Stöð 2 Sport
Leikur Valur og Selfoss í Olís-deild karla fer fram á Hlíðarenda þar sem útsending hefst klukkan 19:15. Í kjölfarið verða strákarnir í Seinni bylgjunni svo mættir hressir og kátir þar sem þeir fara yfir liðna umferð í Olís-deildinni og segja okkur frá öllu því helsta sem þar gerðist.
Stöð 2 Sport 2
Sýnt verður frá drættinum í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en drátturinn hefst klukkan 11:00. Í kjölfarið verður svo dregið í Evrópudeildinni klukkan 12:00 og Sambandsdeildinni klukkan 13:00.
Klukkan 19:35 hefst svo útsendig frá leik Bracknell og Ipswich í þeirri elstu og virtustu, enska FA-bikarnum.
Stöð 2 Esport
Gametíví er á dagskrá klukkan 20:00 en í þættinum er fjallað um rafíþróttir og sagt frá öllu því sem er að gerast í þeim heiminum.