Hefur þurft aðstoð Björgunarsveitarinnar til að ferja sig í og úr giggi Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2022 08:04 Stórsöngkonan Diddú heldur sína fyrstu eiginlegu jólatónleika í Hörpunni sunnudaginn 4. desember í tilefni 25 ára útgáfuafmælis jólaplötunnar Jólastjarnan. „Það er svo margt sem maður á eftir í lífinu, ég hef aldrei áður haldið jólatónleika sjálf," segir stórsöngkonan og sjarmatröllið Sigrún Hjálmtýsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag. Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú eins og hún er flestum kunnug, ætlar að slá upp sínum fyrstu jólatónleikum þann 4. desember næstkomandi í tilefni þess að nú eru 25 ár liðin síðan jólaplata hennar Jólastjarnan kom út. Hefur aldrei áður sungið með leynigestinum Tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu þar sem Diddú mun flytja öll lögin á plötunni ásamt öðru efni. „Platan sjálf spannar í raun ekki alveg heila tónleika svo að ég verð með ýmis uppáhalds jólalög og önnur lög sem ég hef sungið í gegnum tíðina.“ Diddú vill ekkert gefa upp þegar hún er spurð út í mögulega gestasöngvara og segir: „Þetta er alveg einvalalið, þetta eru tveir gestir. Annar er frábær og ég hef sungið nokkrum sinnum með og er mjög gott að syngja með. Og hinn gesturinn....! Ég hef aldrei sungið með þeim gesti,“ segir Diddú sposk á svip. Það er allt eitthvað í fyrsta sinn. Viðtalið við Diddú í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan: Kamelljón sem syngur frá hjartanu Þó svo að þetta séu hennar fyrstu eigin jólatónleikar, ef svo má segja, hefur aðventan í gegnum tíðina verið undirlögð tónleikahaldi. „Ég hef verið að syngja á jólatónleikum alla tíð sem gestur annnara svo að þetta er alltaf slatti af tónleikum sem ég syng á, á aðventunni.“ Diddú er ein þeirra fárra sem hefur spreytt sig á flestum sviðum söngsins, í klassík, poppi og jazzi en aðspurð segist hún aldrei hafa fundið sig knúna til að velja á milli söngsviða, ef svo má að orði komast. Þetta byggist allt á grunntækni og að hafa hana vel á valdi sínu og þá getur maður sungið hvað sem er, bara ef þú syngur frá hjartanu. Enda eru tónleikarnir þess eðlis, og platan líka, að þarna eru jazzy lög, klassík og létt poppjólalög. Hvað heillar þig mest? „Allt, bara allt,“ segir hún og hlær. „Maður er „soddan“ kamelljón. Við verðum að vera það, söngvarar á Íslandi. Það er ekkert hægt að setja okkur í eitthvað eitt hólf. Maður verður að vera ansi fjölhæfur.“ Björgunarsveitin til hjálpar á snjóþungum vetrum Diddú hefur verið búsett í Mosfellsdal ásamt fjölskyldu sinni til margra ára og segir hún frá því að ekki hafi alltaf reynst auðvelt hér áður fyrr að komast heim eftir gigg. „Þegar það virkilega snjóaði, það hefur auðvitað breyst, en hér á árum áður þegar maður var mikið á fartinni og þurfti að koma sér á milli staða. Þá þurfti ég nokkrum sinnum að fá Björgunarsveitina til að koma mér fram og tilbaka.