Sport

Dag­skráin í dag: Kemur í ljós hvaða lið fara í sex­tán liða úr­slit og Valur á Benidorm

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valsmenn eru á Benidorm.
Valsmenn eru á Benidorm. Vísir/Vilhelm

Það er æsispennandi dagur á rásum Stöðvar 2 Sport þar sem í ljós kemur hvaða lið komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Íslandsmeistarar Vals eru á Benidorm þar sem þeir mæta heimamönnum í Evrópudeildinni í handbolta.

Stöð 2 Sport

Íslandsmeistarar Vals mæta Benidorm ytra klukkan 19.30. Valsmenn unnu frábæran sigur í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar i handbolta og vilja halda því gengi áfram. Klukkan 22.50 verður farið yfir leiki kvöldsins í Evrópudeildinni.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12.50 er leikur Porto og Atlético Madríd í UEFA Youth League, Meistaradeild unglingaliða, á dagskrá. Klukkan 14.55 er komið að leik Viktoria Plzeň og Barcelona í sömu keppni.

Klukkan 19.30 er komið að upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 19.50 er komið að leik Marseille og Tottenham Hotspur en bæði lið geta enn komist áfram í 16-liða úrslit og því allt undir.

Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í kvöld. Klukkan 22.50 er komið að Lokasókninni þar sem farið verður yfir 8. umferð NFL-deildarinnar.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 17.35 er komið að leik Porto og Atlético Madríd í Meistaradeild Evrópu en gestirnir þurfa sigur til að tryggja að þeir komist í Evrópu deildina. Porto Getur með sigri náð toppsætinu af Club Brugge.

Klukkan 19.50 er leikur Sporting og Eintracht Frankfurt á dagskrá en bæði lið geta enn komist í 16-liða úrslit.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.35 mætast Bayer Leverkusen og Club Brugge. Gestirnir þurfa sigur til að tryggja toppsæti riðilsins á meðan sigur gæti komið Leverkusen í Evrópudeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×