Notar eiginmanninn sem tilraunadýr í bakstrinum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. október 2022 10:08 Í viðtalsliðnum Matarást ræðir Sylvía Haukdal, nýr meðeigandi 17 sorta, um ástríðuna fyrir bakstrinum og drauminn sem varð að veruleika. Vísir/Vilhelm „Ég ákvað að prófa að sækja um í skólanum Le cordon bleu, fékk inn og svo vorum við flutt til London rúmum tveimur mánuðum síðar,“ segir Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir í viðtali við Makamál. Nýr meðeigandi 17 sorta og ný kökubúð í Hagkaup Sylvía hefur nú tekið höndum saman við Auði Ögn í 17 sortum og á næstu dögum munu þær opna nýja kökubúð í Hagkaup í Smáralind. Ég er svo sjúklega spennt að byrja aftur á fullum krafti í kökunum en við munum bæði bjóða upp á kökur og aðrar kræsingar í nýju búðinni. Hjónin Sylvía og Atli með dætrunum tveimur. Sylvía er 34 ára gömul, á ættir að rekja til Húsavíkur og menntuð sem pastry chef. Hún er gift Atla Björgvinssyni, sérfræðingi í markaðsmálum, og saman eiga þau dæturnar Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Baksturinn alltaf verið ástríða Sylvía segir sinn helsta draum alltaf hafa verið að geta starfað við það sem hún elski en áður fyrr hafi það þó ekki hvarflað að henni að baksturinn gæti orðið meira en bara áhugamál. Ég hef elskað að baka síðan ég var barn og bjó á Húsavík. Ein af mínum bestu minningum er í eldhúsinu með mömmu að baka og með allri fjölskyldunni að steikja kleinur saman. Það var þó ekki fyrr en um 2010 þegar áhuginn kviknaði fyrir alvöru og Sylvía byrjaði að prófa sig áfram í sykurmassakökum og -skrauti. Hún segist hafa verið fljót að finna það að hefðbundið háskólanám hafi ekki hentað henni. View this post on Instagram A post shared by Sylvi a Haukdal (@sylviahaukdal) Elti drauminn til London „Ég er týpan sem þarf að vera að gera eitthvað í höndunum og get ekki setið of lengi við tölvu. Ég hætti í háskólanum og fór að vinna á meðan ég var að finna út úr því hvað mig langaði að verða þegar ég „yrði stór.“ Sylvía segir eiginmann sinn hafa hvatt hana áfram til að elta drauminn og í raun fundið það út á undan sér hvert hún stefndi en tveimur mánuðum eftir að hún fékk inngöngu í Le cordon blue voru þau flutt til London. View this post on Instagram A post shared by Sylvi a Haukdal (@sylviahaukdal) Eftir námið starfaði hún fyrst hjá Sætum syndum en fór svo þaðan út í eigin rekstur með vinkonu sinni Evu Rós. Saman opnuðum við Bake me a wish sem var kökugerð og kaffihús. Við opnuðum mögulega á versta tíma þar sem covid skall á. En þetta voru geggjuð tvö ár þó þau hafi verið mjög krefjandi. Hér fyrir neðan svarar Sylvía spurningum úr viðtalsliðnum Matarást. Góð í bakstrinum en vonlaus í eldamennskunni Ertu sjálf mikill matgæðingur? Já, mjög svo. Ég elska góðan mat og finnst mjög gaman að prófa nýja veitingastaði. Myndir þú segja að þú værir góð í eldhúsinu? Ég er góð í bakstrinum. En ég var alveg vonlaus í eldamennskunni en undanfarið kviknaði meiri áhugi þar og ég er öll að koma til. Hvernig kynntist þú manninum þínum? Við höfum í raun þekkst síðan að við vorum börn, við erum bæði frá Húsavík og foreldrar okkar góðir vinir. En það var ekki fyrr en nokkrum árum eftir að ég flutti frá Húsavík sem við hittumst á Pakkhúsinu á Húsavík þar sem hann var plötusnúður það kvöldið. Þar kviknaði neisti sem hefur ekki slokknað síðan. Hvað eru þið búin að vera lengi saman? Við erum búin að vera saman síðan 2010, eða í rúm tólf ár. View this post on Instagram A post shared by Sylvi a Haukdal (@sylviahaukdal) Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman, eða kannski fyrstu kökunni sem þú gerðir fyrir hann? Guð nei, mig grunar nú samt að það hafi verið skúffukaka. Svo er hann búinn að vera smá tilraunadýr síðustu tólf árin og eflaust búinn að fá nóg af kökum en skúffukakan stendur enn fyrir sínu. Hvort ykkar eldar meira? Eins og staðan er núna þá elda ég meira, en það var akkúrat öfugt. Hann vann sem kokkur í mörg ár og er aðeins betri í eldamennskunni. Hann sér því oftast um það sem er meira svona gourmét. Anna Hrafnhildur og Marín Helga. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Við elskum að prófa nýja staði og smakka allskonar, það er í raun enginn einn staður sem við förum alltaf á heldur reynum við alltaf að finna eitthvað nýtt og spennandi. Elskar heitt slátur og soðin hangibein Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Já, svona oftast myndi ég halda. