Daginn eftir kvaddi Einar Þorsteinsson, staðgengill borgarstjóra, sér hljóðs og hafnaði gagnrýni Samtaka iðnaðarins með öllu. Einar tók djúpt í árinni í samtali við Vísi og sagði að sjaldan eða aldrei hafi annað eins lóðaframboð hafa verið í Reykjavík og nú. „Því borgin er að taka algjöra forystu í uppbyggingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Einar.
Miðað við hvernig hann tekur til orða mætti ætla að lóðaframboð í Reykjavík sé hreinlega án hliðstæðu. Þegar þetta er ritað er ekki slíku að skipta ef marka má vefsíðu Reykjavíkurborgar um lóðir og lóðaleigusamninga sem eru í boði þessa stundina. Þar er nákvæmlega ein lóð fyrir íbúðarhúsnæði í boði, við Haukahlíð 4 í Hlíðarendahverfinu.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.