Flygildi fékk aukið fjármagn til að þróa dróna sem sinnir varnarmálum
![Björg Ormslev Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Flygildi.](https://www.visir.is/i/B2786A5D378B663D52A804124D55EB32AD2FCD32AB0D9C48FAC77002CF11DF25_713x0.jpg)
Sprotafyrirtækið Flygildi, sem þróað hefur dróna sem flýgur eins og fugl og er eins í laginu, hefur lokið við 50 milljón króna hlutafjáraukningu frá fjársterkum einstaklingum. Á meðal fjárfesta eru InfoCapital, í eigu Reynis Grétarssonar, og Guðbjörg Eddu Eggertsdóttir, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Actavis. Nýta á fjármagnið til að efla vöruþróun og fjölga starfsmönnum um þrjá. Þegar hafa tveir starfsmenn verið ráðnir. Horft er til þess að selja fyrirtækið til stórs framleiðanda eftir tvö ár.