Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. október 2022 08:25 Gífurleg snjókoma hefur verið á Norðulandi í dag og rafmagnstruflanir gert vart við sig víða fyrir norðan. vísir/tryggvi páll Aftakaveður er á Norður- og Austurlandi og búast má við vondu veðri á öllu landinu í dag. Gríðarmikilli úrkomu er spáð og talin aukin hætta á snjóflóðum- og skriðuföllum vegna hennar á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Rafmagnstruflanir hafa gert vart við sig á Norðurlandi þar sem rignt hefur líkt og hellt sé úr fötu frá því um klukkan fjögur í nótt. Rauðar viðvaranir tóku gildi á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi um hádegisbil í dag en appelsínugular viðvarnir verða í gildi á Norðvesturlandi, Miðhálendinu, Austfjörðum og Suðausturlandi. Á Suðvesturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og höfuðborgarsvæðinu eru í gildi gular viðvaranir. Varað hefur verið við því að ekkert ferðaveður sé í dag og fólk verið beðið að setja dýr sín í hús. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði sérstaklega við því í gær að fólk færi á ferðalög í dag og skrifaði á Facebook að það væri raunar glórulaust að ferðast í dag. „Nú er veðurspáin afleit svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Í nótt og sérstaklega í fyrramálið versnar veður hratt og hvergi á landinu verður ferðaveður og sérstaklega slæmt hér norðanlands. Í raun alveg glórulaust fram á annað kvöld/aðra nótt. Við viljum biðla til ykkar að leggja alls ekki í ferðir, hlusta og horfa á veðurspá og vera bara heima,“ segir í færslu lögreglunnar. Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með veðrinu í vaktinni í dag. Hafi lesendur ábendingar má senda þær á netfangið ritstjorn@visir.is.
Rafmagnstruflanir hafa gert vart við sig á Norðurlandi þar sem rignt hefur líkt og hellt sé úr fötu frá því um klukkan fjögur í nótt. Rauðar viðvaranir tóku gildi á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi um hádegisbil í dag en appelsínugular viðvarnir verða í gildi á Norðvesturlandi, Miðhálendinu, Austfjörðum og Suðausturlandi. Á Suðvesturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og höfuðborgarsvæðinu eru í gildi gular viðvaranir. Varað hefur verið við því að ekkert ferðaveður sé í dag og fólk verið beðið að setja dýr sín í hús. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði sérstaklega við því í gær að fólk færi á ferðalög í dag og skrifaði á Facebook að það væri raunar glórulaust að ferðast í dag. „Nú er veðurspáin afleit svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Í nótt og sérstaklega í fyrramálið versnar veður hratt og hvergi á landinu verður ferðaveður og sérstaklega slæmt hér norðanlands. Í raun alveg glórulaust fram á annað kvöld/aðra nótt. Við viljum biðla til ykkar að leggja alls ekki í ferðir, hlusta og horfa á veðurspá og vera bara heima,“ segir í færslu lögreglunnar. Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með veðrinu í vaktinni í dag. Hafi lesendur ábendingar má senda þær á netfangið ritstjorn@visir.is.
Veður Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Sjá meira