Við hefjum þó leik á viðureign Ármanns og SAGA klukkan 19:30 þar sem lið Ármanns stefnir á að halda sér í toppbaráttunni með sigri.
Klukkan 20:30 er svo komið að viðureign NÚ og Ten5ion þar sem NÚ getur jafnað Þór á toppi deildarinnar með sigri gegn stigalausu botnliðinu.
Seinasta viðureign kvöldsins er svo viðureign Ljósleiðaradeildara Dusty og toppliðs Þórs. Liðin höfnuðu í efstu tveimur sætum Ljósleiðaradeildarinnar á seinasta tímabili og Þórsarar tróna á toppi hennar eins og staðan er þegar þetta er ritað. Dusty getur þó jafnað Þór að stigum með sigri og því er mikið undir í leik kvöldsins.
Ljósleiðaradeildin verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport, en einnig verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.