Afmælið þróaðist í uppboð fyrir Kvennaathvarfið: „Lítið fræ sem varð að fallegu blómi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. október 2022 10:01 Hulda Ragnheiður Árnadóttir hélt upp á afmælið sitt með óvenjulegum hætti fyrir tveimur árum. Hugmyndin stækkaði og er nú orðin að listaverkauppboði. Stöð 2/Steingrímur Dúi Másson Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands hélt sextán sinnum upp á fimmtugs afmælið sitt. Hugmyndin vatt upp á sig og er nú orðin að stóru listaverkauppboði til styrktar Kvennaathvarfinu. Hulda sagði frá hugmyndinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það byrjaði nú eiginlega bara þannig að þegar ég varð 49 ára þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti haldið upp á afmælið mitt. Það var eiginlega tvennt sem mig langaði til að það myndi skila. Mig langaði til að það myndi ekki skila mér mörgum gjöfum sem ég vissi ekki hvar ég myndi koma fyrir vegna þess að ég á allt sem mig langar til að eiga. Ég velti því líka fyrir mér hvernig ég gæti mögulega látið gott af mér leiða með því að halda upp á þetta.“ Skipta sköpum í lífi kvenna Ákvað hún strax að styrkja Kvennaathvarfið, málefni sem skiptir hana persónulega miklu máli. „Ég veit að þær hafa lengi verið að gera frábæra hluti og þær skipta sköpum í lífi mjög margra kvenna. Mig langaði að leggja mitt af mörkum til þess að hjálpa til.“ Hugmyndin kviknaði á leið heim úr vinnu einn daginn. „Þetta var á umferðarsíðdegi svo ég hafði dálítið góðan tíma til þess að hugsa um þetta,“ útskýrir Hulda. Ég get ekki alls ekki skýrt hvaðan hugmyndin kom, því ég hafði aldrei heyrt neitt svona klikkað eins og það að halda sextán sinnum upp á afmælið mitt. Ég ákvað að bjóða átta laus pláss við borðstofuborðið í hvert skipti sem það yrði haldið upp á afmælið og ég ákvað að handvelja ekki hverjir kæmu í afmælið mitt.“ Eins og kraftaverk Hulda útbjó skjal og birti á Facebook. Skjalið fylltist strax á fyrsta degi. „Forsendan fyrir því að þú kæmir var það að þú værir búinn að gera góðverk.“ Hulda á mikið af vinum og kunningjum og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Þetta var bara eiginlega eins og kraftaverk.“ Úr einni af afmælisveislum Huldu Annað heimilisfólk var þó fegið að hún bætti ekki við fleiri afmælisveislum. Hulda afþakkaði allar afmælisgjafir og bað alla að styrkja Kvennaathvarfið. Ein vinkona vildi þó endilega gefa henni málverk að gjöf. „Ég á rosa auðvelt með að fara eftir reglum ef ég veit hverjar þær eru. Það er engin grá lína þar þannig að ég sagði henni að hún myndi þurfa að sætta sig við það að ég myndi taka þetta málverk og ég myndi bjóða það upp. Vegna þess að ég var búin að segja að ég myndi gefa Kvennaathvarfinu allan ágóðann af þessum afmælisgjöfum.“ Afmælismatarboð. Gaman að sjá þetta verða að veruleika Eftir að hún sagði frá málverkinu á samfélagsmiðlum, bættust við fleiri listamenn sem vildu gefa verk í söfnunina. „Svona vinda góðar hugmyndir stundum upp á sig.“ Verkefnið varð skyndilega miklu stærra og fer listaverkauppboðið af stað á Vísi á næstu dögum. Safnað er fyrir nýju húsnæði fyrir Kvennaathvarfið, fyrsta athvarfið sem byggt hefur verið fyrir sérstaklega fyrir starfsemina. „Mig óraði ekki fyrir því en það er ótrúlega gaman að sjá svona verða að veruleika,“ segir Hulda. „Þetta er dæmi um það hvernig eitt lítið fræ getur orðið að ótrúlega fallegu blómi. Þetta er eitt af þessum blómum sem hefur fengið að vaxa vegna þess að það hefur komið að verkefninu ótrúlega góðviljað fólk. Það virðast allir sem við tölum við vilja leggja Kvennaathvarfinu lið.“ Komin nærri fjörutíu listaverk Hátt í fjörutíu listaverk eru komin í söfnunina en ennþá er pláss fyrir fleiri. Verkin verða sýnd í Gallerý Fold á meðan uppboðinu stendur. „Það er ótrúlega góð tilfinning að gefa í þessum tilgangi. Hvort sem það eru listamennirnir sjálfir eða fólk sem á listaverk og langar að gera góðverk, þá erum við mjög spennt fyrir því. Við erum ekki síður að leita að einhverjum sem vilja kaupa listaverk og láta gott af sér leiða.“ Hulda er í dag orðin stjórnarformaður Samtaka um Kvennaathvarf, eitthvað sem kom upp í kjölfarið á þessu verkefni. „Við erum að vinna saman að fjármögnun nýs Kvennaathvarfs. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að ljá krafta mína í þetta verkefni,“ segir Hulda. „Hjartað okkar er í þessu verkefni og við viljum sjá þetta verða að veruleika.