Rafíþróttir

Tilþrifin: Eiki47 stríddi toppliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eiki47 sýndi frábær tilþrif í viðureign Fylkis og Atlantic Esports Iceland.
Eiki47 sýndi frábær tilþrif í viðureign Fylkis og Atlantic Esports Iceland.

Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Eiki47 í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins.

Eiki47 og félagar hans í Fylki mættu toppliði Atlantic Esports Iceland í fyrri viðureign gærkvöldsins þegar tíunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hófst eftir tæplega þriggja vikna pásu.

Fylkisliðið situr í næst neðsta sæti deildarinnar og því var ljóst að verkefni gærkvöldsins yrði erfitt fyrir liðið.

Liðin áttus við á kortinu Nuke og að lokum var það Atlantic Esports Iceland sem hafði betur, 16-7. Það var þó liðsmaður Fylkis, Eiki47, sem átti tilþrif gærkvöldsins þegar hann tók út bæði RavlE og PANDAZZ á örskotstundu, vopnaður aðeins skammbyssu. Tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Elko tilþrifin: Eiki47 stríddi toppliðinu





×