Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2022 14:53 Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, starfar í Elliðavatnsbænum og býr í Norðlingaholti. Arnar Halldórsson „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. Fjallað er um um mannlíf við Elliðavatn í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Ný hverfi Reykjavíkur og Kópavogs, Norðlingaholts- og Vatnsendahverfi, tóku að byggjast upp um síðustu aldamót við helstu útvistarperlur borgarbúa. Þá var til staðar við vatnið lítið samfélag og ýmis starfsemi með áhugaverða sögu sem teygir sig aftur í aldir. Ólafur Kr. Guðmundsson ólst upp við Elliðavatn.Arnar Halldórsson Ólafur Kr. Guðmundsson segir það hafa verið dýrð að alast upp við Elliðavatn. Faðir hans var hinn kunni athafnamaður, Guðmundur Guðmundsson í Trésmiðjunni Víði, en heimili fjölskyldunnar byggði hann upp við vatnsbakkann og nefndi Víðivelli. „Ég held að fáir í Reykjavík geri sér grein fyrir hversu mikil perla þetta er, Elliðaárdalurinn alveg frá ósum og til upptaka,“ segir Ólafur. Þorstein Sigmundsson er bóndi í Elliðahvammi.Arnar Halldórsson Og það finnast enn starfandi bændur við Elliðavatn. Kópavogsmegin á jörðinni Elliðahvammi hittum við Þorstein Sigmundsson, sem þar rekur eggja- og kjúklingabú. Þorsteinn og kona hans, Guðrún Alísa Hansen, keyptu Elliðahvamm árið 1964, aðeins tvítug að aldri, fluttu á staðinn og hófu búskap. „Hérna voru bara nokkrir sumarbústaðir. Maður sá varla nokkurn mann allan veturinn. Við fengum bara algerlega frið fyrir öllum og vorum bara svolítið ein í heiminum,“ segir Þorsteinn um upphafsárin. Eigendur Kríuness á bakka Elliðavatns neðan við hótelið.Arnar Halldórsson Það er meira að segja hótel við Elliðavatn og það upp á fjórar stjörnur, Hótel Kríunes. Að rekstrinum stendur heil fjölskylda, þrjár kynslóðir. Stofnandinn Björn Ingi Stefánsson er framkvæmdastjóri Kríuness, dóttir hans Sara er hótelstjóri og amman, Helga Björnsdóttir, er innkaupastjóri Kríuness. „Þvílíkt leyndarmál. Það vita ekkert margir af þessu,“ segir Sara að sé gjarnan viðkvæði íslenskra gesta hótelsins. Hótel Kríunes við Elliðavatn.Arnar Halldórsson Á Þingnesi við sunnanvert Elliðavatn eru friðlýstar minjar, sem Guðmundur Unnsteinsson sýnir okkur, en minjarnar eru taldar með þeim merkustu í borgarlandinu. „Það er klárt að hér eru fornminjar um þinghald,“ segir Guðmundur. Ingólfur Stefánsson og Matthildur Leifsdóttir búa í húsinu Stakkholti við bakka Elliðavatns.Arnar Halldórsson „Þetta er minn lóttóvinningur að komast hingað,“ segir Matthildur Leifsdóttir sem býr í húsinu Stakkholti ásamt Ingólfi Stefánssyni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:10. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Reykjavík Kópavogur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Stangveiði Fornminjar Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Fjallað er um um mannlíf við Elliðavatn í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Ný hverfi Reykjavíkur og Kópavogs, Norðlingaholts- og Vatnsendahverfi, tóku að byggjast upp um síðustu aldamót við helstu útvistarperlur borgarbúa. Þá var til staðar við vatnið lítið samfélag og ýmis starfsemi með áhugaverða sögu sem teygir sig aftur í aldir. Ólafur Kr. Guðmundsson ólst upp við Elliðavatn.Arnar Halldórsson Ólafur Kr. Guðmundsson segir það hafa verið dýrð að alast upp við Elliðavatn. Faðir hans var hinn kunni athafnamaður, Guðmundur Guðmundsson í Trésmiðjunni Víði, en heimili fjölskyldunnar byggði hann upp við vatnsbakkann og nefndi Víðivelli. „Ég held að fáir í Reykjavík geri sér grein fyrir hversu mikil perla þetta er, Elliðaárdalurinn alveg frá ósum og til upptaka,“ segir Ólafur. Þorstein Sigmundsson er bóndi í Elliðahvammi.Arnar Halldórsson Og það finnast enn starfandi bændur við Elliðavatn. Kópavogsmegin á jörðinni Elliðahvammi hittum við Þorstein Sigmundsson, sem þar rekur eggja- og kjúklingabú. Þorsteinn og kona hans, Guðrún Alísa Hansen, keyptu Elliðahvamm árið 1964, aðeins tvítug að aldri, fluttu á staðinn og hófu búskap. „Hérna voru bara nokkrir sumarbústaðir. Maður sá varla nokkurn mann allan veturinn. Við fengum bara algerlega frið fyrir öllum og vorum bara svolítið ein í heiminum,“ segir Þorsteinn um upphafsárin. Eigendur Kríuness á bakka Elliðavatns neðan við hótelið.Arnar Halldórsson Það er meira að segja hótel við Elliðavatn og það upp á fjórar stjörnur, Hótel Kríunes. Að rekstrinum stendur heil fjölskylda, þrjár kynslóðir. Stofnandinn Björn Ingi Stefánsson er framkvæmdastjóri Kríuness, dóttir hans Sara er hótelstjóri og amman, Helga Björnsdóttir, er innkaupastjóri Kríuness. „Þvílíkt leyndarmál. Það vita ekkert margir af þessu,“ segir Sara að sé gjarnan viðkvæði íslenskra gesta hótelsins. Hótel Kríunes við Elliðavatn.Arnar Halldórsson Á Þingnesi við sunnanvert Elliðavatn eru friðlýstar minjar, sem Guðmundur Unnsteinsson sýnir okkur, en minjarnar eru taldar með þeim merkustu í borgarlandinu. „Það er klárt að hér eru fornminjar um þinghald,“ segir Guðmundur. Ingólfur Stefánsson og Matthildur Leifsdóttir búa í húsinu Stakkholti við bakka Elliðavatns.Arnar Halldórsson „Þetta er minn lóttóvinningur að komast hingað,“ segir Matthildur Leifsdóttir sem býr í húsinu Stakkholti ásamt Ingólfi Stefánssyni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:10. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Reykjavík Kópavogur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Stangveiði Fornminjar Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp