Tvöfaldur framúrakstur Hamilton valinn tilþrif tímabilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 10:45 Lewis Hamilton var langt frá sínu besta á tímabilinu, en sýndi þó nokkur frábær tilþrif. Dan Mullan - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann ekki eina einustu keppni á tímabilinu í Formúlu 1 í fyrsta skipti á ferlinum á nýafstöðnu tímabili. Hann getur þó mögulega huggað sig að einhverju leyti við það að tvöfaldur framúrakstur hans á heimavelli var valinn sem tilþrif tímabilsins. Breski ökuþórinn Hamilton þekkir fátt annað en að vinna þegar kemur að því að aka í Formúlu 1. Það var þó ljóst strax í upphafi tímabils að hann og lið hans, Mercedes, yrði í vandræðum, enda voru bílar liðsins mun hægari en þeir hjá Red Bull og Ferrari. Staða Mercedes batnaði þó til muna eftir því sem líða fór á tímabilið. Bíllinn varð samkeppnishæfari með hverri keppninni og liðsfélaga hans, George Russell, tókst að sækja einn sigur fyrir liðið í brasilíska kappakstrinum. GEORGE RUSSELL WINS THE BRAZILIAN GRAND PRIX GET IN THERE!!! pic.twitter.com/NRamOJ6q4v— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 13, 2022 Sjöfalda heimsmeistaranum Hamilton tókst hins vegar ekki að sækja einn einasta sigur á tímabilinu í fyrsta sinn á ferlinum. Hann endaði í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna, 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum og 214 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen. Þrátt fyrir það sýndi Hamilton nokkur góð tilþrif á tímabilinu og þar ber hæst að nefna tvöfaldan framúrakstur hans á heimavelli í breska kappakstrinum í sumar. Þegar ökumennirnir höfðu ekið 44 hringi var Hamilton í harðri baráttu við Charles Leclerc ár Ferrari og Sergio Perez á Red Bull. Hamilton nýtti sér slag þeirra tveggja og tók fram úr þeim báðum með glæsibrag eins og sjá má í myndbandinu í Twitter-færslu Mercedes-liðsins hér að neðan. Með framúrakstrinum stökk Hamilton úr fjórða og upp í annað sæti, en hann endaði kappaksturinn að lokum í þriðja sæti. Lewis Hamilton has won F1's 'Action of the year award' for 𝗧𝗛𝗜𝗦 double overtake on Charles Leclerc and Sergio Perez 👏pic.twitter.com/lLiVXJE8Dj— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 26, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Breski ökuþórinn Hamilton þekkir fátt annað en að vinna þegar kemur að því að aka í Formúlu 1. Það var þó ljóst strax í upphafi tímabils að hann og lið hans, Mercedes, yrði í vandræðum, enda voru bílar liðsins mun hægari en þeir hjá Red Bull og Ferrari. Staða Mercedes batnaði þó til muna eftir því sem líða fór á tímabilið. Bíllinn varð samkeppnishæfari með hverri keppninni og liðsfélaga hans, George Russell, tókst að sækja einn sigur fyrir liðið í brasilíska kappakstrinum. GEORGE RUSSELL WINS THE BRAZILIAN GRAND PRIX GET IN THERE!!! pic.twitter.com/NRamOJ6q4v— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 13, 2022 Sjöfalda heimsmeistaranum Hamilton tókst hins vegar ekki að sækja einn einasta sigur á tímabilinu í fyrsta sinn á ferlinum. Hann endaði í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna, 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum og 214 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen. Þrátt fyrir það sýndi Hamilton nokkur góð tilþrif á tímabilinu og þar ber hæst að nefna tvöfaldan framúrakstur hans á heimavelli í breska kappakstrinum í sumar. Þegar ökumennirnir höfðu ekið 44 hringi var Hamilton í harðri baráttu við Charles Leclerc ár Ferrari og Sergio Perez á Red Bull. Hamilton nýtti sér slag þeirra tveggja og tók fram úr þeim báðum með glæsibrag eins og sjá má í myndbandinu í Twitter-færslu Mercedes-liðsins hér að neðan. Með framúrakstrinum stökk Hamilton úr fjórða og upp í annað sæti, en hann endaði kappaksturinn að lokum í þriðja sæti. Lewis Hamilton has won F1's 'Action of the year award' for 𝗧𝗛𝗜𝗦 double overtake on Charles Leclerc and Sergio Perez 👏pic.twitter.com/lLiVXJE8Dj— Mercedes-AMG F1 News ✇ (@MercedesNewsUK) November 26, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira