Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 15:11 Kynsegin fólk getur unnið til verðlauna í sínum flokki í næsta Reykjavíkurmaraþoni. Þessi bleiki einhyrningur hljóp fyrir Einstök börn í Reykjavíkurmaraþoninu 2018. Vísir/Vilhelm Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn. „Við erum spennt að bjóða öll velkomin í viðburði okkar óháð kyni, kynvitund og kyneinkennum. Við tökum vel á móti öllum í komandi hlaupaviðburðum ÍBR,“ segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir hlaupastjóri. Norðurljósahlaup Orkusölunnar, einnig á vegum ÍBR, er upplifunarhlaup og ekki beðið um kyn við skráningu. Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR. Hingað til hefur verið keppt í karla- og kvennaflokki. Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupinu og Miðnæturhlaup Suzuki hefst í byrjun nóvember. Vinna með Trans Ísland og Samtökunum 78 Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum og endað í Húsadal í Þórsmörk. Opnað verður fyrir skráningar í Laugavegshlaupið byrjun nóvember og þarf íþróttafólk að hafa lágmark 370 ITRA stig til að geta skráð sig. „Því miður býður ITRA eins og er aðeins upp á karlkyns og kvenkyns skráningar. Vegna þessa er kynsegin þátttakendur jafnvel ekki með ITRA stig og við hvetjum þau því til að hafa samband,“ segir í tilkynningu frá ÍBR. ÍBR tekur sín fyrstu skref til að búa til viðmið fyrir kynsegin þátttakendur í sínum viðburðum. Bandalagið hefur unnið með Trans Ísland og Samtökunum 78 til að gera viðburðina vænni fyrir öll. „Það gleður okkur mikið að geta loksins sett þetta í loftið og við hlökkum til að læra og gera enn betur í komandi verkefnum. Við viljum að öll geta komið, tekið þátt og upplifi sig velkomið í viðburðunum okkar,“ segir Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og mannréttindamála. ÍBR er regnbogavottaður vinnustaður sem vinnur eftir aðgerðaráætlun hinsegin málefna. Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Hlaup Laugavegshlaupið Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
„Við erum spennt að bjóða öll velkomin í viðburði okkar óháð kyni, kynvitund og kyneinkennum. Við tökum vel á móti öllum í komandi hlaupaviðburðum ÍBR,“ segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir hlaupastjóri. Norðurljósahlaup Orkusölunnar, einnig á vegum ÍBR, er upplifunarhlaup og ekki beðið um kyn við skráningu. Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR. Hingað til hefur verið keppt í karla- og kvennaflokki. Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupinu og Miðnæturhlaup Suzuki hefst í byrjun nóvember. Vinna með Trans Ísland og Samtökunum 78 Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum og endað í Húsadal í Þórsmörk. Opnað verður fyrir skráningar í Laugavegshlaupið byrjun nóvember og þarf íþróttafólk að hafa lágmark 370 ITRA stig til að geta skráð sig. „Því miður býður ITRA eins og er aðeins upp á karlkyns og kvenkyns skráningar. Vegna þessa er kynsegin þátttakendur jafnvel ekki með ITRA stig og við hvetjum þau því til að hafa samband,“ segir í tilkynningu frá ÍBR. ÍBR tekur sín fyrstu skref til að búa til viðmið fyrir kynsegin þátttakendur í sínum viðburðum. Bandalagið hefur unnið með Trans Ísland og Samtökunum 78 til að gera viðburðina vænni fyrir öll. „Það gleður okkur mikið að geta loksins sett þetta í loftið og við hlökkum til að læra og gera enn betur í komandi verkefnum. Við viljum að öll geta komið, tekið þátt og upplifi sig velkomið í viðburðunum okkar,“ segir Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og mannréttindamála. ÍBR er regnbogavottaður vinnustaður sem vinnur eftir aðgerðaráætlun hinsegin málefna.
Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Hlaup Laugavegshlaupið Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira