Stefán segir upp hjá Storytel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 16:10 Stefán Hjörleifsson í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Stefán Hjörleifsson hefur sagt upp starfi sínu sem landsstjóri Storytel á Íslandi eftir fimm ára starf. Næstu skref eru óráðin fyrir utan að lækka forgjöfina í golfi á suðrænum slóðum. Stefán, sem margir þekkja sem gítarleikarann í Nýdönsk, greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. „Í þessari viku eru liðin fimm ár síðan ég tók við embætti Landsstjóra Storytel á Íslandi. Fimm gefandi, spennandi, krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg ár þar sem sköpunarkrafturinn hefur fengið að njóta sín. Ég er afar þakklátur og stoltur af því að hafa verið þátttakandi í brautryðjendastarfi Storytel í þeirri vegferð að gera sögur aðgengilegar enn fleira fólki en áður hefur þekkst. Hér heima og heiman,“ segir Stefán. „Þau ykkar sem þekkið mig vitið líklega að ég nærist á því að skapa, umbreyta, byggja upp og koma þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur fyrir vind. Lífið býður upp á endalaus tækifæri og í sérhverju verkefni lærir maður eitthvað nýtt og kynnist nýju fólki.“ Í sumar og það sem af er hausti hafi honum gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg og íhuga næstu skref. „Starf mitt krefst fullrar athygli og ég hef spurt mig hvort ég hafi enn þann eldmóð og hvata til að halda áfram á þessari spennandi vegferð eða hefur hugur minn hugsanlega leitað í átt að nýjum áskorunum?“ segir Stefán. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að nú er rétti tíminn til að leita á ný mið meðan ég hef þrótt til áframhaldandi sköpunar og tel að ég geti látið gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Ég hef þegar tilkynnt stjórn Storytel um ákvörðun mína, vitanlega í mestu vinsemd. Ég er óendanlega þakklátur yndislegu, hæfileikaríku og drífandi starfsfólki Storytel á Íslandi sem hefur staðið mér við hlið og alls þess stuðnings og allrar þeirrar hvatningar sem ég hef fengið frá Storytel fjölskyldunni um víða veröld.“ Allir hans villtustu draumar hafi ræst, þar með talið að eiga þátt í eflingu bókageirans á Íslandi. Nú sé tímabært að ný manneskja taki við keflinu. „Og hvað er þá næst? Hver veit? Akkúrat núna tekur við langþráð verkefni – að reyna loks að lækka forgjöfina á suðrænum slóðum og hlaða batteríin. Þekkjandi mína eirðarlausu frumkvöðlasál, hef ég ákveðið að slaka aðeins á, gefa upphafi nýrra ævintýra góðan tíma, taka mér gott frí og njóta næstu mánaða með fjölskyldu og vinum, og þá mest með Rósu minni sem hefur staðið með mér eins og klettur í gegnum allt mitt brölt.“ Nú taki við nýr kafli en lífið sé núna. „Life is what happens when you´re busy making other plans,“ hefur Stefán eftir John Lennon. Vistaskipti Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Stefán, sem margir þekkja sem gítarleikarann í Nýdönsk, greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. „Í þessari viku eru liðin fimm ár síðan ég tók við embætti Landsstjóra Storytel á Íslandi. Fimm gefandi, spennandi, krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg ár þar sem sköpunarkrafturinn hefur fengið að njóta sín. Ég er afar þakklátur og stoltur af því að hafa verið þátttakandi í brautryðjendastarfi Storytel í þeirri vegferð að gera sögur aðgengilegar enn fleira fólki en áður hefur þekkst. Hér heima og heiman,“ segir Stefán. „Þau ykkar sem þekkið mig vitið líklega að ég nærist á því að skapa, umbreyta, byggja upp og koma þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur fyrir vind. Lífið býður upp á endalaus tækifæri og í sérhverju verkefni lærir maður eitthvað nýtt og kynnist nýju fólki.“ Í sumar og það sem af er hausti hafi honum gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg og íhuga næstu skref. „Starf mitt krefst fullrar athygli og ég hef spurt mig hvort ég hafi enn þann eldmóð og hvata til að halda áfram á þessari spennandi vegferð eða hefur hugur minn hugsanlega leitað í átt að nýjum áskorunum?“ segir Stefán. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að nú er rétti tíminn til að leita á ný mið meðan ég hef þrótt til áframhaldandi sköpunar og tel að ég geti látið gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Ég hef þegar tilkynnt stjórn Storytel um ákvörðun mína, vitanlega í mestu vinsemd. Ég er óendanlega þakklátur yndislegu, hæfileikaríku og drífandi starfsfólki Storytel á Íslandi sem hefur staðið mér við hlið og alls þess stuðnings og allrar þeirrar hvatningar sem ég hef fengið frá Storytel fjölskyldunni um víða veröld.“ Allir hans villtustu draumar hafi ræst, þar með talið að eiga þátt í eflingu bókageirans á Íslandi. Nú sé tímabært að ný manneskja taki við keflinu. „Og hvað er þá næst? Hver veit? Akkúrat núna tekur við langþráð verkefni – að reyna loks að lækka forgjöfina á suðrænum slóðum og hlaða batteríin. Þekkjandi mína eirðarlausu frumkvöðlasál, hef ég ákveðið að slaka aðeins á, gefa upphafi nýrra ævintýra góðan tíma, taka mér gott frí og njóta næstu mánaða með fjölskyldu og vinum, og þá mest með Rósu minni sem hefur staðið með mér eins og klettur í gegnum allt mitt brölt.“ Nú taki við nýr kafli en lífið sé núna. „Life is what happens when you´re busy making other plans,“ hefur Stefán eftir John Lennon.
Vistaskipti Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira