„Þetta er mikið högg og mjög sárt tap“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2022 23:15 Elvar Már Friðriksson skoraði nítján í tapinu fyrir Georgíu. vísir/vilhelm Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tapaði fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023. Ísland hafði unnið mikla spennuleiki á heimavelli í undankeppninni en fékk að kynnast hinni hliðinni á þeim peningi í kvöld. „Þetta er akkúrat andstæðan við það hvernig mér hefur liðið eftir síðustu þrjá heimaleiki. Þetta er mikið högg og mjög sárt tap. Við gerðum vel en þeir gerðu það líka á lokakaflanum og settu niður stór skot. Þetta var leikur sem hefði getað dottið báðu megin,“ sagði Elvar þegar hann ræddi við blaðamann Vísis eftir leikinn. En var eitthvað sérstakt sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það er hægt að skoða margt sem við gerðum ekki vel. Miðað við leikstíl okkar spilum við aldrei fullkominn leik. Við reynum að hleypa þessu upp í villtan bolta,“ svaraði Elvar. „En við sáum í dag hversu góðir þeir voru þegar fóru með boltann á „blokkina“. Við áttum erfitt með að stoppa [Tornike] Shengelia og við þurftum að taka áhættu og falla af öðrum leikmönnum. Í 3. leikhluta klikkuðu þeir á skotunum, í þeim fjórða settu þeir þau niður. Það gerði okkur erfitt fyrir. En þú stendur og fellur með ákvörðunum sem þú tekur.“ Íslendingar hafa ekki langan tíma til að sleikja sárin því þeir mæta Úkraínumönnum á mánudaginn í leik sem þeir verða að vinna til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. „Við þurfum að gíra okkur upp í þann risaleik. Við þurfum að taka stig þar til að fara út til Georgíu í úrslitaleik í febrúar,“ sagði Elvar að endingu. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00 Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50 Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Þetta er akkúrat andstæðan við það hvernig mér hefur liðið eftir síðustu þrjá heimaleiki. Þetta er mikið högg og mjög sárt tap. Við gerðum vel en þeir gerðu það líka á lokakaflanum og settu niður stór skot. Þetta var leikur sem hefði getað dottið báðu megin,“ sagði Elvar þegar hann ræddi við blaðamann Vísis eftir leikinn. En var eitthvað sérstakt sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það er hægt að skoða margt sem við gerðum ekki vel. Miðað við leikstíl okkar spilum við aldrei fullkominn leik. Við reynum að hleypa þessu upp í villtan bolta,“ svaraði Elvar. „En við sáum í dag hversu góðir þeir voru þegar fóru með boltann á „blokkina“. Við áttum erfitt með að stoppa [Tornike] Shengelia og við þurftum að taka áhættu og falla af öðrum leikmönnum. Í 3. leikhluta klikkuðu þeir á skotunum, í þeim fjórða settu þeir þau niður. Það gerði okkur erfitt fyrir. En þú stendur og fellur með ákvörðunum sem þú tekur.“ Íslendingar hafa ekki langan tíma til að sleikja sárin því þeir mæta Úkraínumönnum á mánudaginn í leik sem þeir verða að vinna til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. „Við þurfum að gíra okkur upp í þann risaleik. Við þurfum að taka stig þar til að fara út til Georgíu í úrslitaleik í febrúar,“ sagði Elvar að endingu.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00 Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50 Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. 11. nóvember 2022 23:00
Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. 11. nóvember 2022 22:50
Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. 11. nóvember 2022 22:10