Bragðlaukarnir dansa á Lemon Lemon 14. nóvember 2022 11:17 Á Lemon er allt útbúið á staðnum úr besta mögulega hráefninu. Hér er Shashika Bandera starfsmaður Lemon með girnilegan bakka. „Lemon er staðurinn fyrir fólk sem hugar að heilsunni og vill holla og góða næringu sem fær bragðlaukana til að dansa. Við sérhæfum okkur í sælkerasamlokum og ferskum söfum en bjóðum einnig upp á kaffi, próteinsjeika, hafragraut og orkuskot. Á Lemon er allt útbúið á staðnum eftir pöntunum hverju sinni, úr besta mögulega hráefninu,“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon, sem er veitingastaður vikunnar á Vísi. „Fólk elskar að setjast niður hjá okkur, fá sér kombó og góðan kaffibolla á eftir. Eftir að við opnuðum vefsöluna á www.lemon.is hafa viðskiptavinir einnig nýtt sér í auknum mæli að panta og pikka upp hjá okkur. Vinsælasta kombóið frá opnun er Spicy chicken og Nice Guy. Það er eitthvað við sterka bragðið af kjúklingnum í bland við sæta jarðarberjabragðið af djúsnum sem gerir þetta kombó svona gott,“ segir hún. Lemon opnaði í mars 2013 og verður því 10 ára á næsta ári. Staðirnir eru orðnir átta, sex á höfuðborgarsvæði og tveir á Norðurlandi. Framundan er opnun þriggja nýrra staða í verslunum Hagkaups í Skeifunni, Smáralind og Kringlunni. Unnur Guðríður Indriðadóttir, Shashika Bandera og Jóhanna Soffía Birgisdóttir. „Einnig höfum við opnað þrjá Lemon míní staði á þjónustustöðvum Olís í Borgarnesi, Akranesi og Selfossi,“ segir Unnur Guðríður en hvað er Lemon Míní? „Lemon míní er aðeins minni útgáfa af Lemon eins og nafnið gefur til kynna. Á Lemon míní er hægt að fá fjórar tegundir af samlokum og fjóra tegundir af djúsum. Um er að ræða „best of the best“ af Lemon.“ Vinsælt er að fá sér kombó á Lemon. Sælkerasamloku og sólskin í glasi. Mataráskrift og veisluþjónusta Lemon hefur klárlega fest sig í sessi hjá Íslendingum enda hollur og góður skyndibiti. Fyrirtæki eru mörg hver komin í áskrift og fá senda bakka og djúsa reglulega og vinsælt er að bjóða upp á veislubakka frá Lemon á hverskonar viðburðum. „Veislubakkarnir frá okkur hafa slegið í gegn og við finnum fyrir mikilli aukningu þar,“ segir Unnur Guðríður. „Veislubakkarnir henta vel fyrir stór og smá fyrirtæki og fyrir afmæli, fundi, veislur, partý og brúðkaup. Fólk velur annaðhvort sínar uppáhalds samlokur eða lætur okkur sjá um að velja. Einnig geta fyrirtæki pantað bakka með sætum bitum og bakka með ávöxtum. Þessi blanda er mjög vinsæl á viðburði og fundi í fyrirtækjum." Nú fara jólasamlokurnar og jóladjúsarnir líka að detta inn og það hefur alltaf verið vinsælt að panta jólaveislubakka. Fyrirtæki panta aftur og aftur og það segir okkur að fólk er ánægt með vörurnar okkar og þjónustu. Það er auðvelt að panta með því að senda tölvupóst á veisla@lemon.isog við svörum um hæl,“ segir Unnur Guðríður. Einn af þeim vinsælustu - uppskrift Allir safarnir á Lemon eru góðir en hér er uppskrift af einum af þeim vinsælustu. Hann er einfaldur, hollur og góður. Good Times 2 epli ½ avocado ¼ sítróna biti af engifer (þumalputtastærð) 3 klakar Eplin eru pressuð ásamt engifer og sítrónu. Safinn er síðan settur í blandara ásamt avókadó og klaka. Blandað í um 20 sekúndur og þá er djúsinn tilbúinn. Njótið. Matur Veitingastaðir Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Fólk elskar að setjast niður hjá okkur, fá sér kombó og góðan kaffibolla á eftir. Eftir að við opnuðum vefsöluna á www.lemon.is hafa viðskiptavinir einnig nýtt sér í auknum mæli að panta og pikka upp hjá okkur. Vinsælasta kombóið frá opnun er Spicy chicken og Nice Guy. Það er eitthvað við sterka bragðið af kjúklingnum í bland við sæta jarðarberjabragðið af djúsnum sem gerir þetta kombó svona gott,“ segir hún. Lemon opnaði í mars 2013 og verður því 10 ára á næsta ári. Staðirnir eru orðnir átta, sex á höfuðborgarsvæði og tveir á Norðurlandi. Framundan er opnun þriggja nýrra staða í verslunum Hagkaups í Skeifunni, Smáralind og Kringlunni. Unnur Guðríður Indriðadóttir, Shashika Bandera og Jóhanna Soffía Birgisdóttir. „Einnig höfum við opnað þrjá Lemon míní staði á þjónustustöðvum Olís í Borgarnesi, Akranesi og Selfossi,“ segir Unnur Guðríður en hvað er Lemon Míní? „Lemon míní er aðeins minni útgáfa af Lemon eins og nafnið gefur til kynna. Á Lemon míní er hægt að fá fjórar tegundir af samlokum og fjóra tegundir af djúsum. Um er að ræða „best of the best“ af Lemon.“ Vinsælt er að fá sér kombó á Lemon. Sælkerasamloku og sólskin í glasi. Mataráskrift og veisluþjónusta Lemon hefur klárlega fest sig í sessi hjá Íslendingum enda hollur og góður skyndibiti. Fyrirtæki eru mörg hver komin í áskrift og fá senda bakka og djúsa reglulega og vinsælt er að bjóða upp á veislubakka frá Lemon á hverskonar viðburðum. „Veislubakkarnir frá okkur hafa slegið í gegn og við finnum fyrir mikilli aukningu þar,“ segir Unnur Guðríður. „Veislubakkarnir henta vel fyrir stór og smá fyrirtæki og fyrir afmæli, fundi, veislur, partý og brúðkaup. Fólk velur annaðhvort sínar uppáhalds samlokur eða lætur okkur sjá um að velja. Einnig geta fyrirtæki pantað bakka með sætum bitum og bakka með ávöxtum. Þessi blanda er mjög vinsæl á viðburði og fundi í fyrirtækjum." Nú fara jólasamlokurnar og jóladjúsarnir líka að detta inn og það hefur alltaf verið vinsælt að panta jólaveislubakka. Fyrirtæki panta aftur og aftur og það segir okkur að fólk er ánægt með vörurnar okkar og þjónustu. Það er auðvelt að panta með því að senda tölvupóst á veisla@lemon.isog við svörum um hæl,“ segir Unnur Guðríður. Einn af þeim vinsælustu - uppskrift Allir safarnir á Lemon eru góðir en hér er uppskrift af einum af þeim vinsælustu. Hann er einfaldur, hollur og góður. Good Times 2 epli ½ avocado ¼ sítróna biti af engifer (þumalputtastærð) 3 klakar Eplin eru pressuð ásamt engifer og sítrónu. Safinn er síðan settur í blandara ásamt avókadó og klaka. Blandað í um 20 sekúndur og þá er djúsinn tilbúinn. Njótið.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira