Sport

Dagskráin í dag: Golf, körfubolti og Olís-deildin

Smári Jökull Jónsson skrifar
Valur mætir Stjörnunni í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.
Valur mætir Stjörnunni í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

Golf er áberandi á íþróttastöðvum Stöðvar 2 í dag. Þá verður sýndur leikur úr 1.deildinni í körfuknattleik og einnig leikur í Olís-deild karla í handknattleik.

Stöð 2 Sport

Leikur Vals og Stjörnunnar í Olís-deild karla verður í beinni útsendingu klukkan 19:15. Valsmenn eru efstir í deildinni en Stjörnumenn hafa verið að bæta leik sinn undanfarið og það má búast við hörkuleik í kvöld.

Stöð 2 Sport 2

Annar dagurinn á DP World Tour meistaramótinu verður í beinni útsendingu frá klukkan 7:00 en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Stöð 2 Sport 3

The RSM Classic mótið á PGA mótaröðinni verður í beinni frá klukkan 17:00. Bandaríkjamaðurinn Cole Hammer er í efsta sætinu eftir fyrsta daginn.

Stöð 2 Sport 4

Annar dagurinn á CME Group Tour meistaramótinu verður í beinni frá klukkan 19:00 en þar leiðir efsta kona heimslistans, Lydia Ko, eftir fyrsta daginn.

Stöð 2 Sport 5

Leikur Selfoss og Ármanns í 1.deild karla í körfuknattleik verður í beinni útsendingu klukkan 19:05. Liðin eru með jafnmörg stig í deildinni í 4.-6.sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×