Veruleg hækkun raungengis áskorun fyrir atvinnugreinar í alþjóðlegri samkeppni
![Laun á íslenskum vinnumarkaði eru orðin tiltölulega há í alþjóðlegum samanburði. Hækkandi raungengi dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja við erlend. Hin hliðin á peningnum er að það getur laðað að fólk til starfa erlendis frá. Ekki virðist vera vanþörf á því mörg fyrirtækja kvarta undan skorti á starfsfólki.](https://www.visir.is/i/E2D2CA2BAA50613CA5A2D312CFD1B429679655613EDBB75AC9E55867A45C1F3E_713x0.jpg)
Veruleg hækkun raungengisins á mælikvarða hlutfallslegrar launaþróunar á fyrri árshelmingi er til marks um hversu ólík þróun launa hefur verið annars vegar hér á landi og hins vegar í okkar helstu viðskiptaríkjum. Sú þróun er áskorun fyrir atvinnugreinar sem eru í beinni samkeppni á heimsmarkaði, til að mynda ferðaþjónustuna sem er enn að glíma við eftirköst Covid-19 heimsfaraldursins.