Bjarki Már: Okkur fannst líka gaman í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 11:01 Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon eftir sigur á EM í janúar HSÍ Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur fært sig um set og spilar nú með stórliði Telekom Veszprém í Ungverjalandi en þessi öflugi hornamaður hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Guðjón Guðmundsson hitti Bjarka Má á æfingu fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024 sem eru á móti Ísrael á Ásvöllum í kvöld og úti í Eistlandi um helgina. Erum að stefna eitthvað sem lið „Við viljum vinna báða þessa leiki. Mér finnst við vera með betri lið en bæði þessi lið en ég hef sagt það áður að við erum að stefna eitthvað sem lið og þá þurfum við að fara búa til einhverja vél. Búa til automatisma þannig að við komum í alla leiki til að vinna. Við ætlum okkur klárlega að vinna báða þessa leiki,“ sagði Bjarki Már Elísson. Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém.EPA/Tamas Kovacs Íslenska liðið gerði mjög vel á síðasta stórmóti og það er viðmiðið sem fólkið hér heima hefur í dag. Okkur langar að ná langt „Það var gaman í janúar. Okkur fannst líka gaman. Við gerum sömu væntingar og okkur langar að ná langt. Við teljum okkur vera með nógu gott lið til að fara langt í þessu móti en það þarf mikið að smella. Við erum bara spenntir,“ sagði Bjarki. Bjarki er búinn að skipta um umhverfi, farinn úr þýsku deildinni í þá ungversku. Þar spilar hann nú með einu besta félagsliði í heimi. Hvernig líður landsliðsmanninum í Ungverjalandi? „Bara vel. Við fjölskyldan erum bara að koma okkur fyrir þarna. Þetta er risaklúbbur og maður finnur það strax. Umhverfið er þannig og það er mikil pressa. Innan liðsins er góður andi og ég fíla mig vel hjá klúbbnum. Það er allt jákvætt,“ sagði Bjarki. Bjarki Már Elísson eftir tapið á móti Noregi í leiknum um fimmta sætið á EM.Getty/Nikola Krstic Það er mikil samkeppni fyrir Bjarka um spilamínútur hjá svo sterku liði. Æfir með heimsklassa mönnum á hverjum degi „Það er það og viðbrigðin fyrir mig að fara til Ungverjalands frá Þýskalandi er að þarna spila ég bara í þrjátíu mínútur í stóru leikjunum á móti öðrum hornamanni. Það er gert í öllum stöðum. Þá minnkar spilatíminn. Samkeppnin er klárlega meiri og meiri gæði innan liðsins,“ sagði Bjarki. Bjarki ætti því að geta bætt sig enn frekar í þessu umhverfi. „Já það er klárt mál. Að vera að æfa á hverjum einasta degi með heimsklassa leikmönnum í hverri einustu stöðu. Ég finn það strax. Tveir heimsklassa markmenn. Í svona umhverfi þá tel ég mig klárlega geta bætt mig,“ sagði Bjarki. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bjarki Már um leikina við Ísrael og Eistland EM 2024 í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Bjarka Má á æfingu fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024 sem eru á móti Ísrael á Ásvöllum í kvöld og úti í Eistlandi um helgina. Erum að stefna eitthvað sem lið „Við viljum vinna báða þessa leiki. Mér finnst við vera með betri lið en bæði þessi lið en ég hef sagt það áður að við erum að stefna eitthvað sem lið og þá þurfum við að fara búa til einhverja vél. Búa til automatisma þannig að við komum í alla leiki til að vinna. Við ætlum okkur klárlega að vinna báða þessa leiki,“ sagði Bjarki Már Elísson. Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém.EPA/Tamas Kovacs Íslenska liðið gerði mjög vel á síðasta stórmóti og það er viðmiðið sem fólkið hér heima hefur í dag. Okkur langar að ná langt „Það var gaman í janúar. Okkur fannst líka gaman. Við gerum sömu væntingar og okkur langar að ná langt. Við teljum okkur vera með nógu gott lið til að fara langt í þessu móti en það þarf mikið að smella. Við erum bara spenntir,“ sagði Bjarki. Bjarki er búinn að skipta um umhverfi, farinn úr þýsku deildinni í þá ungversku. Þar spilar hann nú með einu besta félagsliði í heimi. Hvernig líður landsliðsmanninum í Ungverjalandi? „Bara vel. Við fjölskyldan erum bara að koma okkur fyrir þarna. Þetta er risaklúbbur og maður finnur það strax. Umhverfið er þannig og það er mikil pressa. Innan liðsins er góður andi og ég fíla mig vel hjá klúbbnum. Það er allt jákvætt,“ sagði Bjarki. Bjarki Már Elísson eftir tapið á móti Noregi í leiknum um fimmta sætið á EM.Getty/Nikola Krstic Það er mikil samkeppni fyrir Bjarka um spilamínútur hjá svo sterku liði. Æfir með heimsklassa mönnum á hverjum degi „Það er það og viðbrigðin fyrir mig að fara til Ungverjalands frá Þýskalandi er að þarna spila ég bara í þrjátíu mínútur í stóru leikjunum á móti öðrum hornamanni. Það er gert í öllum stöðum. Þá minnkar spilatíminn. Samkeppnin er klárlega meiri og meiri gæði innan liðsins,“ sagði Bjarki. Bjarki ætti því að geta bætt sig enn frekar í þessu umhverfi. „Já það er klárt mál. Að vera að æfa á hverjum einasta degi með heimsklassa leikmönnum í hverri einustu stöðu. Ég finn það strax. Tveir heimsklassa markmenn. Í svona umhverfi þá tel ég mig klárlega geta bætt mig,“ sagði Bjarki. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bjarki Már um leikina við Ísrael og Eistland
EM 2024 í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira