Call of Duty: Modern Warfare 2 - Hin fínasta upphitun fyrir Warzone 2 Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2022 08:46 Activision Það styttist í jólin og er verið að setja upp jólaljós út um allt. Eðli málsins samkvæmt fylgir nýr Call of Duty leikur aðdraganda jólanna en þetta árið er það Call of Duty: Modern Warfare 2 eða Skyldan kallar: Nútímahernaður tvö. Þótt leikurinn sé hinn fínasti er hann í rauninni bara upphitun fyrir Warzone 2 eða Warzone tvö. Ég hef gagnrýnt aragrúa af Call of Duty leikjum á undanförnum árum, enda hafa þeir að mestu verið gefnir út árlega um langt skeið. Fyrsti leikurinn kom út árið 2003 og ég get með sanni sagt að ég hafi haft gaman af þeim flestum, jafnvel þessum leiðinlegu. Síðast skrifaði ég um Call of Duty: Vanguard en þessi nýjasti leikur er framhald Modern Warfare frá 2019. Sjá einnig: Besti COD í langan tíma Ég er einn þeirra fáu sem þykja einspilun mikilvæg í COD-leikjum. Mér finnst gaman að spila mig í gegnum sögu þeirra sem er yfirleitt stútfull af skemmtilegum hasaratriðum, þó sagan sjálf sé yfirleitt ekki upp á marga fiska. Activision Það er best að líta á þetta sem tiltölulega langa hasarmynd sem maður fær að leika sér í. Að þessu sinni eru vinir okkar í Task Force 141, þeir Price, Gaz, Soap og hinn goðsagnakenndi Ghost, enn að berjast við hryðjuverkasamtökin al-Qatala en við hafa bæst öfgahópar frá Íran, rússneskir málaliðar og fleiri drullusokkar. Bandaríkjamenn hafa týnt nokkrum öflugum eldflaugum og það fer allt á annan endann, eins og það á til að gera í þessum söguheimi. Þess vegna þurfa meðlimir 141 að ferðast víða um heiminn og skjóta þar fólk í massavís. Eins og svo oft áður er saga einspilunarhluta leiksins ekki sú frumlegasta og jafnvel undarleg á köflum. En, hverjum er ekki sama um það, svo lengi sem þetta er skemmtilegt. Ekki hægt að vista byssur COD snýst þó að mestu um fjölspilunina og hefur eiginlega alltaf gert. Hún er mikilvægasti hluti leikjanna og stærsta ástæða þess að þeir eru eins vinsælir og þeir eru. Þar hef ég ýmislegt að segja. Það sem ég vil fyrst nefna er að maður getur ekki vistað byssur eins og maður vill hafa þær, sem er einstaklega fáránlegt. Í MW2, eins og öðrum nýjum COD-leikjum, getur maður gert miklar breytingar á byssum og stillt þær eins og maður vill hafa þær. Þetta ferli getur verið tímafrekt en einhverra hluta vegna býður MW2 spilurum ekki upp á vista byssur eins og þeir vilja hafa þær. Þetta er kannski ekki „galli“, tæknilega séð, en mér þykir þetta undarleg ákvörðun með tilliti til notendaviðmóts. Activision Af nógu að velja Að öðru leyti er ég nokkuð jákvæður í garð fjölspilunarinnar í MW2. Þar er nokkuð margt í boði, þó ég spili mest Team Deathmatch og Kill Confirmed. Þar er einnig hægt að spila leiki sem svipar mjög til gamla góða Counter Strike. Í öðrum þeirra mynda spilarar tvö lið þar sem annað þeirra á að sprengja upp eitt af tveimur skotmörkum og annað á að koma í veg fyrir það. Í hinum leiknum berjast tvö lið um gísla. Svo er annar leikur sem kallast Invasion. Þar mynda spilarar tvö tuttugu manna lið, sem einnig eru mynduð af bottum, og spila um yfirráð á tiltölulega stóru korti. Ég hata Invasion. Það er aðallega út af því að maður verður að spila með Crossplay. Ég spila sum sé á PS5 en í Invasion þarf maður að spila á móti fólki sem spilar í PC tölvum með lyklaborð og mýs. Í hefðbundnum Team Deathmatch, þar sem vegalengdir eru í minni, finnst mér það í góðu lagi. Gallinn við Invasion er að kortin eru oft mjög opin og PC-spilarar skjóta mann bara í hausinn þvert yfir allt kortið um leið og maður stingur kollinum fyrir eitthvað horn. Undirbúningur fyrir Warzone MW2 er að miklu leyti bara undirbúningur fyrir Warzone 2. Activision hefur náð miklum árangri á markaði svokallaðra Battle Royale-leikja með Warzone en sá leikur nýtur mikillar hylli og er gífurlega mikið spilaður. Fávitar eins og ég verja svo