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann alls ekki? Ég elska heitt slátur og soðin hangibein, hann er ekki fyrir það. Ég get verið svolítið gömul sál svona inn við beinið. Ertu með uppskrift af góðu eða uppáhalds late night snack? Mér finnst alltaf best að vera með bakka með allskonar. Ólífum, hráskinku, ávöxtum og bara einhverju sem við bæði elskum. Svo sakar auðvitað ekki að hafa eitthvað sætt og gott með. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Mér finnst það ótrúlega mikilvægt, þó það sé bara með núðlur í sófanum tvö saman. Það verða gæðastundir þó það sé ekki á einhverjum fínum veitingastað. Ertu með uppskrift af uppáhalds mat eða kökum ykkar fjölskyldunnar? Púðursykurskökurnar hennar mömmu er eitthvað sem er alltaf í miklu uppáhaldi og allir á heimilinu elska. Púðursykurskökur Innihald: 500g púðursykur 220g smjör 2 stk egg 2 tsk negull 2 tsk engifer 1 tsk kanill 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 500 g Kornax hveiti Aðferð: Stilla ofninn á 200°. Hræra saman smjöri, púðursykri, negul, kanil og engifer. Hræra eggjum saman við. Næst fer hveiti, lyftiduft og matarsódi saman við. Að lokum rúllum við litlar kúlur, setjum á bökunarpappír/sílikonmottu og svo inn í ofn í 8-10 mínútur. Hægt er að nálgast fleiri uppskriftir frá Sylvíu á heimasíðu hennar, sylviahaukdal.is. Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Kökur og tertur Vistaskipti Tengdar fréttir Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ „Við höfum ólíka styrkleika sem passa vel saman en fyrst og fremst finnst okkur gott að vinna með hvort öðru,“ segir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir í viðtali við Makamál. 9. nóvember 2021 21:14 „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05 Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu „Það er aldrei lognmolla á okkar heimili en við erum með fjögur börn svo það er ýmislegt skemmtilegt framundan,“ segir fagurkerinn og athafnakonan Marín Manda Magnúsdóttir í viðtali við Makamál. 11. september 2021 07:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Sætasti gaur sem ég þekki“ Makamál Segir stripp aðeins niðurlægjandi ef manneskja er neydd til þess Makamál Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Nýr meðeigandi 17 sorta og ný kökubúð í Hagkaup Sylvía hefur nú tekið höndum saman við Auði Ögn í 17 sortum og á næstu dögum munu þær opna nýja kökubúð í Hagkaup í Smáralind. Ég er svo sjúklega spennt að byrja aftur á fullum krafti í kökunum en við munum bæði bjóða upp á kökur og aðrar kræsingar í nýju búðinni. Hjónin Sylvía og Atli með dætrunum tveimur. Sylvía er 34 ára gömul, á ættir að rekja til Húsavíkur og menntuð sem pastry chef. Hún er gift Atla Björgvinssyni, sérfræðingi í markaðsmálum, og saman eiga þau dæturnar Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Baksturinn alltaf verið ástríða Sylvía segir sinn helsta draum alltaf hafa verið að geta starfað við það sem hún elski en áður fyrr hafi það þó ekki hvarflað að henni að baksturinn gæti orðið meira en bara áhugamál. Ég hef elskað að baka síðan ég var barn og bjó á Húsavík. Ein af mínum bestu minningum er í eldhúsinu með mömmu að baka og með allri fjölskyldunni að steikja kleinur saman. Það var þó ekki fyrr en um 2010 þegar áhuginn kviknaði fyrir alvöru og Sylvía byrjaði að prófa sig áfram í sykurmassakökum og -skrauti. Hún segist hafa verið fljót að finna það að hefðbundið háskólanám hafi ekki hentað henni. View this post on Instagram A post shared by Sylvi a Haukdal (@sylviahaukdal) Elti drauminn til London „Ég er týpan sem þarf að vera að gera eitthvað í höndunum og get ekki setið of lengi við tölvu. Ég hætti í háskólanum og fór að vinna á meðan ég var að finna út úr því hvað mig langaði að verða þegar ég „yrði stór.“ Sylvía segir eiginmann sinn hafa hvatt hana áfram til að elta drauminn og í raun fundið það út á undan sér hvert hún stefndi en tveimur mánuðum eftir að hún fékk inngöngu í Le cordon blue voru þau flutt til London. View this post on Instagram A post shared by Sylvi a Haukdal (@sylviahaukdal) Eftir námið starfaði hún fyrst hjá Sætum syndum en fór svo þaðan út í eigin rekstur með vinkonu sinni Evu Rós. Saman opnuðum við Bake me a wish sem var kökugerð og kaffihús. Við opnuðum mögulega á versta tíma þar sem covid skall á. En þetta voru geggjuð tvö ár þó þau hafi verið mjög krefjandi. Hér fyrir neðan svarar Sylvía spurningum úr viðtalsliðnum Matarást. Góð í bakstrinum en vonlaus í eldamennskunni Ertu sjálf mikill matgæðingur? Já, mjög svo. Ég elska góðan