Óvenjumikil óvissa á olíumörkuðum
Til skemmri tíma gæti olíuverð risið vegna minna framboðs af hráolíu frá Rússlandi. Hins vegar eru horfur fram á næsta ár dekkri þar sem stærstu hagkerfi heims eru að öllum líkindum á leið inn í samdráttarskeið. Þetta kemur fram í nýlegri greiningu Oxford Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES).
Tengdar fréttir
Heitir Sádum afleiðingum vegna skerðingar á olíuframleiðslu
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hét því í gær að ákvörðun OPEC+ ríkjanna svokölluðu um að draga verulega úr olíuframleiðslu myndi hafa afleiðingar fyrir Sádi-Arabíu, sem leiða samtökin og eiga að heita bandalagsríki Bandaríkjanna. Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Bandaríkin frysti allt varnarsamstarf með einræðisríkinu.