hellings peningum í leiknum við að kaupa nýja búninga á karlana sína og flottar en oftast ónothæfar byssur. Það eru nokkrar breytingar á milli leikja sem verður forvitnilegt að sjá í Warzone. Má þar nefna samspil klifurs og skammbyssa og það hvernig Infinity Ward er að reyna að auka notagildi skammbyssa í leiknum. Þá má einnig nefna sund og breytingar á því hvernig farartæki virka. Nú getur maður hoppað beint upp á þak á bílum eða hallað sér út um glugga til að skjóta aðra spilara. Þessa dagana vinnur maður hörðum höndum að því að „grinda“ byssur fyrir Warzone 2, svo maður geti verið upp á sitt besta þegar sá leikur verður gefinn út seinna í mánuðinum. Á meðan eru aðrir spilarar að rasskella mann ítrekað. Þetta hefur reynst erfitt fyrir geðheilsuna og mögulega fyrir nágranna mína líka. Ég get ekki ímyndað mér að þau telji mig í góðu andlegu jafnvægi. Það eru fáir leikir sem eiga auðveldar með að gera mig brjálaðan en Call of Duty leikir. Modern Warfare 2 er þar ekki undanskilinn. Activision Þrátt fyrir það er MW2 skemmtilegur leikur og sérstaklega þegar maður er að spila hann með vinum sínum, og Óttari. Það er ekki að ástæðulausu að þessir leikir eru eins vinsælir og þeir eru. Mest allt sem við kemur byssum í COD-leikjum er vel gert og það hefur lengi verið satt um þessa seríu. Þeir hjá Activison gera góða byssuleiki. Það getur þó farið gífurlega mikið í taugarnar á mér að byssurnar geti ekiki bara heitið raunverulegum nöfnum. Ég gæti mögulega verið einn en Lachmann byssurnar eru augljóslega H&K byssur. Hvort sem það er G3 eða MP5. Þó það gæti kostað einhverja peninga væri betra að hafa raunveruleg nöfn á byssunum. Activision Samantekt-ish Þótt hann geti farið mjög svo í taugarnar á mér og það sé á köflum óþolandi að spila hann, finnst mér erfitt að vera annað en jákvæður í garð Call of Duty: Modern Warfare 2. Borð geta verið illa hönnuð, byssur geta verið of kraftmiklar og leikurinn getur frosið merkilega og leiðinlega oft en þrátt fyrir það er þetta góður byssuleikur. Samfélagið í kringum hann er líka mjög virkt og maður mun spila allveg helling. Það er að segja þar til Warzone 2 kemur út. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Ég hef gagnrýnt aragrúa af Call of Duty leikjum á undanförnum árum, enda hafa þeir að mestu verið gefnir út árlega um langt skeið. Fyrsti leikurinn kom út árið 2003 og ég get með sanni sagt að ég hafi haft gaman af þeim flestum, jafnvel þessum leiðinlegu. Síðast skrifaði ég um Call of Duty: Vanguard en þessi nýjasti leikur er framhald Modern Warfare frá 2019. Sjá einnig: Besti COD í langan tíma Ég er einn þeirra fáu sem þykja einspilun mikilvæg í COD-leikjum. Mér finnst gaman að spila mig í gegnum sögu þeirra sem er yfirleitt stútfull af skemmtilegum hasaratriðum, þó sagan sjálf sé yfirleitt ekki upp á marga fiska. Activision Það er best að líta á þetta sem tiltölulega langa hasarmynd sem maður fær að leika sér í. Að þessu sinni eru vinir okkar í Task Force 141, þeir Price, Gaz, Soap og hinn goðsagnakenndi Ghost, enn að berjast við hryðjuverkasamtökin al-Qatala en við hafa bæst öfgahópar frá Íran, rússneskir málaliðar og fleiri drullusokkar. Bandaríkjamenn hafa týnt nokkrum öflugum eldflaugum og það fer allt á annan endann, eins og það á til að gera í þessum söguheimi. Þess vegna þurfa meðlimir 141 að ferðast víða um heiminn og skjóta þar fólk í massavís. Eins og svo oft áður er saga einspilunarhluta leiksins ekki sú frumlegasta og jafnvel undarleg á köflum. En, hverjum er ekki sama um það, svo lengi sem þetta er skemmtilegt. Ekki hægt að vista byssur COD snýst þó að mestu um fjölspilunina og hefur eiginlega alltaf gert. Hún er mikilvægasti hluti leikjanna og stærsta ástæða þess að þeir eru eins vinsælir og þeir eru. Þar hef ég ýmislegt að segja. Það sem ég vil fyrst nefna er að maður getur ekki vistað byssur eins og maður vill hafa þær, sem er einstaklega fáránlegt. Í MW2, eins