Lífið

Sigur­vegarar Skrekks segja full­orðna oft hafa for­dóma fyrir ung­linga­menningu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hluti krakkanna sem tóku þátt í Skrekk fyrir hönd Réttarholtsskóla í ár.
Hluti krakkanna sem tóku þátt í Skrekk fyrir hönd Réttarholtsskóla í ár. Vísir/Egill

Réttarholtsskóli bar sigur úr bítum í hæfileikakeppninni Skrekk sem fór fram í gærkvöldi. Siguratriðið fjallaði um fordóma fullorðinna fyrir unglingamenningu. Krakkarnir segja unglingamenningu eiga jafn mikinn rétt á sér og aðra menningu.

Réttarholtsskóli bar sigur úr bítum í hæfileikakeppni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar sem fór fram í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn sigrar keppnina.

Auk þess komst atriðið inn á svokölluðu dómarakorti, það er að það var valið eftir að þrjár undanúrslitakeppnir fóru fram en skólinn komst ekki upp úr undanriðli. Dómarar völdu tvö atriði, sem ekki komust upp úr riðli, til að fara áfram í úrslitin.

„Þetta var rosalega gaman. Síðasta árið [mitt í skólanum] og við vinnum þetta. Þetta er fyrsta sinn sem Réttó vinnur og ég er mjög glaður með þetta,“ segir Viktor Snær Kjartansson, nemandi í tíunda bekk. 

Atriðið fjallaði um unglingamenningu, sem krakkarnir segja eiga jafn mikinn rétt á sér og aðra menningu. Þau segja fullorðna hafa fordóma fyrir henni oft og tíðum.

Hvernig finnst ykkur það?

„Þau eru oft: Æj, unglingar eru alltaf úti og með læti. En þau voru líka unglingar einu sinni,“ segir Guðrún Margrét Finnsdóttir, nemandi í níunda bekk. 

„Við viljum minna á að það voru allir einu sinni ungir, alltaf með vesen en það voru allir þannnig,“ bætir Þórdís Hrafntinna Þráinsdóttir, í tíunda bekk, við. 

„Foreldrar hafa oft verið með fordóma gagnvart yngri kynslóðum,“ segir Stefán Örn Eggertsson, nemandi í tíunda bekk. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×