
Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR segir daginn einn af vertíðardögum fyrirtækisins og mikinn gleðidag. Samkvæmt honum seljast alltaf einhverjar tegundir upp og engin leið sé að spá til um hvaða bjór verði vinsælastur það árið.
420.000 lítrar af Julebryg
Í fyrra var Tuborg Julebryg langvinsælastur en af honum seldust tæplega 420.000 lítrar, samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Aðrar vinsælar tegundir voru jólabjórarnir frá Viking og Thule, Jólagull, Hvít Jól Mandarínu White Ale og Jólakaldi.