Lífið

Rikki fórnar­lamb Audda og Bergs Ebba í út­pældum hrekk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ríkharð stóð sig reyndar alveg eins og hetja í mjög erfiðum aðstæðum. 
Ríkharð stóð sig reyndar alveg eins og hetja í mjög erfiðum aðstæðum. 

Þátturinn Stóra sviðið var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið en í þeim þáttum leggur Steinunn Ólína fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.

Í þættinum á föstudaginn mættu grínistarnir Bergur Ebbi og Dóri DNA og var þemað þáttarins hrekkir.

Auðunn Blöndal hefur nokkuð víðtæka reynslu í hrekkjum enda var hann umsjónamaður þáttarins Tekinn í nokkur ár á Stöð 2.

Eitt verkefnið var að fara út í bæ og hrekkja fólk. Bergur Ebbi var með Audda í liði og Dóri með Steinda.

Fórnarlamb Audda og Bergs var íþróttafréttamaðurinn Rikki G en þeir hrekktu hann við störf fyrir leik í Bestu deild karla sem fram fór í Garðabæ fyrr í sumar.

Þeir félagar fengu með sér í lið útvarpsmanninn Mána. Rikki hélt í raun að hann væri í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Máni var einhver óþægilegasti viðmælandi sem hægt er að ímynda sér. Einnig mætti ungur drengur á grasið og truflaði Rikka ítrekað. 

Hrekkurinn hefur vakið mikla athygli um helgina og eru margir að ræða hann. Hér að neðan má sjá lengri útgáfu af hrekknum sem sýndur var í Stóra sviðinu á föstudagskvöldið.

Klippa: Lengri útgáfa af hrekknum sem margir eru að tala um





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.