og öðrum nýjum COD-leikjum, getur maður gert miklar breytingar á byssum og stillt þær eins og maður vill hafa þær. Þetta ferli getur verið tímafrekt en einhverra hluta vegna býður MW2 spilurum ekki upp á vista byssur eins og þeir vilja hafa þær. Þetta er kannski ekki „galli“, tæknilega séð, en mér þykir þetta undarleg ákvörðun með tilliti til notendaviðmóts. Activision Af nógu að velja Að öðru leyti er ég nokkuð jákvæður í garð fjölspilunarinnar í MW2. Þar er nokkuð margt í boði, þó ég spili mest Team Deathmatch og Kill Confirmed. Þar er einnig hægt að spila leiki sem svipar mjög til gamla góða Counter Strike. Í öðrum þeirra mynda spilarar tvö lið þar sem annað þeirra á að sprengja upp eitt af tveimur skotmörkum og annað á að koma í veg fyrir það. Í hinum leiknum berjast tvö lið um gísla. Svo er annar leikur sem kallast Invasion. Þar mynda spilarar tvö tuttugu manna lið, sem einnig eru mynduð af bottum, og spila um yfirráð á tiltölulega stóru korti. Ég hata Invasion. Það er aðallega út af því að maður verður að spila með Crossplay. Ég spila sum sé á PS5 en í Invasion þarf maður að spila á móti fólki sem spilar í PC tölvum með lyklaborð og mýs. Í hefðbundnum Team Deathmatch, þar sem vegalengdir eru í minni, finnst mér það í góðu lagi. Gallinn við Invasion er að kortin eru oft mjög opin og PC-spilarar skjóta mann bara í hausinn þvert yfir allt kortið um leið og maður stingur kollinum fyrir eitthvað horn. Undirbúningur fyrir Warzone MW2 er að miklu leyti bara undirbúningur fyrir Warzone 2. Activision hefur náð miklum árangri á markaði svokallaðra Battle Royale-leikja með Warzone en sá leikur nýtur mikillar hylli og er gífurlega mikið spilaður. Fávitar eins og ég verja svo hellings peningum í leiknum við að kaupa nýja búninga á karlana sína og flottar en oftast ónothæfar byssur. Það eru nokkrar breytingar á milli leikja sem verður forvitnilegt að sjá í Warzone. Má þar nefna samspil klifurs og skammbyssa og það hvernig Infinity Ward er að reyna að auka notagildi skammbyssa í leiknum. Þá má einnig nefna sund og breytingar á því hvernig farartæki virka. Nú getur maður hoppað beint upp á þak á bílum eða hallað sér út um glugga til að skjóta aðra spilara. Þessa dagana vinnur maður hörðum höndum að því að „grinda“ byssur fyrir Warzone 2, svo maður geti verið upp á sitt besta þegar sá leikur verður gefinn út seinna í mánuðinum. Á meðan eru aðrir spilarar að rasskella mann ítrekað. Þetta hefur reynst erfitt fyrir geðheilsuna og mögulega fyrir nágranna mína líka. Ég get ekki ímyndað mér að þau telji mig í góðu andlegu jafnvægi. Það eru fáir leikir sem eiga auðveldar með að gera mig brjálaðan en Call of Duty leikir. Modern Warfare 2 er þar ekki undanskilinn. Activision Þrátt fyrir það er MW2 skemmtilegur leikur og sérstaklega þegar maður er að spila hann með vinum sínum, og Óttari. Það er ekki að ástæðulausu að þessir leikir eru eins vinsælir og þeir eru. Mest allt sem við kemur byssum í COD-leikjum er vel gert og það hefur lengi verið satt um þessa seríu. Þeir hjá Activison gera góða byssuleiki. Það getur þó farið gífurlega mikið í taugarnar á mér að byssurnar geti ekiki bara heitið raunverulegum nöfnum. Ég gæti mögulega verið einn en Lachmann byssurnar eru augljóslega H&K byssur. Hvort sem það er G3 eða MP5. Þó það gæti kostað einhverja peninga væri betra að hafa raunveruleg nöfn á byssunum. Activision Samantekt-ish Þótt hann geti farið mjög svo í taugarnar á mér og það sé á köflum óþolandi að spila hann, finnst mér erfitt að vera annað en jákvæður í garð Call of Duty: Modern Warfare 2. Borð geta verið illa hönnuð, byssur geta verið of kraftmiklar og leikurinn getur frosið merkilega og leiðinlega oft en þrátt fyrir það er þetta góður byssuleikur. Samfélagið í kringum hann er líka mjög virkt og maður mun spila allveg helling. Það er að segja þar til Warzone 2 kemur út.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira