Nakamura nýr heimsmeistari í Fischer-slembiskák Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. október 2022 22:42 Nakamura (t.v.) og Nepomniachtchi lentu í fyrsta og öðru sæti á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák. FIDE/Lennart Ootes Stórmeistarinn Hikaru Nakamura frá Bandaríkjunum er nýr heimsmeistari í Fischer-slembiskák. Heimsmeistaramótið hefur farið fram hér á landi seinustu daga og nú er sigurvegarinn ljós. Nakamura sigraði mótherja sinn Ian Nepomniachtchi á endanum en fjögurra skáka einvígi stórmeistarana tveggja fór 2-2 og grípa þurfti til bráðabana sem Nakamura vann. Heimsmeistarinn í skák,Magnus Carlsen lenti í þriðja sæti á mótinu eftir einvígi sitt við Abdusattorov sem Carlsen vann 3-1. Aftur á móti lenti ríkjandi heimsmeistari í Fischer-slembiskák, Wesley So, í sjötta sæti á mótinu. Þar að auki lenti Hjörvar Steinn Grétarsson, eini íslenski þátttakandi mótsins, í áttunda sæti af átta möglegum. Nýi heimsmeistarinn er af japönskum og bandarískum uppruna og er 34 ára gamall. Hann var talinn undrabarn í skák og árið 2003 er hann sagður hafa orðið sá yngsti sem hafði þá orðið stórmeistari í Bandaríkjunum, þá fimmtán ára gamall. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fór Nakamura að tefla meira við fólk um allan heim í gegnum internetið og streyma skákunum á YouTube, hann hafði áður streymt skákum sínum á Twitch en hann sérhæfir sig í hraðskák. Auðævi Nakamura eru sögð metin á tæpar fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða um sjö milljarða íslenskra króna. HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Skák Tengdar fréttir Carlsen dottinn út og Hjörvar keppir um sjöunda sætið Ríkjandi heimsmeistarar í skák og Fischer-slembiskák, Magnus Carlsen og Wesley So komust hvorugur áfram í úrslit heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák sem haldið er hér á landi og lýkur á morgun. 29. október 2022 22:56 „Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26. október 2022 12:07 Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. 3. júlí 2022 16:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið hefur farið fram hér á landi seinustu daga og nú er sigurvegarinn ljós. Nakamura sigraði mótherja sinn Ian Nepomniachtchi á endanum en fjögurra skáka einvígi stórmeistarana tveggja fór 2-2 og grípa þurfti til bráðabana sem Nakamura vann. Heimsmeistarinn í skák,Magnus Carlsen lenti í þriðja sæti á mótinu eftir einvígi sitt við Abdusattorov sem Carlsen vann 3-1. Aftur á móti lenti ríkjandi heimsmeistari í Fischer-slembiskák, Wesley So, í sjötta sæti á mótinu. Þar að auki lenti Hjörvar Steinn Grétarsson, eini íslenski þátttakandi mótsins, í áttunda sæti af átta möglegum. Nýi heimsmeistarinn er af japönskum og bandarískum uppruna og er 34 ára gamall. Hann var talinn undrabarn í skák og árið 2003 er hann sagður hafa orðið sá yngsti sem hafði þá orðið stórmeistari í Bandaríkjunum, þá fimmtán ára gamall. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fór Nakamura að tefla meira við fólk um allan heim í gegnum internetið og streyma skákunum á YouTube, hann hafði áður streymt skákum sínum á Twitch en hann sérhæfir sig í hraðskák. Auðævi Nakamura eru sögð metin á tæpar fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða um sjö milljarða íslenskra króna.
HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Skák Tengdar fréttir Carlsen dottinn út og Hjörvar keppir um sjöunda sætið Ríkjandi heimsmeistarar í skák og Fischer-slembiskák, Magnus Carlsen og Wesley So komust hvorugur áfram í úrslit heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák sem haldið er hér á landi og lýkur á morgun. 29. október 2022 22:56 „Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26. október 2022 12:07 Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. 3. júlí 2022 16:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Sjá meira
Carlsen dottinn út og Hjörvar keppir um sjöunda sætið Ríkjandi heimsmeistarar í skák og Fischer-slembiskák, Magnus Carlsen og Wesley So komust hvorugur áfram í úrslit heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák sem haldið er hér á landi og lýkur á morgun. 29. október 2022 22:56
„Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26. október 2022 12:07
Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. 3. júlí 2022 16:30