Alyssa sá myndbönd frá vinunum á miðlinum TikTok sem sýndi þá í búningunum og hafði í kjölfarið samband við þá.
Í myndbandinu frá afmælinu má sjá hvernig almennir borgarar töldu að um fræga manneskju væri að ræða þegar Alyssa mætti á svæðið og safnaðist fólk í kringum afmælisbarnið. Sumir gengu jafnvel svo langt að fá mynd með henni fyrir það eitt að vera fræg, þó að þau hafi augljóslega ekki haft hugmynd um það hver hún er, enda ekki þekktur einstaklingur.
Kieran segir í samtali við PetPixel að pósthólfið hans sé að fyllast af beiðnum frá fólki sem er að óska eftir því að ráða þá í veislurnar sínar. Á TikTok hafa myndbönd vinanna að þykjast vera „paparazzi“ ljósmyndarar fengið meira en 2.2 milljónir áhorfa.