“ Sjálf segist hún vera mikið jólabarn og þessar vikur fyrir jól séu henni mjög dýrmætar. Ég elska þennan tíma. Það er líka því að maður kemst í þennan gír og er svo þakklátur fyrir að fá að gleðja fólk og fá að syngja fyrir fólk á þessum tíma. Það er mjög gefandi. Diddú unir sér einstaklega vel í eldhúsinu en um jólin tekur hún á móti allri fjölskyldunni í mat á aðfangadagskvöld þar sem boðið er upp á rjúpur, hamborgarahrygg og að sjálfsögðu veganmat, dugar ekkert minna. „Litla Diddú“ rauðhærð og skælbrosandi eins og amma Diddú með nöfnu sinni SIgrúnu Ingibjörgu sem fékk fljótt gælunafnið litla Diddú, ömmu sinni til mikillar ánægju. Diddú og eiginmaður hennar Þorkell Jóelsson eiga saman þrjár dætur, tvíburana Valdísi og Salome og svo er það yngsta stelpan Melkorka. Þau hjónin eiga þrjú barnabörn sem hún segir mikið lán. Nýjasta barnabarnið er stelpa sem kom í heiminn fyrir rúmum tveimur mánuðum. Ekki nóg með að hún sé kölluð litla Diddú þá er hún líka rauðhærð en þessi litla stúlka heitir Sigrún Ingibjörg. Það er bara allur pakkinn. Er hún kannski líka byrjuð að brosa út að eyrum? Það var nú það magnaðasta, hún var bara nokkurra daga gömul þegar brosið kom. Lífsgleðin ættgeng Diddú hefur í gegnum tíðina ekki bara heillað fólk með söng sínum heldur hefur geislandi lífsgleði hennar og breiða brosið brætt þjóðina. Aðspurð um lykilinn að þessu góða lundarfari og lífsgleði þakkar hún góðum genum en eins og flestum er kunnugt er litli bróðir söngkonunnar enginn annar en gleðigjafinn Páll Óskar svo það er greinilegt að Diddú hefur eitthvað til síns máls. Foreldrar mínir voru svona, þetta er ættgengt. Við erum sjö systkynin og við erum bara öll svona, okkar lundarfar. Við erum alltaf glöð og alltaf þakklát. Þó að hún viðurkenni það fúslega að auðvitað finni hún fyrir pirringi og leiða eins og aðrir, þá sé það mikilvægt að staldra ekki of lengi við pirringinn og halda áfram að brosa. „Ég er mjög glöð að eðlisfari og glaðlynd en ég er líka skapstór. Maður þarf að hafa skap til að vera í þessu fagi. Ég er líka ljón,“ segir hún að lokum. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á síðasta þátt í heild sinni. Bakaríið Bylgjan Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Harpa Björgunarsveitir Mosfellsbær Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú eins og hún er flestum kunnug, ætlar að slá upp sínum fyrstu jólatónleikum þann 4. desember næstkomandi í tilefni þess að nú eru 25 ár liðin síðan jólaplata hennar Jólastjarnan kom út. Hefur aldrei áður sungið með leynigestinum Tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu þar sem Diddú mun flytja öll lögin á plötunni ásamt öðru efni. „Platan sjálf spannar í raun ekki alveg heila tónleika svo að ég verð með ýmis uppáhalds jólalög og önnur lög sem ég hef sungið í gegnum tíðina.“ Diddú vill ekkert gefa upp þegar hún er spurð út í mögulega gestasöngvara og segir: „Þetta er alveg einvalalið, þetta eru tveir gestir. Annar er frábær og ég hef sungið nokkrum sinnum með og er mjög gott að syngja með. Og hinn gesturinn....! Ég hef aldrei sungið með þeim gesti,“ segir Diddú sposk á svip. Það er allt eitthvað í fyrsta sinn. Viðtalið við Diddú í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan: Kamelljón sem syngur frá hjartanu Þó svo að þetta séu hennar fyrstu eigin jólatónleikar, ef svo má segja, hefur aðventan í gegnum tíðina verið undirlögð tónleikahaldi. „Ég hef verið að syngja á jólatónleikum alla tíð sem gestur annnara svo að þetta er alltaf slatti af tónleikum sem ég syng á, á aðventunni.