4. umferð CS:GO lokið: Stórir sigrar og óvænt tap Snorri Rafn Hallsson skrifar 8. október 2022 13:00 Eftir 4. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO er Dusty eina liðið með fullt hús stiga. Leikir vikunnar Dusty 16 – 3 TEN5ION Það voru liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar sem mættust í fyrsta leik 4. umferðarinnar í Ljósleiðardeildinni í CS:GO. Leikurinn fór fram í Overpass og það var botnlið TEN5ION sem vann fyrstu tvær loturnar með Vikka og Hugo í fararbroddi. Dusty hélt hins vegar ró sinni og stillti sér upp aftarlega á kortinu til að slökkva í TEN5ION og vinna allar loturnar sem eftir voru í fyrri hálfleik. Staðan var því 13–2 þegar Dusty brá sér í sóknina og enn sem áður var StebbiC0C0 allt í öllu í leik þeirra. Ármann 16 – 1 Fylkir Það var allt annað Fylkislið sem mætti Ármanni í Nuke í vikunni en það lið sem stóð uppi í hárinu á Þórsurum í síðustu viku. LeFluff og félagar sóttu hratt í skammbyssulotunni og kræktu sér í sitt fyrsta og eina stig í leiknum. Það var líka allt annað að sjá Ármann sem hafði tapað stórt, 16–3, fyrir Dusty í leiknum á undan. Hungrið skein í gegn í liðinu og Ofvirkur fór á kostum á vappanum. Hann sótti margar opnanir, átti fjöldan allan af margföldum fellum og skapaði því næg tækifæri fyrir liðsfélaga sína sem þeir nýttu svo sannarlega. Vargur skellti í einn klassískan ás á rampinum í 14. lotu og kláraði leikinn með tvöfaldri fellu á sprengjusvæðinu í þeirri 17. LAVA 16 – 9 Breiðablik Nuke kortið er aftur komið sterkt inn í Ljósleiðaradeildina en á fimmtudagskvöldið tók LAVA á móti Breiðabliki. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi þar sem Lillehhh var í aðalhlutverki hjá Breiðabliki en fljótlega komst LAVA upp á lagið og vann liðið síðustu 8 lotur hálfleiksins. Sigurganga LAVA hélt áfram í síðari hálfleik þar sem Instant átti fjórfalda fellu til að koma LAVA í stöðuna 14–4. Sigurinn var þó ekki alveg í höfn strax þar sem Breiðablik veitti örlitla viðspyrnu, en undir lokin hófst það og TripleG innsiglaði sigurinn einn á móti tveimur andstæðingum í 25. lotu. NÚ 16 – 5 Þór Aftur var Nuke á dagskrá þegar NÚ og Þór mættust á fimmtudagskvöldið. Liðin skiptust á lotum í upphafi leiks en lið NÚ var einstaklega lagið í því að koma sprengjunni fyrir og verja hana aðgerðum Þórs. Þannig unnu Bl1ck, Ravle, CLVR og félagar fjölmargar lotur í röð og höfðu gott forskot inn í síðari hálfleikinn, 10–5. Í sókninni raðaði Ravle fellunum inn í fallegum fléttum undir stjórn Bjarna og vann NÚ allar 6 lotur síðari hálfleiksins. Þórasar komust aldrei almennilega á skrið og munaði þar mestu um að hinir hæfileikaríku Dabbehhh og Minidegreez áttu báðir afar slappan leik. Viðstöðu 19 – 17 SAGA Umferðinni lauk á æsispennandi og hnífjafnri viðureign Viðstöðu og SAGA í Ancient. Lið Viðstöðu hóf sóknina af krafti þar sem Mozar7, Xeny og Blazter voru í miklu stuði en eftir að Allee missti vappann í hendur ADHD sneri SAGA blaðinu við. DOM var einnig kominn á gott skrið og hafði SAGA því yfirhöndina eftir fyrri hálfleik. Lið Viðstöðu var þó öllu öflugri í vörninni og komu sér snemma í yfirburðastöðu. Hvorugu liðinu tókst þó að vinna leikinn í venjulegum leiktíma og því fór leikurinn í framlengingu. Þar hafði lið Viðstöðu loks yfirhöndina. Allee átti ótrúlega aftengingu