Innherji

Bankarnir hafa fimmfaldað útlán sín til fyrirtækja milli ára

Hörður Ægisson skrifar
Útlánavöxturinn í síðasta mánuði var einkum til fyrirtækja í iðnaði en auk þess var nokkur aukning í lánum til félaga sem starfa í byggingarstarfsemi, verslun og þjónustu.
Útlánavöxturinn í síðasta mánuði var einkum til fyrirtækja í iðnaði en auk þess var nokkur aukning í lánum til félaga sem starfa í byggingarstarfsemi, verslun og þjónustu.

Eftir vísbendingar um að það væri farið að hægja á miklum útlánavexti viðskiptabankanna til atvinnufyrirtækja í ágúst þá sýna nýjar tölur Seðlabankans að hann tók við sér kröftuglega á ný í liðnum mánuði. Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs þá nema ný útlán bankanna til fyrirtækja samtals um 213 milljörðum króna borið saman við aðeins 44 milljarða á sama tímabili fyrir ári.


Tengdar fréttir

Innlán fyrirtækja bólgnað út um nærri 50 prósent á rúmlega einu ári

Ekkert lát er á miklum vexti í innlánum atvinnufyrirtækja en frá því um vorið 2021 hafa þau aukist að umfangi í bankakerfinu um nærri fimmtíu prósent. Á sama tíma hefur verið afar lítil aukning í innlánum heimilanna sem hafa skroppið saman að raunvirði á síðustu mánuðum og misserum.

Seðlabankinn ofmat umfang útlána til fyrirtækja um 150 milljarða

Umfang fyrirtækjalána í fjármálakerfinu jókst um rúmlega 87 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt leiðréttum tölum frá Seðlabanka Íslands. Þrátt fyrir að aukningin sé sú mesta sem sést hefur á milli fjórðunga frá því í árslok 2016 þá er hún aðeins tæplega þriðjungur af því sem fyrri tölur bankans höfðu sýnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×