Russell tryggði sér sinn fyrsta sigur á ferlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. nóvember 2022 23:01 George Russell tryggði sér sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 í kvöld. Peter J Fox/Getty Images Breski ökuþórinn George Russell vann í kvöld sinn fyrsta Formúlu 1 kappakstur á ferlinum er hann kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, kom annar í mark. Var þetta fyrsti sigur Mercedes-liðsins á tímabilinu. Russell hóf keppnina á ráspól, en mikil læti voru í upphafi kappakstursins. Tveir bílar þurftu að hætta keppni á fyrsta hring og Hamilton og heimsmeistarinn Max Verstappen rákust saman. Hamilton náði þó að vinna sig aftur upp listann og kom að lokum annar í mark, á eftir liðsfélaga sínum sem fagnaði sigri. GEORGE RUSSELL IS A GRAND PRIX WINNER!He masterfully takes his maiden win, and @MercedesAMGF1's first of 2022!#BrazilGP #F1 @GeorgeRussell63 pic.twitter.com/TkY17hWQAY— Formula 1 (@F1) November 13, 2022 Nýkrýndi heimsmeistarinn Verstappen kom hins vegar sjötti í mark, á eftir Mercedes-mönnunum, Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari og Fernando Alonso á Alpine. Þá vakti einnig athygli að Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen kom sjöundi í mark, á eftir Verstappen þrátt fyrir það að liðið hafi beðið Verstappen um að hleypa Perez fram úr sér. Verstappen ákvað hins vegar að hunsa þær skipanir og hélt sínu striki til loka. Perez over the team radio after Verstappen didn't let him past 😳 pic.twitter.com/piL9ZI54HJ— ESPN F1 (@ESPNF1) November 13, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Russell hóf keppnina á ráspól, en mikil læti voru í upphafi kappakstursins. Tveir bílar þurftu að hætta keppni á fyrsta hring og Hamilton og heimsmeistarinn Max Verstappen rákust saman. Hamilton náði þó að vinna sig aftur upp listann og kom að lokum annar í mark, á eftir liðsfélaga sínum sem fagnaði sigri. GEORGE RUSSELL IS A GRAND PRIX WINNER!He masterfully takes his maiden win, and @MercedesAMGF1's first of 2022!#BrazilGP #F1 @GeorgeRussell63 pic.twitter.com/TkY17hWQAY— Formula 1 (@F1) November 13, 2022 Nýkrýndi heimsmeistarinn Verstappen kom hins vegar sjötti í mark, á eftir Mercedes-mönnunum, Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari og Fernando Alonso á Alpine. Þá vakti einnig athygli að Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen kom sjöundi í mark, á eftir Verstappen þrátt fyrir það að liðið hafi beðið Verstappen um að hleypa Perez fram úr sér. Verstappen ákvað hins vegar að hunsa þær skipanir og hélt sínu striki til loka. Perez over the team radio after Verstappen didn't let him past 😳 pic.twitter.com/piL9ZI54HJ— ESPN F1 (@ESPNF1) November 13, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira