Við hefjum þó leik á tveimur leikjum í UEFA Youth League því klukkan 11:50 hefst bein útsending frá viðureign Barcelona og Bayern München á Stöð 2 sport 2. Klukkan 13:55 færum við okkur svo yfir til Hollands þar sem Ajax tekur á móti Liverpool á sömu rás.
Klukkan 16:35 er svo komið að Meistaradeildinni sjálfri þar sem spútniklið Club Brugge tekur á móti Porto á Stöð 2 Sport 3.
Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst svo á slaginu 18:15 á Stöð 2 Sport 2 áður en Ajax tekur á móti Liverpool á sömu rás klukkan 18:50 í leik sem gæti ráðið úrslitum í A-riðli. Liverpool nægir jafntefli til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar, en Ajax þarf sárlega á sigri að halda til að halda veikri von sinni á lífi.
Þá er leikur Atlético Madrid og Bayer Leverkusen í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:50 og viðureign Napoli og rangers á sama tíma á Stöð 2 Sport 4. Að þessum leikjum loknum taka Meistaradeildarmörkin við á Stöð 2 Sport 2 þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.
Eins og áður segir verða einnig tveir leiki í Subway-deild kvenna í körfubolta á dagskrá í kvöld. Grindavík tekur á móti ÍR klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport áður en við færum okkur yfir til Njarðvíkur þar sem heimakonur taka á móti Val.
Að lokum verða stelpurnar í Babe Patrol með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.