Viðskipti innlent

Sigurður ráðinn fram­kvæmda­stjóri Torf­hús Retreat

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Hafsteinn Sigurðsson.
Sigurður Hafsteinn Sigurðsson. Aðsend

Sigurður Hafsteinn Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Torfhús Retreat í Biskupstungum.

Í tilkynningu segir að hann þekki vel til hjá fyrirtækinu eftir að hafa stýrt opnun lúxushótelsins árið 2019. 

„Torfhús Retreat er staðsett í Biskupstungum þar sem torfbærinn og landslagið, ásamt íslenskri matar- og baðmenningu, eru í aðalhlutverki við að skapa ógleymanlega upplifun fyrir gesti.

Sigurður kemur til Torfhús Retreat frá Icelandair þar sem hann var sérfræðingur á fjármálasviði en þar áður hafði hann meðal annars starfað fyrir hið þekkta hótel Six Senses á eyjunni Koh Yao Noi í Tælandi. 

Hann er með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og hefur BA-gráðu í Hospitality Administration frá hinum virta skóla Swiss Hotel Management School. Þess má einnig geta að Sigurður hefur lokið prófi til löggildingar í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×