Tapaði fjallgönguástríðunni eftir áföll Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 07:01 Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. vilborg arna „Ég þurfti svona að finna neistann minn aftur, koma til baka,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari en hún þurfti að finna fjallgönguástríðuna á ný eftir að hafa upplifað erfið áföll á Everest. Lengi vel vildi hún hvorki sjá né klífa fjöll. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni en Vilborg fagnar því um þessar mundir að 10 ár eru frá því að hún gekk ein á Suðurpólinn í sextíu daga, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni afmælisins ætlar hún ásamt fleirum að standa fyrir Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember, þar sem ítalska fjallgöngukonan Tamara Lunger mun gefa innsýn inn í leiðangursheim sinn. Lunger státar af mögnuðum ferli en hún var yngsta konan í heiminum til þess að standa á tindi Lhotse árið 2010 og árið 2014 kleif hún K2 án súrefnis. Vilborg segir alla geta dregið lærdóm af reynsluheimi Tamara og nýtt sér í daglegu lífi. Sjálf hefur Vilborg fengið sinn skerf af erfiðleikum og áföllum á fjallgönguferlinum, til að mynda þegar hún kleif tind Cho Oyo í Tíbet árið 2014, án súrefnis. „Það er svona líkamlega það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir Vilborg og bætir við að erfiðustu upplifanirnar hafi verið þegar hún reyndi við Everest í tvígang, fyrst árið 2014 og svo aftur ári síðar. Í fyrra skiptið féll snjóflóð og sextán létust og í seinna skiptið varð gríðarmikill jarðskjálfti en Vilborg var þá enn í grunnbúðunum. Lengi vel á eftir vildi hún hvorki klífa né sjá fjöll. „Þegar maður á svona sterka ástríðu þá er rosa erfitt að upplifa áfall í þessu, en það er auðvitað alltaf erfitt að upplifa áfall. Fjallamennskan er eitthvað sem ég hef getað leitað til á góðum stundum og á vondum stundum, og allt í einu er það bara farið. Kjarninn þínu hnjaskast pínulítið. Og maður þarf að finna leiðina. En svo er það náttúrulega þannig að maður er fjallamaður,“ segir Vilborg og bætir við að þess vegna hafi verið mikilvægt fyrir hana að finna þessa leið til baka. Hún komst á toppinn á Everest í þriðju tilraun, í maí 2017 og upplifði að eigin sögn ákveðið „closure.“ Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. „Og ég elska að vera úti í náttúrunni, en þetta er líka stór áskorun, þannig að þú ert roslega fókúseraður á það sem þú ert að gera og svo er þetta heilmikil núvitund. Þú kemur heim úr svona leiðangri og ert mjög þreyttur í kroppnum en ert samt endurnærður á sálinni, af því að þú ferð inn í þetta verkefni, og þetta verkefni er mjög afmarkað.“ Vilborg og Brynhildur Ólafs gengu þvert yfir Grænlandsjökul ásamt hópi fólks síðastliðið vor og munu segja frá leiðangrinum á fyrrnefndri Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember. Áhugsamir geta nálgast miða á Tix.is en hluti að aðgangsverðinu rennur til góðgerðamála í Pakistan. Fjallamennska Suðurskautslandið Bítið Tengdar fréttir Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01 Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni en Vilborg fagnar því um þessar mundir að 10 ár eru frá því að hún gekk ein á Suðurpólinn í sextíu daga, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni afmælisins ætlar hún ásamt fleirum að standa fyrir Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember, þar sem ítalska fjallgöngukonan Tamara Lunger mun gefa innsýn inn í leiðangursheim sinn. Lunger státar af mögnuðum ferli en hún var yngsta konan í heiminum til þess að standa á tindi Lhotse árið 2010 og árið 2014 kleif hún K2 án súrefnis. Vilborg segir alla geta dregið lærdóm af reynsluheimi Tamara og nýtt sér í daglegu lífi. Sjálf hefur Vilborg fengið sinn skerf af erfiðleikum og áföllum á fjallgönguferlinum, til að mynda þegar hún kleif tind Cho Oyo í Tíbet árið 2014, án súrefnis. „Það er svona líkamlega það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir Vilborg og bætir við að erfiðustu upplifanirnar hafi verið þegar hún reyndi við Everest í tvígang, fyrst árið 2014 og svo aftur ári síðar. Í fyrra skiptið féll snjóflóð og sextán létust og í seinna skiptið varð gríðarmikill jarðskjálfti en Vilborg var þá enn í grunnbúðunum. Lengi vel á eftir vildi hún hvorki klífa né sjá fjöll. „Þegar maður á svona sterka ástríðu þá er rosa erfitt að upplifa áfall í þessu, en það er auðvitað alltaf erfitt að upplifa áfall. Fjallamennskan er eitthvað sem ég hef getað leitað til á góðum stundum og á vondum stundum, og allt í einu er það bara farið. Kjarninn þínu hnjaskast pínulítið. Og maður þarf að finna leiðina. En svo er það náttúrulega þannig að maður er fjallamaður,“ segir Vilborg og bætir við að þess vegna hafi verið mikilvægt fyrir hana að finna þessa leið til baka. Hún komst á toppinn á Everest í þriðju tilraun, í maí 2017 og upplifði að eigin sögn ákveðið „closure.“ Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. „Og ég elska að vera úti í náttúrunni, en þetta er líka stór áskorun, þannig að þú ert roslega fókúseraður á það sem þú ert að gera og svo er þetta heilmikil núvitund. Þú kemur heim úr svona leiðangri og ert mjög þreyttur í kroppnum en ert samt endurnærður á sálinni, af því að þú ferð inn í þetta verkefni, og þetta verkefni er mjög afmarkað.“ Vilborg og Brynhildur Ólafs gengu þvert yfir Grænlandsjökul ásamt hópi fólks síðastliðið vor og munu segja frá leiðangrinum á fyrrnefndri Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember. Áhugsamir geta nálgast miða á Tix.is en hluti að aðgangsverðinu rennur til góðgerðamála í Pakistan.
Fjallamennska Suðurskautslandið Bítið Tengdar fréttir Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01 Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01
Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12