Er samfélagsmiðlanotkun maka vandamál í sambandinu? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2022 06:00 Hefur þú leitt hugann að því nýlega hversu stór hluti samskipta við maka fer fram á samfélagsmiðlum? Getty Þó svo að samfélagsmiðlar séu oft á tíðum vettvangur fyrstu kynna, daðurs og rómantískra skilaboða, getur samfélagsmiðlanotkun einnig verið valdið ýmiskonar erfiðleikum og vandamálum í ástarsamböndum til lengri tíma. Horfir þú meira á skjáinn en í augu makans? Notkun samfélagsmiðla er orðinn nokkuð stór partur af lífi margra og hefur þróunin í samskiptum í þessum hliðarheimi, ef svo má kalla, verið hröð og kannski of hröð fyrir okkur til að aðlagast. Hversu mikið af daglegum samskiptum okkar fer fram í gegnum þessa miðla? Hvers eðlis eru þau og hve miklum tíma eyðum við með augun límd við skjáinn? Ætli síminn sé mögulega orðinn ein stærsta ógn nándar og innileika í ástarsamböndum? Dæmi um samfélagsmiðlanotkun sem gæti orsakað vandamál í samböndum: Finnst þér maki þinn eyða of miklum tíma á samfélagsmiðlum? Skoða myndir og myndbönd, spjalla við vini, vinnufélaga eða ættingja eða birta efni. Fara innileg samskipti ykkar á milli, ástarorð, samtöl eða ágreiningur, frekar fram á samfélagsmiðlum en augliti til auglits? Finnst þér maki þinn sýna of mikið frá lífi ykkar eða angrar það þig ef maki þinn sýnir ekkert frá ykkar sambandi og lífi á samfélagsmiðlum, birtir aldrei mynd af þér? Finnst þér eins og maki þinn sé að fela samskipti fyrir þér á samfélagsmiðlum eða sé á einhvern hátt óviðeigandi í samskiptum og/eða hegðun á samfélagsmiðlum? Finnst þér maki þinn upptekinn af því að búa til ákveðna ímynd fyrir samfélagsmiðla? Jafnvel eyðileggja dýrmætar stundir með því að þurfa að taka þær upp eða stilla þeim aftur upp til að einungis deila á samfélagsmiðlum? Upplifir þú ákveðna kvöð á sífelldum samskiptum við maka á samfélagsmiðlum, til dæmis í vinnu, á viðburðum eða þegar þið eruð aðskilin? Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru í ástarsamböndum. Er samfélagsmiðlanotkun maka vandamál í sambandinu? Makamál hafa síðustu þrjú ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér. Spurning vikunnar Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hvernig bregst maki þinn oftast við þegar upp kemur ágreiningur? Flest viljum við bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp á í ástarsambandinu. Hlusta, ræða hlutina og komast að einhvers konar niðurstöðu. Óhjákvæmilega verðum við stundum sár, reið eða vonsvikin og þurfum tíma til að vinna úr vissum hlutum. 5. nóvember 2022 07:20 Þarf ekki alltaf flugelda til að halda í neistann í hjónabandinu „Það voru töfrar í loftinu sem leystu eitthvað úr læðingi og þá var ekki aftur snúið,“ segir leikkonan og listakonan Svandís Dóra Einarsdóttir um fyrstu kynni hennar og eiginmannsins Sigtryggs Magnasonar. 6. nóvember 2022 10:24 Um 86 prósent segjast nota kynlífstæki með maka „Þetta er eitt það fyrsta sem er mælt með í kynlífsráðgjöf þegar farið er í fjölbreytileika kynlífs, að krydda og brjóta upp rútínuna,“ segir kynfræðingurinn Sigga Dögg í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2022 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Horfir þú meira á skjáinn en í augu makans? Notkun samfélagsmiðla er orðinn nokkuð stór partur af lífi margra og hefur þróunin í samskiptum í þessum hliðarheimi, ef svo má kalla, verið hröð og kannski of