“ Listamönnum og listaverkaeigendum sem vilja gefa verk á uppboðið er bent á að hafa samband við Gallerý Fold sem mun halda utan um uppboðið fyrir Kvennaathvarfið. Nánar verður fjallað um uppboðið hér á Vísi næstu vikur. Myndlist Tímamót Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Hulda sagði frá hugmyndinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það byrjaði nú eiginlega bara þannig að þegar ég varð 49 ára þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti haldið upp á afmælið mitt. Það var eiginlega tvennt sem mig langaði til að það myndi skila. Mig langaði til að það myndi ekki skila mér mörgum gjöfum sem ég vissi ekki hvar ég myndi koma fyrir vegna þess að ég á allt sem mig langar til að eiga. Ég velti því líka fyrir mér hvernig ég gæti mögulega látið gott af mér leiða með því að halda upp á þetta.“ Skipta sköpum í lífi kvenna Ákvað hún strax að styrkja Kvennaathvarfið, málefni sem skiptir hana persónulega miklu máli. „Ég veit að þær hafa lengi verið að gera frábæra hluti og þær skipta sköpum í lífi mjög margra kvenna. Mig langaði að leggja mitt af mörkum til þess að hjálpa til.“ Hugmyndin kviknaði á leið heim úr vinnu einn daginn. „Þetta var á umferðarsíðdegi svo ég hafði dálítið góðan tíma til þess að hugsa um þetta,“ útskýrir Hulda. Ég get ekki alls ekki skýrt hvaðan hugmyndin kom, því ég hafði aldrei heyrt neitt svona klikkað eins og það að halda sextán sinnum upp á afmælið mitt. Ég ákvað að bjóða átta laus pláss við borðstofuborðið í hvert skipti sem það yrði haldið upp á afmælið og ég ákvað að handvelja ekki hverjir kæmu í afmælið mitt.“ Eins og kraftaverk Hulda útbjó skjal og birti á Facebook. Skjalið fylltist strax á fyrsta degi. „Forsendan fyrir því að þú kæmir var það að þú værir búinn að gera góðverk.“ Hulda á mikið af vinum og kunningjum og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Þetta var bara eiginlega eins og kraftaverk.“ Úr einni af afmælisveislum Huldu Annað heimilisfólk var þó fegið að hún bætti ekki við fleiri afmælisveislum. Hulda afþakkaði allar afmælisgjafir og bað alla að styrkja Kvennaathvarfið. Ein vinkona vildi þó endilega gefa henni málverk að gjöf. „Ég á rosa auðvelt með að fara eftir reglum ef ég veit hverjar þær eru. Það er engin grá lína þar þannig að ég sagði henni að hún myndi þurfa að sætta sig við það að ég myndi taka þetta málverk og ég myndi bjóða það upp. Vegna þess að ég var búin að segja að ég myndi gefa Kvennaathvarfinu allan ágóðann af þessum afmælisgjöfum.“ Afmælismatarboð. Gaman að sjá þetta verða að veruleika Eftir að hún sagði frá málverkinu á samfélagsmiðlum, bættust við fleiri listamenn sem vildu gefa verk í söfnunina. „Svona vinda góðar hugmyndir stundum upp á sig.“ Verkefnið varð skyndilega miklu stærra og fer listaverkauppboðið af stað á Vísi á næstu dögum. Safnað er fyrir nýju húsnæði fyrir Kvennaathvarfið, fyrsta athvarfið sem byggt hefur verið fyrir sérstaklega fyrir starfsemina. „Mig óraði ekki fyrir því en það er ótrúlega gaman að sjá svona verða að veruleika,“ segir Hulda. „Þetta er dæmi um það hvernig eitt lítið fræ getur orðið að ótrúlega fallegu blómi. Þetta er eitt af þessum blómum sem hefur fengið að vaxa vegna þess að það hefur komið að verkefninu ótrúlega góðviljað fólk. Það virðast allir sem við tölum við vilja leggja Kvennaathvarfinu lið.“ Komin nærri fjörutíu listaverk Hátt í fjörutíu listaverk eru komin í söfnunina en ennþá er pláss fyrir fleiri. Verkin verða sýnd í Gallerý Fold á meðan uppboðinu stendur. „Það er ótrúlega góð tilfinning að gefa í þessum tilgangi. Hvort sem það eru listamennirnir sjálfir eða fólk sem á listaverk og langar að gera góðverk, þá erum við mjög spennt fyrir því. Við erum ekki síður að leita að einhverjum sem vilja kaupa listaverk og láta gott af sér leiða.“ Hulda er í dag orðin stjórnarformaður Samtaka um Kvennaathvarf, eitthvað sem kom upp í kjölfarið á þessu verkefni. „Við erum að vinna saman að fjármögnun nýs Kvennaathvarfs. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að ljá krafta mína í þetta verkefni,“ segir Hulda. „Hjartað okkar er í þessu verkefni og við viljum sjá þetta verða að veruleika.“ Listamönnum og listaverkaeigendum sem vilja gefa verk á uppboðið er bent á að hafa samband við Gallerý Fold sem mun halda utan um uppboðið fyrir Kvennaathvarfið. Nánar verður fjallað um uppboðið hér á Vísi næstu vikur.
Myndlist Tímamót Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira