Guðmundur um spár um verðlaunasæti hjá Íslandi: Gott að þeir hafi trú á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 09:01 Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska landsliðinu á Ásvöllum í kvöld. Getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur í kvöld undankeppni EM í Þýskalandi þegar Ísraelsmenn koma í heimsókn á Ásvelli. Strákarnir okkar mæta Ísrael og Eistlandi í þessum glugga. Gaupi hitti Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara og ræddi við hann um þessa fyrstu leiki undankeppninnar. Guðjón Guðmundsson spurði landsliðsþjálfarann fyrst hvort að þetta væru ekki svokallaðir skyldusigrar en flestir búast við því að Ísland og Tékkland verði liðin tvö sem tryggja sig áfram upp úr þessum riðli. Öll lið í heiminum að spila sömu kerfi „Já, já, það er hægt að orða það þannig. Það er bara orðið þannig í þessum bransa að það þarf að hafa fyrir öllu. Þannig hafa íþróttir almennt séð þróast. Það er alltaf meiri og meiri þekking á hlutunum og það eru meira eða minna öll lið í heiminum að spila svipuð kerfi. Það var kannski ekki alltaf áður því þá höfðu sum lið forskot á ákveðnum sviðum. Það er ekki reyndin núna og þess vegna þarf bara að taka þetta alvarlega og af fagmennsku,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Klippa: Guðmundur um leikina við Ísrael og Eistland Guðmundur er búinn að setja saman nokkuð fastmótað lið. „Ég held það. Við erum með ofboðslega stuttan tíma til að undirbúa okkur og það er það sem vakir fyrir manni núna, að stilla strengina fyrr þennan leik á miðvikudaginn [Í kvöld] fyrst. Til þess hef ég æfingu í dag og æfingu á morgun,“ sagði Guðmundur í viðtalinu sem var tekið á mánudaginn. Ómar Ingi Magnússon stóð í ströngu á síðasta Evrópumóti en stóð sig frábærlega.EPA-EFE/Tamas Kovacs Fjarvera Ómars Inga veikir liðið Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins og besti leikmaður liðsins á EM, getur ekki spilað þessa leiki sem veikir íslenska liðið. „Já auðvitað veikir það liðið. Hann er búinn að vera algjör lykilmaður í þessu liði okkar, spilaði stórkostlega allt EM og hefur verið að spila frábærlega með sínu félagsliði. Það verða aðrir bara að stíga upp og taka við keflinu frá honum,“ sagði Guðmundur Íslenska landsliðið spilaði stórkostlega á síðasta Evrópumóti og það eru viðmiðin sem menn hafa í dag varðandi framhaldið. Guðmundur Guðmunddsson á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Getty/Sanjin Strukic Búnir að byggja þetta upp í mörg ár „Er það ekki bara fínt. Við stóðum okkur mjög vel og höfum trú á því sem við erum að gera. Við erum búnir að byggja þetta upp í mörg ár. Það er alltaf þannig að svo kemur liðið saman aftur og þá þarf að stilla saman strengina. Þetta gerist ekki sjálfkrafa og vonandi tekst okkur það í aðdragandanum að þessum leikjum. Það vakir bara þjálfaranum að koma þessu heima og saman á þessum stutta tíma,“ sagði Guðmundur. Handboltasérfræðingar í Evrópu segja að nú sé verðlaunasæti innan seilingar hjá íslenska landsliðinu á næstu stórmótum. „Þetta er gildishlaðið en menn hafa trú á þínu liði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Það er gott að þeir hafi trú á liðinu. Við höfum það líka en hvort það verður verðlaunasæti á næsta móti eða einhvern tímann síðar, það veit ég hins vegar ekki en aðalatriði núna er að einbeita sér að þessum leikjum sem eru fram undan en fara svo að hugsa um HM eftir það,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér fyrir ofan. Það er uppselt á leikinn við Ísrael í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með honum hér inn á Vísi. Guðmundur náði frábærum árangri þrátt fyrir mikið mótlæti á EM fyrr á þessu ári.Getty/Strukic/Pixsell Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Guðjón Guðmundsson spurði landsliðsþjálfarann fyrst hvort að þetta væru ekki svokallaðir skyldusigrar en flestir búast við því að Ísland og Tékkland verði liðin tvö sem tryggja sig áfram upp úr þessum riðli. Öll lið í heiminum að spila sömu kerfi „Já, já, það er hægt að orða það þannig. Það er bara orðið þannig í þessum bransa að það þarf að hafa fyrir öllu. Þannig hafa íþróttir almennt séð þróast. Það er alltaf meiri og meiri þekking á hlutunum og það eru meira eða minna öll lið í heiminum að spila svipuð kerfi. Það var kannski ekki alltaf áður því þá höfðu sum lið forskot á ákveðnum sviðum. Það er ekki reyndin núna og þess vegna þarf bara að taka þetta alvarlega og af fagmennsku,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Klippa: Guðmundur um leikina við Ísrael og Eistland Guðmundur er búinn að setja saman nokkuð fastmótað lið. „Ég held það. Við erum með ofboðslega stuttan tíma til að undirbúa okkur og það er það sem vakir fyrir manni núna, að stilla strengina fyrr þennan leik á miðvikudaginn [Í kvöld] fyrst. Til þess hef ég æfingu í dag og æfingu á morgun,“ sagði Guðmundur í viðtalinu sem var tekið á mánudaginn. Ómar Ingi Magnússon stóð í ströngu á síðasta Evrópumóti en stóð sig frábærlega.EPA-EFE/Tamas Kovacs Fjarvera Ómars Inga veikir liðið Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins og besti leikmaður liðsins á EM, getur ekki spilað þessa leiki sem veikir íslenska liðið. „Já auðvitað veikir það liðið. Hann er búinn að vera algjör lykilmaður í þessu liði okkar, spilaði stórkostlega allt EM og hefur verið að spila frábærlega með sínu félagsliði. Það verða aðrir bara að stíga upp og taka við keflinu frá honum,“ sagði Guðmundur Íslenska landsliðið spilaði stórkostlega á síðasta Evrópumóti og það eru viðmiðin sem menn hafa í dag varðandi framhaldið. Guðmundur Guðmunddsson á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Getty/Sanjin Strukic Búnir að byggja þetta upp í mörg ár „Er það ekki bara fínt. Við stóðum okkur mjög vel og höfum trú á því sem við erum að gera. Við erum búnir að byggja þetta upp í mörg ár. Það er alltaf þannig að svo kemur liðið saman aftur og þá þarf að stilla saman strengina. Þetta gerist ekki sjálfkrafa og vonandi tekst okkur það í aðdragandanum að þessum leikjum. Það vakir bara þjálfaranum að koma þessu heima og saman á þessum stutta tíma,“ sagði Guðmundur. Handboltasérfræðingar í Evrópu segja að nú sé verðlaunasæti innan seilingar hjá íslenska landsliðinu á næstu stórmótum. „Þetta er gildishlaðið en menn hafa trú á þínu liði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Það er gott að þeir hafi trú á liðinu. Við höfum það líka en hvort það verður verðlaunasæti á næsta móti eða einhvern tímann síðar, það veit ég hins vegar ekki en aðalatriði núna er að einbeita sér að þessum leikjum sem eru fram undan en fara svo að hugsa um HM eftir það,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér fyrir ofan. Það er uppselt á leikinn við Ísrael í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með honum hér inn á Vísi. Guðmundur náði frábærum árangri þrátt fyrir mikið mótlæti á EM fyrr á þessu ári.Getty/Strukic/Pixsell
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira