Lífið

„Getur verið að kötturinn þinn sé læstur inni í Grandaskóla?“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Læðan Kleó læstist inni í Grandaskóla og var týnd í um sólarhring.
Læðan Kleó læstist inni í Grandaskóla og var týnd í um sólarhring. samsett

Eigandi læðunnar Kleó þakkar nágrönnum og kattarunnendum Vesturbæjar því að Kleó hafi fundist. Hún var læst inni í Grandaskóla yfir nótt og endurfundir voru því afar kærkomnir. 

„Það sást til hennar um fimm leytið í dag í Grandaskóla. Við höfðum leitað alveg í um sólarhring, ég gat ekki sofið. Þetta var alveg ómögulegt,“ segir Edda Ingadóttir eigandi Kleó. Kleó er aðeins eins árs og Edda lýsir henni sem vingjarnlegum ketti en líka algjörum vitleysingi. 

„Ég setti auglýsingu á Vesturbæjarhóp á Facebook og alla hópa tengda kisum. Rétt fyrir tvö í gær fékk ég símtal þar sem kona segist hafa séð kött læstan í smíðastofu í Grandaskóla. „Getur verið að kötturinn þinn sé læstur inni í Grandaskóla?“,“ segir hún sem hafði þá líka póstað á grúbbuna,“ segir Edda.

Hún lýsir því að vinir Kleó, tveir kettir sem hún leiki jafnan við, hafi í raun verið að leita með þeim og elt Eddu um hverfið. 

Skólastjóri Grandaskóla Anna Sig­ríður Guðna­dótt­ir, opnaði loks fyrir Eddu og eiginmaður hennar, Hörður Lárusson náði myndbandi af endurfundunum:

Kleó er því nú komin í faðm fjölskyldunnar. „Búin að éta á sig gat og steinsefur,“ segir Edda að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.