“ Diddú er ein þeirra fárra sem hefur spreytt sig á flestum sviðum söngsins, í klassík, poppi og jazzi en aðspurð segist hún aldrei hafa fundið sig knúna til að velja á milli söngsviða, ef svo má að orði komast. Þetta byggist allt á grunntækni og að hafa hana vel á valdi sínu og þá getur maður sungið hvað sem er, bara ef þú syngur frá hjartanu. Enda eru tónleikarnir þess eðlis, og platan líka, að þarna eru jazzy lög, klassík og létt poppjólalög. Hvað heillar þig mest? „Allt, bara allt,“ segir hún og hlær. „Maður er „soddan“ kamelljón. Við verðum að vera það, söngvarar á Íslandi. Það er ekkert hægt að setja okkur í eitthvað eitt hólf. Maður verður að vera ansi fjölhæfur.“ Björgunarsveitin til hjálpar á snjóþungum vetrum Diddú hefur verið búsett í Mosfellsdal ásamt fjölskyldu sinni til margra ára og segir hún frá því að ekki hafi alltaf reynst auðvelt hér áður fyrr að komast heim eftir gigg. „Þegar það virkilega snjóaði, það hefur auðvitað breyst, en hér á árum áður þegar maður var mikið á fartinni og þurfti að koma sér á milli staða. Þá þurfti ég nokkrum sinnum að fá Björgunarsveitina til að koma mér fram og tilbaka.“ Sjálf segist hún vera mikið jólabarn og þessar vikur fyrir jól séu henni mjög dýrmætar. Ég elska þennan tíma. Það er líka því að maður kemst í þennan gír og er svo þakklátur fyrir að fá að gleðja fólk og fá að syngja fyrir fólk á þessum tíma. Það er mjög gefandi. Diddú unir sér einstaklega vel í eldhúsinu en um jólin tekur hún á móti allri fjölskyldunni í mat á aðfangadagskvöld þar sem boðið er upp á rjúpur, hamborgarahrygg og að sjálfsögðu veganmat, dugar ekkert minna. „Litla Diddú“ rauðhærð og skælbrosandi eins og amma Diddú með nöfnu sinni SIgrúnu Ingibjörgu sem fékk fljótt gælunafnið litla Diddú, ömmu sinni til mikillar ánægju. Diddú og eiginmaður hennar Þorkell Jóelsson eiga saman þrjár dætur, tvíburana Valdísi og Salome og svo er það yngsta stelpan Melkorka. Þau hjónin eiga þrjú barnabörn sem hún segir mikið lán. Nýjasta barnabarnið er stelpa sem kom í heiminn fyrir rúmum tveimur mánuðum. Ekki nóg með að hún sé kölluð litla Diddú þá er hún líka rauðhærð en þessi litla stúlka heitir Sigrún Ingibjörg. Það er bara allur pakkinn. Er hún kannski líka byrjuð að brosa út að eyrum? Það var nú það magnaðasta, hún var bara nokkurra daga gömul þegar brosið kom. Lífsgleðin ættgeng Diddú hefur í gegnum tíðina ekki bara heillað fólk með söng sínum heldur hefur geislandi lífsgleði hennar og breiða brosið brætt þjóðina. Aðspurð um lykilinn að þessu góða lundarfari og lífsgleði þakkar hún góðum genum en eins og flestum er kunnugt er litli bróðir söngkonunnar enginn annar en gleðigjafinn Páll Óskar svo það er greinilegt að Diddú hefur eitthvað til síns máls. Foreldrar mínir voru svona, þetta er ættgengt. Við erum sjö systkynin og við erum bara öll svona, okkar lundarfar. Við erum alltaf glöð og alltaf þakklát. Þó að hún viðurkenni það fúslega að auðvitað finni hún fyrir pirringi og leiða eins og aðrir, þá sé það mikilvægt að staldra ekki of lengi við pirringinn og halda áfram að brosa. „Ég er mjög glöð að eðlisfari og glaðlynd en ég er líka skapstór. Maður þarf að hafa skap til að vera í þessu fagi. Ég er líka ljón,“ segir hún að lokum. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á síðasta þátt í heild sinni.
Bakaríið Bylgjan Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Harpa Björgunarsveitir Mosfellsbær Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira