„Vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2022 07:01 Þórey Edda Elísdóttir er í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Vísir/Einar Taka þarf tillit til hagsmuna margra mismunandi hópa við byggingu nýrrar þjóðarhallar samkvæmt meðlimi í framkvæmdanefnd verkefnisins. Á fimmtudag fór fram fundur á verkfræðistofunni Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Á meðal málflutningsmanna var fyrrum Ólympíufarinn og umhverfisverkfræðingurinn Þórey Edda Elísdóttir, sem jafnframt situr í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Ný höll var einmitt umræðuefni hennar á fundinum. Þórey Edda segir störf nefndarinnar vera á grunnstigi taka þurfi tillit til margra hópa við bygginguna. „Notendur eru mjög breiður hópur, þetta eru margir hagsmunaaðilar. Við viljum að þessi höll geti nýst svo sem skólum á svæðinu, í Laugardalnum, íþróttafélögum í Laugardalnum og svo afreksíþróttum, þá landsliðunum okkar, að þau hafi einhversstaðar heimavöll og geti æft og keppt í löglegri höll,“ segir Þórey Edda. Sporni gegn aðstöðuleysi í Laugardal Líkt og hún nefnir er fyrirhuguð staðsetning hallarinnar í Laugardal, þar sem sú gamla er, og komi sú nýja í raun við hlið hennar - fáist leyfi eigenda og rými í deiluskipulagi fyrir því. Framkvæmdanefndin hyggst senda endanlegar tillögur um staðsetningu hallarinnar frá sér í desember. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar Þjóðarhallar sem framkvæmdanefnd mun leggja til við eigendur í desember.Þórey Edda/Verkís Sú gamla muni standa áfram og því muni aðstaða til íþrótta í Laugardal, fyrir Ármann og Þrótt til að mynda, taka stakkaskiptum. „Það er einmitt einn af tilgöngunum, að þörfum þeirra verði fullnægt þarna, að þau fái þarna aðgang að höllinni. Þetta eru sem sagt þrír til fjórir salir sem myndu bætast við núverandi Laugardalshöll þar sem að íþróttafélögin eru að æfa í dag. Þannig að auðvitað er þetta mikil stækkun á aðstöðu,“ segir Þórey. Er hægt að treysta því að þetta sé loks að raungerast? Umræða um nýja höll er ekki ný af nálinni, enda höllin á meðal þeirra eldri í Evrópu eftir að hafa verið opnuð árið 1965. Landslið Íslands í handbolta og körfubolta spila á undanþágum frá alþjóðasamböndum, enda uppfyllir núverandi höll ekki alþjóðlega staðla. Fjölmargar staðhæfingar, viljayfirlýsingar og starfshópar hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina en Þórey telur að meiri kraftur og vilji sé fyrir verkefninu nú en áður. „Það er mín tilfinning allavega og ég er rosalega vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram. Þessi vinna og þetta grunnplagg sem við ætlum að skila af okkur núna fái áframhaldandi líf og að við fáum að taka næstu skref. Ég er mjög bjartsýn,“ segir Þórey. Ný þjóðarhöll Reykjavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sjá meira
Á fimmtudag fór fram fundur á verkfræðistofunni Verkís um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Á meðal málflutningsmanna var fyrrum Ólympíufarinn og umhverfisverkfræðingurinn Þórey Edda Elísdóttir, sem jafnframt situr í framkvæmdanefnd nýrrar þjóðarhallar. Ný höll var einmitt umræðuefni hennar á fundinum. Þórey Edda segir störf nefndarinnar vera á grunnstigi taka þurfi tillit til margra hópa við bygginguna. „Notendur eru mjög breiður hópur, þetta eru margir hagsmunaaðilar. Við viljum að þessi höll geti nýst svo sem skólum á svæðinu, í Laugardalnum, íþróttafélögum í Laugardalnum og svo afreksíþróttum, þá landsliðunum okkar, að þau hafi einhversstaðar heimavöll og geti æft og keppt í löglegri höll,“ segir Þórey Edda. Sporni gegn aðstöðuleysi í Laugardal Líkt og hún nefnir er fyrirhuguð staðsetning hallarinnar í Laugardal, þar sem sú gamla er, og komi sú nýja í raun við hlið hennar - fáist leyfi eigenda og rými í deiluskipulagi fyrir því. Framkvæmdanefndin hyggst senda endanlegar tillögur um staðsetningu hallarinnar frá sér í desember. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar Þjóðarhallar sem framkvæmdanefnd mun leggja til við eigendur í desember.Þórey Edda/Verkís Sú gamla muni standa áfram og því muni aðstaða til íþrótta í Laugardal, fyrir Ármann og Þrótt til að mynda, taka stakkaskiptum. „Það er einmitt einn af tilgöngunum, að þörfum þeirra verði fullnægt þarna, að þau fái þarna aðgang að höllinni. Þetta eru sem sagt þrír til fjórir salir sem myndu bætast við núverandi Laugardalshöll þar sem að íþróttafélögin eru að æfa í dag. Þannig að auðvitað er þetta mikil stækkun á aðstöðu,“ segir Þórey. Er hægt að treysta því að þetta sé loks að raungerast? Umræða um nýja höll er ekki ný af nálinni, enda höllin á meðal þeirra eldri í Evrópu eftir að hafa verið opnuð árið 1965. Landslið Íslands í handbolta og körfubolta spila á undanþágum frá alþjóðasamböndum, enda uppfyllir núverandi höll ekki alþjóðlega staðla. Fjölmargar staðhæfingar, viljayfirlýsingar og starfshópar hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina en Þórey telur að meiri kraftur og vilji sé fyrir verkefninu nú en áður. „Það er mín tilfinning allavega og ég er rosalega vongóð um að þessi góða vinna fái að halda áfram. Þessi vinna og þetta grunnplagg sem við ætlum að skila af okkur núna fái áframhaldandi líf og að við fáum að taka næstu skref. Ég er mjög bjartsýn,“ segir Þórey.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sjá meira