í miðjum reykjarmekki eftir frábæra lotu frá SAGA. Blazter lagði grunninn að 17 stigi Viðstöðu með þrefaldri fellu og vann liðið allar lotur sínar í vörn. SAGA krækti þó í tvær lotur til viðbótar áður en Allee innsiglaði sigurinn fyrir Viðstöðu. Hér má sjá brot úr leiknum: Staðan Eins og fyrr segir er Dusty nú eina liðið með fullt hús stiga og sitja þeir því öruggir í efsta sæti deildarinnar. Þar á eftir raða sér Nú, Ármann sem stukku bæði upp um tvö sæti og svo Þór sem féll úr því öðru niður í það fjórða vegna markatölu. SAGA og LAVA eru nú jöfn að stigum í fimmta og sjötta sæti. Lið Viðstöðu jafnaði Fylki og Breiðablik að stigum en enn er TEN5ION stigalaust á botninum. Næstu leikir 5. umferð Ljósleiðaradeildarinnar fer fram dagana 11. og 13. október: LAVA – SAGA, þriðjudaginn 11/10, klukkan 19:30. TEN5ION – Breiðablik, þriðjudaginn 11/10, klukkan 20:30. Þór – Viðstöðu, fimmtudaginn 13/10, klukkan 19:30. Fylkir – Dusty, fimmtudaginn 13/10, klukkan 20:30. NÚ – Ármann, fimmtudaginn 13/10, klukkan 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Breiðablik Ármann Dusty Þór Akureyri Tengdar fréttir Tilþrifin: Blóðug barátta í framlengdum leik í Ancient Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það blóðug barátta á Ancient kortinu í framlengdum leik SAGA og Viðstöðu sem á sviðsljósið. 7. október 2022 10:46 Bjarni: Fannst CS:GO vera verri útgáfa af Call of Duty Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 5. október 2022 06:04 Blazter kom Viðstöðu loks á blað Það var til mikils að vinna fyrir bæði lið þegar lið Viðstöðu og SAGA mættust í hnífjöfnum leik í Ancient. 7. október 2022 16:30 Ravle og félagar í NÚ rúlluðu Þór upp í Nuke Þórsarar þurftu á sigri að halda til að jafna Dusty að stigum á toppnum en með sigri gat NÚ smokrað sér upp við hlið Þórs. 7. október 2022 15:00 Ravle og félagar í NÚ rúlluðu Þór upp í Nuke Þórsarar þurftu á sigri að halda til að jafna Dusty að stigum á toppnum en með sigri gat NÚ smokrað sér upp við hlið Þórs. 7. október 2022 15:00 Instant leiddi LAVA til sigurs Breiðablik og LAVA sem voru í 7. og 8. sæti deildarinnar tókust á í gærkvöldi. LAVA hafði mikla yfirburði. 7. október 2022 14:01 Ofvirkur ofurefli við að etja í stærsta sigrinum til þessa Það voru liðin í fimmta og sjötta sæti sem mættust í síðari leik gærkvöldsins en með sigri gat Fylkir jafnað Ármann að stigum. 5. október 2022 16:00 StebbiC0C0 kominn af krafti aftur inn í Dusty Dusty sýndi gríðarlega yfirburði þegar liðið mætti TEN5ION í Overpass í fyrsta leik 4. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. 5. október 2022 14:01 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikir vikunnar Dusty 16 – 3 TEN5ION Það voru liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar sem mættust í fyrsta leik 4. umferðarinnar í Ljósleiðardeildinni í CS:GO. Leikurinn fór fram í Overpass og það var botnlið TEN5ION sem vann fyrstu tvær loturnar með Vikka og Hugo í fararbroddi. Dusty hélt hins vegar ró sinni og stillti sér upp aftarlega á kortinu til að slökkva í TEN5ION og vinna allar loturnar sem eftir voru í fyrri hálfleik. Staðan var því 13–2 þegar Dusty brá sér í sóknina og enn sem áður var StebbiC0C0 allt í öllu í leik þeirra. Ármann 16 – 1 Fylkir Það var allt annað Fylkislið sem mætti Ármanni í Nuke