„Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 4. desember 2022 10:00 „Mér finnst alltaf ofboðslega gaman að fá einhverskonar dekur í jólagjöf. Annars væri ég líka til í lækkun stýrivaxta og eðlilegan fasteignamarkað,“ segir sjónvarpskonana Kristjana Arnarsdóttir. Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég held að ég sé alveg mitt á milli þeirra tveggja. Ég var algjör jólaálfur þegar ég var yngri og þá var allt sett á milljón mörgum vikum fyrir jól. Fjölskyldan mín hlær reglulega að því þegar við frændi minn skelltum í jólakort í október eitt árið. Þá vorum við svo æst í glimmerinu að öll kortin voru eiginlega alveg límd saman þannig að það var varla hægt að taka þau í sundur til að lesa hvað í þeim stóð. Síðustu ár hef ég nú eiginlega bara verið að vinna mikið í kringum jólin og get því eiginlega ekki sagt að ég hafi lagt mikið upp úr jólahaldinu. En fram undan eru fyrstu jólin með Rósu Björk dóttur okkar og ég geri ráð fyrir því að jólaálfurinn í mér vakni til lífsins nú þegar lítil skotta er komin inn á heimilið.“ Kristjana eignaðist dótturina Rósu Björk, með unnusta sínum Haraldi Franklín nú í sumar. Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég er svo lánsöm að eiga stóra fjölskyldu og við leggjum mikið upp úr samverunni í kringum jólin. Ég á því margar mjög skemmtilegar minningar af jólunum. Mamma og móðursystir mín rifja til að mynda upp hver jól þegar við frændi minn vorum svona 7 og 8 ára. Þá var æsingurinn í okkur svo ofboðslega mikill að á 90 mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega. Þá var búið að borða allan matinn, möndlugrautinn og klára að rífa upp alla pakkana. Við vorum auðvitað gjörsamlega straujuð eftir átökin og drullu svekkt með að nú væri heilt ár í næstu jól.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það hefur nú eiginlega verið þannig í gegnum tíðina að jólagjafirnar hafa ýmist verið það sem ég hef þurft eða óskað eftir. Þannig að í rauninni stendur ekkert nein ein gjöf upp úr, þær hafa allar verið frábærar á sínum tíma.“ Kristjana var einstaklega mikið jólabarn á sínum yngri árum, svo mikið að eitt sinn sendi hún út jólakort í október. Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég man ekki eftir því að hafa fengið einhverja vonda jólagjöf. Ég man hins vegar eftir því að einn gamall vinnustaður gaf mér einu sinni pínulítið konfekt. Þá fengu starfsmenn í fullu starfi gjafabréf í matvöruverslun en starfsmenn í hlutastarfi konfekt. Ég var búin að vera í 100% starfi, og rúmlega það, allt árið en minnkaði við mig í desember þar sem ég var að fara í jólapróf. Þegar kom svo að jólagjöfunum var ég allt í einu komin í hóp hlutastarfsmanna og átti því ekki að fá gjafabréf. Ég varð svo pirruð að ég endaði á að keyra upp í vinnu og láta menn heyra það.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Ég hugsa að laufabrauðið og möndlugrauturinn séu í uppáhaldi. Síðustu ár hefur mamma hóað í allan sinn hóp í möndlugraut í hádeginu á aðfangadag og það finnst mér ofboðslega skemmtileg jólahefð.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Ég var í fjölmörg ár í Skólakór Kársness og þar vorum við auðvitað mjög dugleg að syngja á aðventunni. Þetta er því eflaust mjög óhefðbundið svar við þessari spurningu en mitt uppáhalds jólalag er lagið Jólasól, auðvitað í flutningi Skólakórs Kársness. Beint á Spotify með ykkur kæru lesendur, þetta er dásamlegt lag.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Christmas Vacation er auðvitað klassísk. Annars rata Love Actually og The Holiday inn á þennan lista.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Ég hætti að borða kjöt fyrir tæpum áratug og síðan þá hef ég reynt að prófa mig áfram með alls konar jólamat og meðlæti. Ég hef oftast gert grænmetis wellington en hef líka gert saltfiskbollur og hnetusteik.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mér finnst alltaf ofboðslega gaman að fá einhverskonar dekur í jólagjöf. Annars væri ég líka til í lækkun stýrivaxta og eðlilegan fasteignamarkað.“ Kristjana og Haraldur héldu eitt sinn upp á jólin í Mexíkó. