„Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. október 2022 10:01 Kristín Pétursdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. Vísir „Þessi manneskja reiðir sig hundrað prósent á þig og þú verður bara að gjöra svo vel að standa þig.“ Kristín Pétursdóttir ræðir móðurhlutverkið í nýjasta þættinum af Einkalífinu en hún er einstæð móðir í dag og deilir forræði með barnsföður sínum. Upplifði hún mikinn kvíða eftir að hún varð móðir. „Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir, alltaf. Ég svaf ógeðslega illa og var alltaf að efast um sjálfa mig.“ Kvíðinn hófst á meðgöngunni og ætlaði hún varla að þora að stíga upp í flugvél, þrátt fyrir að hafa starfað sem flugfreyja í fimm ár. „Ég talaði við mína ljósmóður og fékk aðstoð.“ Kristín gekk líka í gegnum erfitt tímabil þegar hún sleit sambandinu við barnsföður sinn, Brynjar Löve. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir mömmuhjartað að byrja að deila forræði. „Þetta gengur mjög vel, við erum með viku og viku. Auðvitað geta samskiptin verið betri milli okkar foreldranna, það er alltaf upp og niður þar. En barninu líður ótrúlega vel.“ Erfitt að hlusta á sögusagnirnar Kristín og Brynjar eru bæði mjög áberandi á samfélagsmiðlum og sambandsslitin fóru ekki framhjá neinum. „Það var mjög erfitt, það tók virkilega á mig. Líka bara af því að það breytist allt þegar þú átt barn. Maður vill ekki að hann finni fyrir því að allt er erfitt, samt var maður bara ein kvíðahrúga. Ég þurfti að leita mér hjálpar, fór til sálfræðings. Ég þurfti að fá aðstoð og fara á kvíðalyf.“ útskýrir Kristín. „Þetta var ótrúlega stressandi, það vissu þetta allir og það voru allir að tala um þetta“ Eftir sambandsslitin fóru af stað sögusagnir um framhjáhald, ofbeldi og fleira tengt þeirra sambandsslitum. Kristín valdi samt að tjá sig aldrei um þetta opinberlega. „Mig langaði alveg að gera það oft, fara í eitthvað drottningarviðtal. En svo hugsaði ég bara, hvað gerir það fyrir mig og hvað gerir það fyrir strákinn minn?“ Í þættinum hér fyrir neðan talar Kristín einnig um leiklistina, samfélagsmiðlana, fjölskyldu sína, heimilið, ferilinn, af hverju hún var klippt út úr LXS raunveruleikaþáttunum og margt fleira. Klippa: Einkalífið - Kristín Pétursdóttir Einkalífið Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Sjá meira
Kristín Pétursdóttir ræðir móðurhlutverkið í nýjasta þættinum af Einkalífinu en hún er einstæð móðir í dag og deilir forræði með barnsföður sínum. Upplifði hún mikinn kvíða eftir að hún varð móðir. „Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir, alltaf. Ég svaf ógeðslega illa og var alltaf að efast um sjálfa mig.“ Kvíðinn hófst á meðgöngunni og ætlaði hún varla að þora að stíga upp í flugvél, þrátt fyrir að hafa starfað sem flugfreyja í fimm ár. „Ég talaði við mína ljósmóður og fékk aðstoð.“ Kristín gekk líka í gegnum erfitt tímabil þegar hún sleit sambandinu við barnsföður sinn, Brynjar Löve. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir mömmuhjartað að byrja að deila forræði. „Þetta gengur mjög vel, við erum með viku og viku. Auðvitað geta samskiptin verið betri milli okkar foreldranna, það er alltaf upp og niður þar. En barninu líður ótrúlega vel.“ Erfitt að hlusta á sögusagnirnar Kristín og Brynjar eru bæði mjög áberandi á samfélagsmiðlum og sambandsslitin fóru ekki framhjá neinum. „Það var mjög erfitt, það tók virkilega á mig. Líka bara af því að það breytist allt þegar þú átt barn. Maður vill ekki að hann finni fyrir því að allt er erfitt, samt var maður bara ein kvíðahrúga. Ég þurfti að leita mér hjálpar, fór til sálfræðings. Ég þurfti að fá aðstoð og fara á kvíðalyf.“ útskýrir Kristín. „Þetta var ótrúlega stressandi, það vissu þetta allir og það voru allir að tala um þetta“ Eftir sambandsslitin fóru af stað sögusagnir um framhjáhald, ofbeldi og fleira tengt þeirra sambandsslitum. Kristín valdi samt að tjá sig aldrei um þetta opinberlega. „Mig langaði alveg að gera það oft, fara í eitthvað drottningarviðtal. En svo hugsaði ég bara, hvað gerir það fyrir mig og hvað gerir það fyrir strákinn minn?“ Í þættinum hér fyrir neðan talar Kristín einnig um leiklistina, samfélagsmiðlana, fjölskyldu sína, heimilið, ferilinn, af hverju hún var klippt út úr LXS raunveruleikaþáttunum og margt fleira. Klippa: Einkalífið - Kristín Pétursdóttir
Einkalífið Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Sjá meira