Nökkvi við Gumma Ben: Minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 11:00 Guðmundur Benediktsson ræðir við Nökkvi Þeyr Þórisson í lokaþætti Stúkunnar. S2 Sport Nökkvi Þeyr Þórisson var kosinn besti leikmaður Bestu deildar karla 2022 af Stúkunni en hann var markakóngur deildarinnar þrátt fyrir að leik sinn síðasta leik í byrjun september. KA seldi Nökkva til belgíska félagsins Beerschot en enginn náð að skora meira en þessi sautján mörk sem strákurinn skoraði í tuttugu leikjum í sumar. Nökkvi Þeyr var líka kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, ræddi við Nökkva Þey í lokaþætti Stúkunnar en Nökkvi var þá staddur í Belgíu. Guðmundur sjálfur var einnig kosinn leikmaður ársins af mótherjum sínum sumarið 1999. Vísir/Hulda Margrét „Þetta kom mér á óvart en virkilega skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Guðmundur fór yfir síðustu ár Nökkva til sína stökkið sem hann tók í sumar. Hann spilaði sumarið 2018 Dalvík/Reyni, 2019 spilaði hann fyrstu leiki sína í efstu deild og var með 2 mörk í 17 leikjum. Hann skorar eitt mark í níu leikjum sumarið 2020 og svo þrjú mörk á síðustu leiktíð. Nökkvi var síðan með 22 mörk í 23 deildar og bikarleikjum í sumar. Hvað gerðist? Virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil „Aðalpunkturinn er að ég hélst heill í heilt tímabil. Ég var virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil. Ég fótbrotnaði 2020 og svo liðband í ökkla hjá mér 2021 sem var mjög óheppilegt. Það var eftir sjö umferðir og ég var frá í átta viku og nær allt tímabilið 2020. Það er því númer eitt að haldast heill,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Klippa: Stúkan: Viðtal við Nökkva Þey „Það er alltaf best en ég breytti líka. Ég fór að vinna meira í mér. Ég hef sagt það margoft þegar ég hef verið spurður að þessu að það var aukaæfingin sem skilaði þessu að mínu mati og smáatriðin. Svefninn, mataræðið og að hugsa um öll þessi litlu atriði. Þetta er kannski gömul klisja en það virkar,“ sagði Nökkvi Þeyr. Ætlaði fyrst að stefna á tíu mörk Setti Nökkvi sér einhver markmið í markaskorun á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Ég setti mér markmið en það var ekki sautján mörk. Ég byrjaði að setja mér tíu marka markmið og svo náði ég því og þá bætti ég við fimm mörkum. Þegar ég náði fimmtán mörkum þá var ég með tuttugu mörkin sem markmið en ég var kominn út áður en ég gat klárað það,“ sagði Nökkvi. „Það er frábært að vera kominn út og vinna við það sem maður elskar sem er að spila fótbolta. Ertu búinn að hugsa það eitthvað síðan þú fórst út að það hefði verið fjandi gaman að slá þetta markamet loksins,“ spurði Guðmundur Benediktsson. Var sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í markametinu „Það hefði veri fjandi gaman en þegar maður horfir á stóru myndina þá er minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet. Það gerir meira fyrir mig að taka þetta skref heldur en að eiga eitthvað markamet finnst mér. Auðvitað er það skemmtilegt en ég var finnst mér sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í þessu markameti,“ sagði Nökkvi. Beerschot „Ég var meira að pæla bara í næsta leik og vinna hann. Svo þegar maður kom út og var kominn smá út úr þessu að vera heima og spila þessa leiki þá fór maður að hugsa aðeins að það hefði verið gaman að klára síðustu þrjá leikina og alla vega reyna við þetta markamet. Það hefði verið gaman að verða fyrstur til að fara upp í tuttugu mörk,“ sagði Nökkvi. „En þegar maður lítur á stóru myndina þá sé ég ekki eftir því,“ sagði Nökkvi en það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Besta deild karla KA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
KA seldi Nökkva til belgíska félagsins Beerschot en enginn náð að skora meira en þessi sautján mörk sem strákurinn skoraði í tuttugu leikjum í sumar. Nökkvi Þeyr var líka kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, ræddi við Nökkva Þey í lokaþætti Stúkunnar en Nökkvi var þá staddur í Belgíu. Guðmundur sjálfur var einnig kosinn leikmaður ársins af mótherjum sínum sumarið 1999. Vísir/Hulda Margrét „Þetta kom mér á óvart en virkilega skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Guðmundur fór yfir síðustu ár Nökkva til sína stökkið sem hann tók í sumar. Hann spilaði sumarið 2018 Dalvík/Reyni, 2019 spilaði hann fyrstu leiki sína í efstu deild og var með 2 mörk í 17 leikjum. Hann skorar eitt mark í níu leikjum sumarið 2020 og svo þrjú mörk á síðustu leiktíð. Nökkvi var síðan með 22 mörk í 23 deildar og bikarleikjum í sumar. Hvað gerðist? Virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil „Aðalpunkturinn er að ég hélst heill í heilt tímabil. Ég var virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil. Ég fótbrotnaði 2020 og svo liðband í ökkla hjá mér 2021 sem var mjög óheppilegt. Það var eftir sjö umferðir og ég var frá í átta viku og nær allt tímabilið 2020. Það er því númer eitt að haldast heill,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Klippa: Stúkan: Viðtal við Nökkva Þey „Það er alltaf best en ég breytti líka. Ég fór að vinna meira í mér. Ég hef sagt það margoft þegar ég hef verið spurður að þessu að það var aukaæfingin sem skilaði þessu að mínu mati og smáatriðin. Svefninn, mataræðið og að hugsa um öll þessi litlu atriði. Þetta er kannski gömul klisja en það virkar,“ sagði Nökkvi Þeyr. Ætlaði fyrst að stefna á tíu mörk Setti Nökkvi sér einhver markmið í markaskorun á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Ég setti mér markmið en það var ekki sautján mörk. Ég byrjaði að setja mér tíu marka markmið og svo náði ég því og þá bætti ég við fimm mörkum. Þegar ég náði fimmtán mörkum þá var ég með tuttugu mörkin sem markmið en ég var kominn út áður en ég gat klárað það,“ sagði Nökkvi. „Það er frábært að vera kominn út og vinna við það sem maður elskar sem er að spila fótbolta. Ertu búinn að hugsa það eitthvað síðan þú fórst út að það hefði verið fjandi gaman að slá þetta markamet loksins,“ spurði Guðmundur Benediktsson. Var sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í markametinu „Það hefði veri fjandi gaman en þegar maður horfir á stóru myndina þá er minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet. Það gerir meira fyrir mig að taka þetta skref heldur en að eiga eitthvað markamet finnst mér. Auðvitað er það skemmtilegt en ég var finnst mér sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í þessu markameti,“ sagði Nökkvi. Beerschot „Ég var meira að pæla bara í næsta leik og vinna hann. Svo þegar maður kom út og var kominn smá út úr þessu að vera heima og spila þessa leiki þá fór maður að hugsa aðeins að það hefði verið gaman að klára síðustu þrjá leikina og alla vega reyna við þetta markamet. Það hefði verið gaman að verða fyrstur til að fara upp í tuttugu mörk,“ sagði Nökkvi. „En þegar maður lítur á stóru myndina þá sé ég ekki eftir því,“ sagði Nökkvi en það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Besta deild karla KA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira