Lagið Over með stórhljómsveitinni Gusgus er lag dagsins.
Myndbandið var upphaflega hugsað sem tískustuttmynd fyrir Guðmund Jörundsson fatahönnuð og hugmyndin var að tvinna það saman við tónlist frá GusGus.
„Þetta endaði svo í að gera heljarinnar tónlistarmyndband við lagið Over. Við vorum svo heppin að fá kvikmyndatökumanninn Karl Óskarsson með okkur í lið, sem er hokinn af reynslu á þessu sviði," sagði Ellen Loftsdóttir stílisti sem leikstýrði myndbandinu ásamt Þorbirni Ingasyni. Tökur á myndbandinu fóru fram á strandlengjunni milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka
Hér má lesa umfjöllun Vísis um myndbandið frá árinu 2011.