í vikunni en það lið sem stóð uppi í hárinu á Þórsurum í síðustu viku. LeFluff og félagar sóttu hratt í skammbyssulotunni og kræktu sér í sitt fyrsta og eina stig í leiknum. Það var líka allt annað að sjá Ármann sem hafði tapað stórt, 16–3, fyrir Dusty í leiknum á undan. Hungrið skein í gegn í liðinu og Ofvirkur fór á kostum á vappanum. Hann sótti margar opnanir, átti fjöldan allan af margföldum fellum og skapaði því næg tækifæri fyrir liðsfélaga sína sem þeir nýttu svo sannarlega. Vargur skellti í einn klassískan ás á rampinum í 14. lotu og kláraði leikinn með tvöfaldri fellu á sprengjusvæðinu í þeirri 17. LAVA 16 – 9 Breiðablik Nuke kortið er aftur komið sterkt inn í Ljósleiðaradeildina en á fimmtudagskvöldið tók LAVA á móti Breiðabliki. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi þar sem Lillehhh var í aðalhlutverki hjá Breiðabliki en fljótlega komst LAVA upp á lagið og vann liðið síðustu 8 lotur hálfleiksins. Sigurganga LAVA hélt áfram í síðari hálfleik þar sem Instant átti fjórfalda fellu til að koma LAVA í stöðuna 14–4. Sigurinn var þó ekki alveg í höfn strax þar sem Breiðablik veitti örlitla viðspyrnu, en undir lokin hófst það og TripleG innsiglaði sigurinn einn á móti tveimur andstæðingum í 25. lotu. NÚ 16 – 5 Þór Aftur var Nuke á dagskrá þegar NÚ og Þór mættust á fimmtudagskvöldið. Liðin skiptust á lotum í upphafi leiks en lið NÚ var einstaklega lagið í því að koma sprengjunni fyrir og verja hana aðgerðum Þórs. Þannig unnu Bl1ck, Ravle, CLVR og félagar fjölmargar lotur í röð og höfðu gott forskot inn í síðari hálfleikinn, 10–5. Í sókninni raðaði Ravle fellunum inn í fallegum fléttum undir stjórn Bjarna og vann NÚ allar 6 lotur síðari hálfleiksins. Þórasar komust aldrei almennilega á skrið og munaði þar mestu um að hinir hæfileikaríku Dabbehhh og Minidegreez áttu báðir afar slappan leik. Viðstöðu 19 – 17 SAGA Umferðinni lauk á æsispennandi og hnífjafnri viðureign Viðstöðu og SAGA í Ancient. Lið Viðstöðu hóf sóknina af krafti þar sem Mozar7, Xeny og Blazter voru í miklu stuði en eftir að Allee missti vappann í hendur ADHD sneri SAGA blaðinu við. DOM var einnig kominn á gott skrið og hafði SAGA því yfirhöndina eftir fyrri hálfleik. Lið Viðstöðu var þó öllu öflugri í vörninni og komu sér snemma í yfirburðastöðu. Hvorugu liðinu tókst þó að vinna leikinn í venjulegum leiktíma og því fór leikurinn í framlengingu. Þar hafði lið Viðstöðu loks yfirhöndina. Allee átti ótrúlega aftengingu í miðjum reykjarmekki eftir frábæra lotu frá SAGA. Blazter lagði grunninn að 17 stigi Viðstöðu með þrefaldri fellu og vann liðið allar lotur sínar í vörn. SAGA krækti þó í tvær lotur til viðbótar áður en Allee innsiglaði sigurinn fyrir Viðstöðu. Hér má sjá brot úr leiknum: Staðan Eins og fyrr segir er Dusty nú eina liðið með fullt hús stiga og sitja þeir því öruggir í efsta sæti deildarinnar. Þar á eftir raða sér Nú, Ármann sem stukku bæði upp um tvö sæti og svo Þór sem féll úr því öðru niður í það fjórða vegna markatölu. SAGA og LAVA eru nú jöfn að stigum í fimmta og sjötta sæti. Lið Viðstöðu jafnaði Fylki og Breiðablik að stigum en enn er TEN5ION stigalaust á botninum. Næstu leikir 5. umferð Ljósleiðaradeildarinnar fer fram dagana 11. og 13. október: LAVA – SAGA, þriðjudaginn 11/10, klukkan 19:30. TEN5ION – Breiðablik, þriðjudaginn 11/10, klukkan 20:30. Þór – Viðstöðu, fimmtudaginn 13/10, klukkan 19:30. Fylkir – Dusty, fimmtudaginn 13/10, klukkan 20:30. NÚ – Ármann, fimmtudaginn 13/10, klukkan 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Breiðablik Ármann Dusty Þór Akureyri Tengdar fréttir Tilþrifin: Blóðug barátta í framlengdum leik í Ancient Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það blóðug barátta á Ancient kortinu í framlengdum leik SAGA og Viðstöðu sem á sviðsljósið. 