mat og finnst mjög gaman að prófa nýja veitingastaði. Myndir þú segja að þú værir góð í eldhúsinu? Ég er góð í bakstrinum. En ég var alveg vonlaus í eldamennskunni en undanfarið kviknaði meiri áhugi þar og ég er öll að koma til. Hvernig kynntist þú manninum þínum? Við höfum í raun þekkst síðan að við vorum börn, við erum bæði frá Húsavík og foreldrar okkar góðir vinir. En það var ekki fyrr en nokkrum árum eftir að ég flutti frá Húsavík sem við hittumst á Pakkhúsinu á Húsavík þar sem hann var plötusnúður það kvöldið. Þar kviknaði neisti sem hefur ekki slokknað síðan. Hvað eru þið búin að vera lengi saman? Við erum búin að vera saman síðan 2010, eða í rúm tólf ár. View this post on Instagram A post shared by Sylvi a Haukdal (@sylviahaukdal) Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman, eða kannski fyrstu kökunni sem þú gerðir fyrir hann? Guð nei, mig grunar nú samt að það hafi verið skúffukaka. Svo er hann búinn að vera smá tilraunadýr síðustu tólf árin og eflaust búinn að fá nóg af kökum en skúffukakan stendur enn fyrir sínu. Hvort ykkar eldar meira? Eins og staðan er núna þá elda ég meira, en það var akkúrat öfugt. Hann vann sem kokkur í mörg ár og er aðeins betri í eldamennskunni. Hann sér því oftast um það sem er meira svona gourmét. Anna Hrafnhildur og Marín Helga. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Við elskum að prófa nýja staði og smakka allskonar, það er í raun enginn einn staður sem við förum alltaf á heldur reynum við alltaf að finna eitthvað nýtt og spennandi. Elskar heitt slátur og soðin hangibein Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Já, svona oftast myndi ég halda. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann alls ekki? Ég elska heitt slátur og soðin hangibein, hann er ekki fyrir það. Ég get verið svolítið gömul sál svona inn við beinið. Ertu með uppskrift af góðu eða uppáhalds late night snack? Mér finnst alltaf best að vera með bakka með allskonar. Ólífum, hráskinku, ávöxtum og bara einhverju sem við bæði elskum. Svo sakar auðvitað ekki að hafa eitthvað sætt og gott með. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Mér finnst það ótrúlega mikilvægt, þó það sé bara með núðlur í sófanum tvö saman. Það verða gæðastundir þó það sé ekki á einhverjum fínum veitingastað. Ertu með uppskrift af uppáhalds mat eða kökum ykkar fjölskyldunnar? Púðursykurskökurnar hennar mömmu er eitthvað sem er alltaf í miklu uppáhaldi og allir á heimilinu elska. Púðursykurskökur Innihald: 500g púðursykur 220g smjör 2 stk egg 2 tsk negull 2 tsk engifer 1 tsk kanill 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 500 g Kornax hveiti Aðferð: Stilla ofninn á 200°. Hræra saman smjöri, púðursykri, negul, kanil og engifer. Hræra eggjum saman við. Næst fer hveiti, lyftiduft og matarsódi saman við. Að lokum rúllum við litlar kúlur, setjum á bökunarpappír/sílikonmottu og svo inn í ofn í 8-10 mínútur. Hægt er að nálgast fleiri uppskriftir frá Sylvíu á heimasíðu hennar, sylviahaukdal.is.
Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Kökur og tertur Vistaskipti Tengdar fréttir Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ „Við höfum ólíka styrkleika sem passa vel saman en fyrst og fremst finnst okkur gott að vinna með hvort öðru,“ segir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir í viðtali við Makamál. 9. nóvember 2021 21:14 „Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05 Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu „Það er aldrei lognmolla á okkar heimili en við erum með fjögur börn svo það er ýmislegt skemmtilegt framundan,“ segir fagurkerinn og athafnakonan Marín Manda Magnúsdóttir í viðtali við Makamál. 11. september 2021 07:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Sætasti gaur sem ég þekki“ Makamál Segir stripp aðeins niðurlægjandi ef manneskja er neydd til þess Makamál Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ „Við höfum ólíka styrkleika sem passa vel saman en fyrst og fremst finnst okkur gott að vinna með hvort öðru,“ segir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir í viðtali við Makamál. 9. nóvember 2021 21:14
„Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. 19. september 2021 08:05
Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu „Það er aldrei lognmolla á okkar heimili en við erum með fjögur börn svo það er ýmislegt skemmtilegt framundan,“ segir fagurkerinn og athafnakonan Marín Manda Magnúsdóttir í viðtali við Makamál. 11. september 2021 07:00