Minidegreez marði Moshii til að koma Þór á toppinn

Snorri Rafn Hallsson skrifar
mini

Leikurinn fór fram í Dust 2 og var það Þór sem hafði betur í hnífalotunni þegar Minidegreez felldi Sveittan. Þórsarar hófu leikinn því í vörn og komust í stöðuna 3-1 áður en TEN5ION sneri leiknum sér hag. Nýliðinn Moshii kom sterkur inn fyrir TEN5ION og með snjöllum skotum komm hann liði sínu yfir.

Þegar Þórsarar tóku forskotið á ný byggði það einmitt á því að taka Moshii út sem fyrst og slá þannig vopnin úr höndum TEN5ION. Hér má sjá þegar Minidegreez felldi hann af löngu færi í 10. lotu:

Staða í hálfleik: Þór 9 – 6 TEN5ION

Með ágætis forskot í farteskinu héldu Þórsarar áfram að auka muninn í síðari hálfleik. Dabbeehh stóð sig vel á deiglunni og Minidegreez náði fjórfaldi fellu í 18. lotu til að koma Þór í stöðuna 11-7. Í stöðunni 14-8 fyrir Þór virtist leikurinn nokkurn veginn kominn í höfn þó nokkrar lotur hefðu verið tæpar.

TEN5ION voru hins vegar langt frá því að gefast upp enda þurfti oft ekki mikið til að snúa lotunum þeim í hag. Tight skellti í ás í 24. lotu og skyndilega munaði ekki nema 2 stigum á liðunum. 

Stóri munurinn er hins vegar sá að Þórsarar búa yfir mikilli seiglu og hafa þeir náð að sigra erfiða leiki á tímabilinu á meðan TEN5ION hefur farið langt með mörg lið en aldrei náð að klára þá almennilega. Sú varð raunin á fimmtudaginn þegar J0n felldi Moshii til að innsigla sigurinn og skjóta Þórsurum á toppinn.

Lokastaða: Þór 16 – 12 TEN5ION

Næstu leikir liðanna:

  • Ármann – TEN5ION, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:30
  • Þór – Breiðablik, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 21:30

Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


Tengdar fréttir

Leikirnir