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ég held að það sé ekki eitthvað eitt sem hringir inn jólin hjá mér. Mér finnst þetta eiginlega mest vera spurning um að finna einhverja ró að aðventunni, kveikja á kertum og tónlist og slaka bara á.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Það sem er fram undan hjá okkur fjölskyldunni er skírn litlu dömunnar á milli jóla og nýárs. Við nýtum því aðventuna í að undirbúa skírnarveisluna.“ Jólamolar Jólamatur Jól Jólalög Tengdar fréttir Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00 Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 Afhjúpaði nafn dótturinnar á afmælisdaginn Fjölmiðlakonan Kristjana Arnarsdóttir tilkynnti á Instagram í gær að dóttir hennar og golfarans Haralds Franklin Magnús hefur fengið nafn. 17. ágúst 2022 09:34 Haraldur Franklín og Kristjana selja en ætla ekki langt Golfarinn Haraldur Franklín og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eru að breyta til eftir að dóttir þeirra Rósa Björk kom í heiminn í sumar. Þau ætla að skipta um heimili en ætla ekki að fara langt og halda sig innan hverfisins. 9. september 2022 15:00 Kristjana og Haraldur Franklín eignuðust stúlku Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir og kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús eignuðust stúlku á fimmtudaginn. Bæði Kristjönu og dótturinni heilsast vel. 4. júlí 2022 08:32 Kristjana og Haraldur Franklín trúlofuð Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir og golfarinn Haraldur Franklín Magnús eru trúlofuð. 25. apríl 2022 11:40 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég held að ég sé alveg mitt á milli þeirra tveggja. Ég var algjör jólaálfur þegar ég var yngri og þá var allt sett á milljón mörgum vikum fyrir jól. Fjölskyldan mín hlær reglulega að því þegar við frændi minn skelltum í jólakort í október eitt árið. Þá vorum við svo æst í glimmerinu að öll kortin voru eiginlega alveg límd saman þannig að það var varla hægt að taka þau í sundur til að lesa hvað í þeim stóð. Síðustu ár hef ég nú eiginlega bara verið að vinna mikið í kringum jólin og get því eiginlega ekki sagt að ég hafi lagt mikið upp úr jólahaldinu. En fram undan eru fyrstu jólin með Rósu Björk dóttur okkar og ég geri ráð fyrir því að jólaálfurinn í mér vakni til lífsins nú þegar lítil skotta er komin inn á heimilið.“ Kristjana eignaðist dótturina Rósu Björk, með unnusta sínum Haraldi Franklín nú í sumar. Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég er svo lánsöm að eiga stóra fjölskyldu og við leggjum mikið upp úr samverunni í kringum jólin. Ég á því margar mjög skemmtilegar minningar af jólunum. Mamma og móðursystir mín rifja til að mynda upp hver jól þegar við frændi minn vorum svona 7 og 8 ára. Þá var æsingurinn í okkur svo ofboðslega mikill að á 90 mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega. Þá var búið að borða allan matinn, möndlugrautinn og klára að rífa upp alla pakkana. Við vorum auðvitað gjörsamlega straujuð eftir átökin og drullu svekkt með að nú væri heilt ár í næstu jól.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það hefur nú eiginlega verið þannig í gegnum tíðina að jólagjafirnar hafa ýmist verið það sem ég hef þurft eða óskað eftir. Þannig að í rauninni stendur ekkert nein ein gjöf upp úr, þær hafa allar verið frábærar á sínum tíma.“ Kristjana var einstaklega mikið jólabarn á sínum yngri árum, svo mikið að eitt sinn sendi hún út jólakort í október. Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég man ekki eftir því að hafa fengið einhverja vonda jólagjöf. Ég man hins vegar eftir því að einn gamall vinnustaður gaf mér einu sinni pínulítið konfekt. Þá fengu starfsmenn í fullu starfi gjafabréf í matvöruverslun en starfsmenn í hlutastarfi konfekt. Ég var búin að vera í 100% starfi, og rúmlega það, allt árið en minnkaði við mig í desember þar sem ég var að fara í jólapróf. Þegar kom svo að jólagjöfunum var ég allt í einu komin í hóp hlutastarfsmanna og átti því ekki að fá gjafabréf. Ég varð svo pirruð að ég endaði á að keyra upp í vinnu og láta menn heyra það.