðaverðs á Íslandi umfram ákvarðandi efnahagslega þætti á síðustu mánuðum bendir til „mikils ójafnvægis“ á fasteignamarkaði, að mati Seðlabankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.