Á vef Veðurstofunnar segir að líkur séu á skúrum á suðvesturhorninu í kvöld og að það bæti heldur í vind. Hiti veður á bilinu eitt til sjö stig.
„Á morgun gengur í allhvassa eða hvassa austanátt með rigningu, en heldur hægari og úrkomulítið fyrir norðan.
Það er ekki miklar breytingar að sjá á sunnudag því suðaustanáttin heldur áfram með rigningu, einkum suðaustantil, en úrkomulítið fyrir norðan.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Vaxandi austan- og suðaustanátt, 8-15 m/s síðdegis fyrir norðan og þurrt, en 13-20 og rigning sunnanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast með suðurströndinni. Mun hægari sunnantil um kvöldið.
Á sunnudag: Suðaustan og austan 10-18 m/s og rigning, einkum suðaustanlands og á Austfjörðum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Austan 8-15 m/s og dálítil væta af og til, en rigning suðaustantil framan af degi. Hiti 0 til 7 stig.
Á þriðjudag: Austan og norðaustan og allvíða væta með köflum, en bjart að mestu suðvestanlands. Hiti í kringum frostmark.
Á miðvikudag: Stíf norðaustanátt og slydda eða snjókoma fyrir norðan, en þurrt syðra. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt og slyddu eða snjókoma norðvestantil, en rigning um austanvert landið, annars þurrt. Hiti um og yfir frostmarki.