Lífið

Diego slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Kötturinn sem þjóðin elskar, Diego, varð fyrir bíl í morgun og er nokkuð slasaður.
Kötturinn sem þjóðin elskar, Diego, varð fyrir bíl í morgun og er nokkuð slasaður. Hulda Sigrún

Kötturinn Diego, sem margir þekkja úr Skeifunni í Reykjavík, varð fyrir bíl í morgun og er þónokkuð slasaður. Hann var fluttur á dýraspítala til aðhlynningar en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans.

Rúmlega níu þúsund manns eru í Facebook hópnum „Spottaði Diego“ og síðan fregnir bárust í morgun af slysinu hafa fjölmargir sent hlýjar kveðjur og lýst yfir áhyggjum sínum í hópnum. Nokkrir hafa boðist til að aðstoða við sjúkrakostnað ef til þess kemur. Það er ljóst að ferfætlingurinn hefur snert hjörtu fjölmargra landsmanna.

Óhætt er að segja að Diego sé einn frægasti köttur landsins en í frétt Vísis í fyrra kemur fram að það komi fyrir að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. Diego er fastagestur í Hagkaup og A4 og sést einnig reglulega á Dominos og öðrum stöðum í Skeifunni.

Að neðan má sjá umfjöllun um Diego úr fréttum Stöðvar 2 í fyrra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.