hröð fyrir okkur til að aðlagast. Hversu mikið af daglegum samskiptum okkar fer fram í gegnum þessa miðla? Hvers eðlis eru þau og hve miklum tíma eyðum við með augun límd við skjáinn? Ætli síminn sé mögulega orðinn ein stærsta ógn nándar og innileika í ástarsamböndum? Dæmi um samfélagsmiðlanotkun sem gæti orsakað vandamál í samböndum: Finnst þér maki þinn eyða of miklum tíma á samfélagsmiðlum? Skoða myndir og myndbönd, spjalla við vini, vinnufélaga eða ættingja eða birta efni. Fara innileg samskipti ykkar á milli, ástarorð, samtöl eða ágreiningur, frekar fram á samfélagsmiðlum en augliti til auglits? Finnst þér maki þinn sýna of mikið frá lífi ykkar eða angrar það þig ef maki þinn sýnir ekkert frá ykkar sambandi og lífi á samfélagsmiðlum, birtir aldrei mynd af þér? Finnst þér eins og maki þinn sé að fela samskipti fyrir þér á samfélagsmiðlum eða sé á einhvern hátt óviðeigandi í samskiptum og/eða hegðun á samfélagsmiðlum? Finnst þér maki þinn upptekinn af því að búa til ákveðna ímynd fyrir samfélagsmiðla? Jafnvel eyðileggja dýrmætar stundir með því að þurfa að taka þær upp eða stilla þeim aftur upp til að einungis deila á samfélagsmiðlum? Upplifir þú ákveðna kvöð á sífelldum samskiptum við maka á samfélagsmiðlum, til dæmis í vinnu, á viðburðum eða þegar þið eruð aðskilin? Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru í ástarsamböndum. Er samfélagsmiðlanotkun maka vandamál í sambandinu? Makamál hafa síðustu þrjú ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hvernig bregst maki þinn oftast við þegar upp kemur ágreiningur? Flest viljum við bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp á í ástarsambandinu. Hlusta, ræða hlutina og komast að einhvers konar niðurstöðu. Óhjákvæmilega verðum við stundum sár, reið eða vonsvikin og þurfum tíma til að vinna úr vissum hlutum. 5. nóvember 2022 07:20 Þarf ekki alltaf flugelda til að halda í neistann í hjónabandinu „Það voru töfrar í loftinu sem leystu eitthvað úr læðingi og þá var ekki aftur snúið,“ segir leikkonan og listakonan Svandís Dóra Einarsdóttir um fyrstu kynni hennar og eiginmannsins Sigtryggs Magnasonar. 6. nóvember 2022 10:24 Um 86 prósent segjast nota kynlífstæki með maka „Þetta er eitt það fyrsta sem er mælt með í kynlífsráðgjöf þegar farið er í fjölbreytileika kynlífs, að krydda og brjóta upp rútínuna,“ segir kynfræðingurinn Sigga Dögg í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2022 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hvernig bregst maki þinn oftast við þegar upp kemur ágreiningur? Flest viljum við bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp á í ástarsambandinu. Hlusta, ræða hlutina og komast að einhvers konar niðurstöðu. Óhjákvæmilega verðum við stundum sár, reið eða vonsvikin og þurfum tíma til að vinna úr vissum hlutum. 5. nóvember 2022 07:20
Þarf ekki alltaf flugelda til að halda í neistann í hjónabandinu „Það voru töfrar í loftinu sem leystu eitthvað úr læðingi og þá var ekki aftur snúið,“ segir leikkonan og listakonan Svandís Dóra Einarsdóttir um fyrstu kynni hennar og eiginmannsins Sigtryggs Magnasonar. 6. nóvember 2022 10:24
Um 86 prósent segjast nota kynlífstæki með maka „Þetta er eitt það fyrsta sem er mælt með í kynlífsráðgjöf þegar farið er í fjölbreytileika kynlífs, að krydda og brjóta upp rútínuna,“ segir kynfræðingurinn Sigga Dögg í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2022 20:00