7. október 2022 10:46 Bjarni: Fannst CS:GO vera verri útgáfa af Call of Duty Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 5. október 2022 06:04 Blazter kom Viðstöðu loks á blað Það var til mikils að vinna fyrir bæði lið þegar lið Viðstöðu og SAGA mættust í hnífjöfnum leik í Ancient. 7. október 2022 16:30 Ravle og félagar í NÚ rúlluðu Þór upp í Nuke Þórsarar þurftu á sigri að halda til að jafna Dusty að stigum á toppnum en með sigri gat NÚ smokrað sér upp við hlið Þórs. 7. október 2022 15:00 Ravle og félagar í NÚ rúlluðu Þór upp í Nuke Þórsarar þurftu á sigri að halda til að jafna Dusty að stigum á toppnum en með sigri gat NÚ smokrað sér upp við hlið Þórs. 7. október 2022 15:00 Instant leiddi LAVA til sigurs Breiðablik og LAVA sem voru í 7. og 8. sæti deildarinnar tókust á í gærkvöldi. LAVA hafði mikla yfirburði. 7. október 2022 14:01 Ofvirkur ofurefli við að etja í stærsta sigrinum til þessa Það voru liðin í fimmta og sjötta sæti sem mættust í síðari leik gærkvöldsins en með sigri gat Fylkir jafnað Ármann að stigum. 5. október 2022 16:00 StebbiC0C0 kominn af krafti aftur inn í Dusty Dusty sýndi gríðarlega yfirburði þegar liðið mætti TEN5ION í Overpass í fyrsta leik 4. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. 5. október 2022 14:01 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Tilþrifin: Blóðug barátta í framlengdum leik í Ancient Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það blóðug barátta á Ancient kortinu í framlengdum leik SAGA og Viðstöðu sem á sviðsljósið. 7. október 2022 10:46
Bjarni: Fannst CS:GO vera verri útgáfa af Call of Duty Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 5. október 2022 06:04
Blazter kom Viðstöðu loks á blað Það var til mikils að vinna fyrir bæði lið þegar lið Viðstöðu og SAGA mættust í hnífjöfnum leik í Ancient. 7. október 2022 16:30
Ravle og félagar í NÚ rúlluðu Þór upp í Nuke Þórsarar þurftu á sigri að halda til að jafna Dusty að stigum á toppnum en með sigri gat NÚ smokrað sér upp við hlið Þórs. 7. október 2022 15:00
Ravle og félagar í NÚ rúlluðu Þór upp í Nuke Þórsarar þurftu á sigri að halda til að jafna Dusty að stigum á toppnum en með sigri gat NÚ smokrað sér upp við hlið Þórs. 7. október 2022 15:00
Instant leiddi LAVA til sigurs Breiðablik og LAVA sem voru í 7. og 8. sæti deildarinnar tókust á í gærkvöldi. LAVA hafði mikla yfirburði. 7. október 2022 14:01
Ofvirkur ofurefli við að etja í stærsta sigrinum til þessa Það voru liðin í fimmta og sjötta sæti sem mættust í síðari leik gærkvöldsins en með sigri gat Fylkir jafnað Ármann að stigum. 5. október 2022 16:00
StebbiC0C0 kominn af krafti aftur inn í Dusty Dusty sýndi gríðarlega yfirburði þegar liðið mætti TEN5ION í Overpass í fyrsta leik 4. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. 5. október 2022 14:01