Mourinho kom Roma í umspil Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 22:26 Nicola Zaniolo fagnar marki sínu í kvöld en Roma fer í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vísir/Getty Jose Mourinho og lærisveinar hans í Roma tryggðu sér sæti í umspili um áframhald í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með því að leggja Ludogorets að velli í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld. Þá vann West Ham sinn riðil með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni. Leikur Roma og Ludogorets var úrslitaleikur um áframhaldandi veru í Evrópudeildinni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið í kvöld þegar Rick Lima skoraði í lok fyrri hálfleiks. Roma svaraði hins vegar með þremur mörkum í síðari hálfleik. Lorenzo Pellegrini skoraði úr tveimur vítaspyrnum með tæplega tíu mínútna millibili og Nicolo Zaniolo skoraði þriðja mark Rómverja þegar skammt var eftir. Roma nær því öðru sæti riðilsins á eftir Real Betis sem vann HJK Helsinki 3-0 í kvöld. Þeir fara því í umspil þar sem þeir mæta liði sem lenti í þriðja sæti í riðli í Meistaradeildinni þar sem barist verður um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Úr leik Real Betis og HJK Helsinki.Vísir/Getty Í B-riðli tryggði Fenerbache sér efsta sætið eftir sigur á Dynamo Kiev. Stade Rennais endar í öðru sæti og AEK Larnaca í því þriðja en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi í kvöld. Í D-riðli var Union Saint-Gilloise búið að tryggja sér sigurinn en Union Berlin náði öðru sæti eftir 1-0 sigur á toppliðinu í kvöld. SC Braga lagði Malmö FF í hinum leik riðilsins og endar í þriðja sæti en Malmö fer stigalaust í gegnum riðilinn. Fullt hús stiga hjá West Ham í Sambandsdeildinni West Ham vann öruggan 3-0 sigur á FCSB á útivelli í kvöld. Lærisveinar David Moyes fara því með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina og eru komnir í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Pablo Fornals skoraði tvö mörk fyrir West Ham í kvöld. Í hinum leik riðilsins vann Anderlecht 2-0 sigur á Silkeborg og fór því uppfyrir danska liðið og upp í annað sæti riðilsins. Pablo Fornals fagnar öðru marka sinna í kvöld.Vísir/Getty Lech Poznan tryggði sér sæti í umspili Sambandsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Villareal í kvöld. Villareal vann riðilinn nokkuð örugglega með þrettán stig, fjórum stigum á undan Lech Poznan. Mikil spenna var í D-riðli. Franska liðið Nice tryggði sér að lokum efsta sætið eftir 2-2 jafntefli gegn FC Köln. Köln endar í þriðja sætinu, aðeins stigi á eftir Nice og er því úr leik. Partizan Belgrade tekur annað sæti riðlsins, með jafn mörg stig og Nice, eftir 1-1 jafntefli gegn FC Slovacko í kvöld. Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Leikur Roma og Ludogorets var úrslitaleikur um áframhaldandi veru í Evrópudeildinni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið í kvöld þegar Rick Lima skoraði í lok fyrri hálfleiks. Roma svaraði hins vegar með þremur mörkum í síðari hálfleik. Lorenzo Pellegrini skoraði úr tveimur vítaspyrnum með tæplega tíu mínútna millibili og Nicolo Zaniolo skoraði þriðja mark Rómverja þegar skammt var eftir. Roma nær því öðru sæti riðilsins á eftir Real Betis sem vann HJK Helsinki 3-0 í kvöld. Þeir fara því í umspil þar sem þeir mæta liði sem lenti í þriðja sæti í riðli í Meistaradeildinni þar sem barist verður um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Úr leik Real Betis og HJK Helsinki.Vísir/Getty Í B-riðli tryggði Fenerbache sér efsta sætið eftir sigur á Dynamo Kiev. Stade Rennais endar í öðru sæti og AEK Larnaca í því þriðja en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi í kvöld. Í D-riðli var Union Saint-Gilloise búið að tryggja sér sigurinn en Union Berlin náði öðru sæti eftir 1-0 sigur á toppliðinu í kvöld. SC Braga lagði Malmö FF í hinum leik riðilsins og endar í þriðja sæti en Malmö fer stigalaust í gegnum riðilinn. Fullt hús stiga hjá West Ham í Sambandsdeildinni West Ham vann öruggan 3-0 sigur á FCSB á útivelli í kvöld. Lærisveinar David Moyes fara því með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina og eru komnir í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Pablo Fornals skoraði tvö mörk fyrir West Ham í kvöld. Í hinum leik riðilsins vann Anderlecht 2-0 sigur á Silkeborg og fór því uppfyrir danska liðið og upp í annað sæti riðilsins. Pablo Fornals fagnar öðru marka sinna í kvöld.Vísir/Getty Lech Poznan tryggði sér sæti í umspili Sambandsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Villareal í kvöld. Villareal vann riðilinn nokkuð örugglega með þrettán stig, fjórum stigum á undan Lech Poznan. Mikil spenna var í D-riðli. Franska liðið Nice tryggði sér að lokum efsta sætið eftir 2-2 jafntefli gegn FC Köln. Köln endar í þriðja sætinu, aðeins stigi á eftir Nice og er því úr leik. Partizan Belgrade tekur annað sæti riðlsins, með jafn mörg stig og Nice, eftir 1-1 jafntefli gegn FC Slovacko í kvöld.
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57