Viðskipti innlent

Harpa stýrir mann­auðs­sviði Nóa Síríus

Atli Ísleifsson skrifar
Harpa Þorláksdóttir.
Harpa Þorláksdóttir. Aðsend

Harpa Þorláksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Nóa Síríus og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Frá þessu segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Harpa hafi víðtæka reynslu af mannauðsmálum, stefnumótun, stjórnun og rekstri. 

„Harpa var um árabil mannauðsstjóri Deloitte sem og yfirmaður þjónustudeildar Deloitte. Hún var framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition og síðar mannauðsstjóri Lyfjastofnunar. Þar á undan starfaði hún um árabil sem forstöðumaður markaðs- og samskiptamála hjá Eimskip, Þyrpingu, Atorku og Deloitte.

Harpa hefur einnig reynslu af ráðgjöf og stjórnendamarkþjálfun bæði hjá hinu opinbera sem og á almennum markaði og hefur fjölbreytta reynslu af stjórnarsetu.

Harpa er með MBA-gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún hefur einnig lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc.-gráðu í sjáv­ar­út­vegs­fræðum frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×