Kvartar ekki undan því að stelpurnar séu miklu fleiri í hestafræði á Hólum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2022 07:57 Guðmar Frey Magnússon, nemandi í hestafræðinni á Hólum, er frá Íbishóli í Skagafirði. Sigurjón Ólason „Já, rektorinn er bóndinn á Hólum. Hann þarf að sjá til þess að það verði borið hér á tún, að það verði heyjað og hrossin rekin í afrétt, og náð í þau og réttað, og allt þetta sem þarf að gera,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Hóla í Hjaltadal kynnumst við hestafræðideild háskólans. Við hesthúsið hittum við nemendahóp. Reiðkennararnir Klara Sveinbjörnsdóttir og Ingunn Ingólfsdóttir eru að fara í reiðtúr með fyrsta árs nema. Þar vekur það athygli okkar að við sjáum bara stelpur. Þær Klara Sveinbjörnsdóttir og Ingunn Ingólfsdóttir eru reiðkennarar á Hólum.Sigurjón Ólason „Já. Við bara köllum á íslenska og útlenda stráka að koma og vera með okkur og sækja um í skólann,“ svara þær. -Er þá reiðmennskan að verða svona uppáhald stúlkna en strákar kannski telja sig ekki þurfa að fá kennsluna, eða hvað? „Já, ég veit ekki hvort þetta eru líka inntökuskilyrðin í skólann sem eru aðeins að aftra því að strákarnir komi með,“ svarar Klara. -Þeir standast bara ekki kröfurnar? „Það er spurningin,“ svarar Ingunn. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Í hópnum sjáum við bara stelpur.Sigurjón Ólason Í hesthúsinu sjáum við reyndar stráka, þeirra á meðal Guðmar Frey Magnússon frá Íbishóli í Skagafirði. Við höfum orð á því við hann að okkur finnist vera miklu fleiri stelpur í hestanáminu á Hólum. „Það er bara meira fyrir okkur,“ svarar Guðmar og glottir. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Hér má sjá kafla þar sem fjallað er um Hóladómkirkju og merkustu gripi hennar: Þátturinn um Hóla verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 15:55. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2 +. Næsti þáttur Um land allt fjallar um Fljótin í Skagafirði og er hann á dagskrá á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu: Um land allt Hestar Skagafjörður Háskólar Landbúnaður Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. 27. október 2022 21:41 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31 Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Hóla í Hjaltadal kynnumst við hestafræðideild háskólans. Við hesthúsið hittum við nemendahóp. Reiðkennararnir Klara Sveinbjörnsdóttir og Ingunn Ingólfsdóttir eru að fara í reiðtúr með fyrsta árs nema. Þar vekur það athygli okkar að við sjáum bara stelpur. Þær Klara Sveinbjörnsdóttir og Ingunn Ingólfsdóttir eru reiðkennarar á Hólum.Sigurjón Ólason „Já. Við bara köllum á íslenska og útlenda stráka að koma og vera með okkur og sækja um í skólann,“ svara þær. -Er þá reiðmennskan að verða svona uppáhald stúlkna en strákar kannski telja sig ekki þurfa að fá kennsluna, eða hvað? „Já, ég veit ekki hvort þetta eru líka inntökuskilyrðin í skólann sem eru aðeins að aftra því að strákarnir komi með,“ svarar Klara. -Þeir standast bara ekki kröfurnar? „Það er spurningin,“ svarar Ingunn. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Í hópnum sjáum við bara stelpur.Sigurjón Ólason Í hesthúsinu sjáum við reyndar stráka, þeirra á meðal Guðmar Frey Magnússon frá Íbishóli í Skagafirði. Við höfum orð á því við hann að okkur finnist vera miklu fleiri stelpur í hestanáminu á Hólum. „Það er bara meira fyrir okkur,“ svarar Guðmar og glottir. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Hér má sjá kafla þar sem fjallað er um Hóladómkirkju og merkustu gripi hennar: Þátturinn um Hóla verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 15:55. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2 +. Næsti þáttur Um land allt fjallar um Fljótin í Skagafirði og er hann á dagskrá á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu:
Um land allt Hestar Skagafjörður Háskólar Landbúnaður Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. 27. október 2022 21:41 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31 Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. 27. október 2022 21:41
Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31
Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11