Cake kynnir rafmagnsmótorhjólið Bukk Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. nóvember 2022 07:01 Cake Bukk. Sænski rafmótorhjólaframleiðandinn kynnti á dögunum Bukk, sem er nýtt hjól frá Cake. Bukk byggir á upplýsingum úr mótaröð sem Cake heldur þar sem ekið er á hjólum þeirra. Rafhlaðan í Bukk er 72V, 2,9 kWh lithium-ion. Hún skilar 21,5 hestöflum og gerir Bukk hraðskreiðasta hjólið í vörulínu Cake. Hámarkshraði hjólsins er 100 km/klst. Ekki er gefin upp drægni fyrir Bukk í kílómetrum. Hins vegar gefur Cake upp að hleðslan dugi í þrjár klukkustundir í akstri á slóðum. Rafhlaðan er um 100 mínútur að hlaða upp í um 80%. Framgaffallinn býður upp á 278 millimetra fjöðrun. Sætið er í 96 sentimetra hæð. En veghæð hjólsins er 35 sentimetrar. Bukk býður upp á að skrá ferðir sínar til að tryggja að ökumaður og hjól skili sér heim og viti hvar þau hafi verið. Verðin byrja frá 14.970 evrum eða um 2,1 milljónum króna. Einungis 50 hjól verða framleitt í fyrstu lotu og forpantanir eru opnar. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent
Rafhlaðan í Bukk er 72V, 2,9 kWh lithium-ion. Hún skilar 21,5 hestöflum og gerir Bukk hraðskreiðasta hjólið í vörulínu Cake. Hámarkshraði hjólsins er 100 km/klst. Ekki er gefin upp drægni fyrir Bukk í kílómetrum. Hins vegar gefur Cake upp að hleðslan dugi í þrjár klukkustundir í akstri á slóðum. Rafhlaðan er um 100 mínútur að hlaða upp í um 80%. Framgaffallinn býður upp á 278 millimetra fjöðrun. Sætið er í 96 sentimetra hæð. En veghæð hjólsins er 35 sentimetrar. Bukk býður upp á að skrá ferðir sínar til að tryggja að ökumaður og hjól skili sér heim og viti hvar þau hafi verið. Verðin byrja frá 14.970 evrum eða um 2,1 milljónum króna. Einungis 50 hjól verða framleitt í fyrstu lotu og forpantanir eru opnar.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent