„Við erum búnir að vera vinir síðustu 15 ár og það hefur alltaf verið einhver óneitanleg væntumþykja okkar á milli,“ segir Helgi.
Pétur starfar sem markaðssérfræðingur hjá KoiKoi, ásamt því að vera í meistaranámi. Þeir Helgi og Pétur hittust fyrir nokkrum mánuðum, þá í fyrsta sinn eftir langan tíma, og tóku upp þráðinn sem vinir.
„Ég hélt einhvern veginn að hann fílaði mig ekkert og hann hélt að ég fílaði sig ekkert. En við héldum samt áfram að hittast sem gamlir félagar.“
„Hann er fallegasti maður sem ég veit um“
Helgi lýsir framhaldinu sem svo að örlögin hafi einfaldlega gripið í taumana. Sumir hlutir séu einfaldlega bara ákveðnir fyrir mann.
„Það er eins og alheimurinn hafi haldið á tveimur Barbie körlum og látið þetta gerast. Þetta var bara skrifað í stjörnurnar. Ég er svo hamingjusamur og þakklátur,“ segir Helgi.
Parið varði tíma saman úti í Taílandi fyrr í haust og segir Helgi ferðalagið hafa verið draumi líkast.
„Þessi staður skiptir mig miklu máli og hann er fallegasti maður sem ég veit um, að utan sem innan. Það endurspeglaði svo mikið tímann okkar saman þarna úti.“