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Ég hugsa að laufabrauðið og möndlugrauturinn séu í uppáhaldi. Síðustu ár hefur mamma hóað í allan sinn hóp í möndlugraut í hádeginu á aðfangadag og það finnst mér ofboðslega skemmtileg jólahefð.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Ég var í fjölmörg ár í Skólakór Kársness og þar vorum við auðvitað mjög dugleg að syngja á aðventunni. Þetta er því eflaust mjög óhefðbundið svar við þessari spurningu en mitt uppáhalds jólalag er lagið Jólasól, auðvitað í flutningi Skólakórs Kársness. Beint á Spotify með ykkur kæru lesendur, þetta er dásamlegt lag.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Christmas Vacation er auðvitað klassísk. Annars rata Love Actually og The Holiday inn á þennan lista.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Ég hætti að borða kjöt fyrir tæpum áratug og síðan þá hef ég reynt að prófa mig áfram með alls konar jólamat og meðlæti. Ég hef oftast gert grænmetis wellington en hef líka gert saltfiskbollur og hnetusteik.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mér finnst alltaf ofboðslega gaman að fá einhverskonar dekur í jólagjöf. Annars væri ég líka til í lækkun stýrivaxta og eðlilegan fasteignamarkað.“ Kristjana og Haraldur héldu eitt sinn upp á jólin í Mexíkó. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ég held að það sé ekki eitthvað eitt sem hringir inn jólin hjá mér. Mér finnst þetta eiginlega mest vera spurning um að finna einhverja ró að aðventunni, kveikja á kertum og tónlist og slaka bara á.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Það sem er fram undan hjá okkur fjölskyldunni er skírn litlu dömunnar á milli jóla og nýárs. Við nýtum því aðventuna í að undirbúa skírnarveisluna.“
Jólamolar Jólamatur Jól Jólalög Tengdar fréttir Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00 Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 Afhjúpaði nafn dótturinnar á afmælisdaginn Fjölmiðlakonan Kristjana Arnarsdóttir tilkynnti á Instagram í gær að dóttir hennar og golfarans Haralds Franklin Magnús hefur fengið nafn. 17. ágúst 2022 09:34 Haraldur Franklín og Kristjana selja en ætla ekki langt Golfarinn Haraldur Franklín og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eru að breyta til eftir að dóttir þeirra Rósa Björk kom í heiminn í sumar. Þau ætla að skipta um heimili en ætla ekki að fara langt og halda sig innan hverfisins. 9. september 2022 15:00 Kristjana og Haraldur Franklín eignuðust stúlku Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir og kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús eignuðust stúlku á fimmtudaginn. Bæði Kristjönu og dótturinni heilsast vel. 4. júlí 2022 08:32 Kristjana og Haraldur Franklín trúlofuð Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir og golfarinn Haraldur Franklín Magnús eru trúlofuð. 25. apríl 2022 11:40 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01
Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2. desember 2022 10:00
Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01
Afhjúpaði nafn dótturinnar á afmælisdaginn Fjölmiðlakonan Kristjana Arnarsdóttir tilkynnti á Instagram í gær að dóttir hennar og golfarans Haralds Franklin Magnús hefur fengið nafn. 17. ágúst 2022 09:34
Haraldur Franklín og Kristjana selja en ætla ekki langt Golfarinn Haraldur Franklín og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eru að breyta til eftir að dóttir þeirra Rósa Björk kom í heiminn í sumar. Þau ætla að skipta um heimili en ætla ekki að fara langt og halda sig innan hverfisins. 9. september 2022 15:00
Kristjana og Haraldur Franklín eignuðust stúlku Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir og kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús eignuðust stúlku á fimmtudaginn. Bæði Kristjönu og dótturinni heilsast vel. 4. júlí 2022 08:32
Kristjana og Haraldur Franklín trúlofuð Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir og golfarinn Haraldur Franklín Magnús eru trúlofuð. 25. apríl 2022 11:40